24 stundir - 08.03.2008, Page 32

24 stundir - 08.03.2008, Page 32
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Sýning á verkum myndlistar- kvennanna Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur og Borghildar Óskars- dóttur verður opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði klukkan 15 í dag, en það er fyrsta nýja sýn- ingin sem er opnuð í safninu á þessu ári. Viðfangsefni lista- kvennanna eru ólík en hafa þó ákveðinn samhljóm að sögn safn- stjóra Listasafns Árnesinga, Ingu Jónsdóttur. „Á sýningunni eru annars vegar portrettmyndir af föngum á Litla-Hrauni eftir Sig- ríði og hins vegar verk eftir Borg- hildi þar sem hún tekur fyrir sögu fjölskyldu sinnar á svæðinu á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta er saga sem margir á Íslandi þekkja, þar sem heimilið var leyst upp og börnin voru sett niður á bæina þar sem heimilisfaðirinn átti sveit- festi eins og það var kallað. Í til- felli þessarar fjölskyldu var fólkið flutt í vistun hér á Suðurlandi án þess að þau hefðu haft nokkurt val um það sjálf. Sýningin fjallar því um ólíkt fólk á ólíkum tímum sem þó á það sameiginlegt að hafa verið flutt á milli landsvæða í kjöl- far ákvarðana annarra en þeirra sjálfra,“ segir Inga en tekur jafn- framt fram að markmið lista- kvennanna sé ekki að búa til fórn- arlömb eða skapa sérstaka meðaumkvun með neinum. „Það er mikil listræn fágun og reisn yfir þessum verkum. Þau fjalla ein- faldlega um hluti sem hafa átt sér stað í samfélaginu og ef að líkum lætur gefa þau tilefni til vanga- veltna og samræðu um þessi mál. Mér finnst mjög gott þegar mynd- listin snertir eitthvað sem er í um- ræðu í þjóðfélaginu, án þess þó að hún felli neina dóma, og gefi áhorfendum tækifæri til að nálgast málið á sínum eigin forsendum.“ Á opnun sýningarinnar í dag ætlar Ásgerður Júníusdóttir söng- kona að flytja lög eftir tónskáld úr Flóanum við undirleik Kristins Júníussonar, bróður síns. „Þar kemur enn önnur tenging sýning- arinnar við Suðurlandið, þannig að inni í þessu verður líka gleði og góðar tilfinningar.“ Spennandi ár framundan En þó svo að þessi sýning hafi skírskotun til Suðurlands er ekki þar með sagt að fókus safnsins verði framvegis alltaf á því land- svæði. „Þegar það á við tek ég það hiklaust inn en markmiðið er að hafa mjög breiða skírskotun á sýningum safnsins. Þegar þessari sýningu er lokið tekur við sýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar sem lést fyrir rúmu ári og verður Jón Proppé sýningarstjóri. Þar á eftir tekur við sýning Höskuldar Björnssonar og fjórðu sýninguna köllum við Picasso á Íslandi, og þar ætlum við að skoða áhrif Pi- cassos á myndlistarmenn á Íslandi á árunum 1930 til 1950,“ segir Inga að lokum. 24stundir/Golli Spennandi ár framundan í Listasafni Árnesinga Safn með víðan sjóndeildarhring ➤ Sýningarstjóri er HjálmarSveinsson. ➤ Margrét Frímannsdóttir ritar ísýningarskrá ásamt sýning- arstjóranum Hjálmari. ➤ Verður opnuð klukkan 15 ídag og allir eru velkomnir. SÝNINGINSýning á verkum Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur og Borghildar Óskarsdóttur verður opnuð í Listasafni Árnesinga í dag og er hún fyrsta nýja sýningin í safninu á árinu. Fram- undan er viðburðaríkt ár í safninu. Inga Jónsdóttir safnstjóri Lista- safns Árnesinga segir safnið hafa mjög breiða skírskotun. 32 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700  „Ingibjörg Friðriksdóttir hefur saumað föt frá því hún var lítil stelpa. Í dag stendur þessi 19 ára stúlka fyrir tískusýningu og upp- boði á fimmtán flíkum sem hún hefur hannað og saumað.“ » Meira í Morgunblaðinu Tískusýning með tilgang Það er meira í Mogganum í dag  Söngkonan Beyoncé Knowles hefur nú hleypt nýju lífi í þann orðróm að hún sé trúlofuð rapparanum Jay-Z. » Meira í Morgunblaðinu Faldi demantshring  Þau Rakel Ýr Högnadóttir og Birkir Örn Karlsson eru bæði í 6. bekk og hafa æft samkvæmisdansa um árabil í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. » Meira í Morgunblaðinu Laugardagur 8. mars 2008 Börn á laugardegi Mikið verður um dýrðir á al- þjóðlegu leiklistarhátíðinni LÓKAL, sem stendur yfir í Reykjavík, um helgina. Kúreka- vestrinn Ode to the Man who Kneels með bandaríska leik- hópnum New York City Players verður sýndur í Hafnarfjarð- arleikhúsinu í dag, og annar bandarískur leikhópur, Nature Theater of Oklahoma, sýnir verk- ið No Dice í gamla Heim- ilistækjahúsnæðinu í dag og á morgun. Franski leikhópurinn sýnir verkið L’effet de Serge í Smiðjunni í dag og á morgun lokar Erna Ómarsdóttir hátíðinni í samstarfi við Lieven Dousselare með sýningunni The Talking Trees í Tjarnarbíói klukkan 22. Þá verður íslenska leikverkið Hér og Nú sýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins á morgun klukkan 15. Lókal-hátíðin hófst síðastlið- inn miðvikudag og henni lýkur annað kvöld. Hátíðin markar tímamót í íslensku leikhúslífi þar sem alþjóðleg leikhúslistahátíð af þessu tagi hefur aldrei verið hald- in á Íslandi fyrr en nú. Nánar má lesa um hátíðina á vefsíðunni lokal.is, en miða á sýn- ingar má nálgast á midi.is. Lókal-leiklistarhátíðinni lýkur á morgun Innlendar og erlendar sýningar Skipuleggjendur hátíðarinnar Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jóns- son, Elena Krüskemper og Egill Ingi Bergsson. MENNING menning@24stundir.is a Sýningin fjallar um ólíkt fólk á ólíkum tímum sem þó á það sameiginlegt að hafa verið flutt á milli landsvæða í kjölfar ákvarðana annarra en þeirra sjálfra.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.