24 stundir - 08.03.2008, Side 44
44 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Innritun hafin!
Sjóðheitt dans- og púlnámskeið í boði
fyrir 16 ára og eldri, bæði stelpur og stráka.
Í boði er spennandi og krefjandi 6 vikna
námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa
áhuga á að koma sér í form!
• Kennt er í lokuðum hópum
• Tímar fyrir byrjendur og lengra komna
• Ýmsir dansstílar kynntir s.s.
jazz – musical – street – lyrical og modern.
Verð: 12.800.-
Námskeið hefst 31. mars.
Vertu með!
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
D
a
n
ss
tu
d
io
J
S
B
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
DAN
SSTUDIO J
SB
sem lögðu blessun sína yfir hug-
myndina þá hljóta menn að stað-
næmast við þessa einstaklinga.
Það voru þau sem gengu harðast
fram með þær skoðanir að það
væri landinu, þjóðinni og jafnvel
heiminum öllum til mestrar
blessunar að þetta fyrirtæki yrði
til. Það var boðskapur þeirra á
þessum tíma.
Síðan er myndaður nýr meiri-
hluti í borginni og pólitískar æf-
ingar hefjast. Björn Ingi Hrafns-
son skiptir um lið til að fylgja
málinu fram og segir á einum
stað að andvirðið af REI muni
duga til að borga allar skuldir
Reykvíkinga. Björn Ingi segir líka
að hann vilji ekki selja REI í heilu
lagi fyrr en 2009. Er það í raun og
veru tilefni til að mynda nýjan
meirihluta hvort maður vill selja
fyrirtæki fyrr eða síðar? Þegar ég
skrifaði þessa grein komst ég að
því að í málinu var ekki nein
orka, það var bara reykurinn
einn.“
Hvaða lærdóm er hægt að draga
af þessu máli?
„Lærdómurinn er margvísleg-
ur. Til dæmis sá hversu erfitt er
fyrir ríki og sveitarfélög að fara
inn á svið viðskiptalífisns. Við
sjáum líka að menn verða að átta
sig nákvæmlega á því hvaða
áhættu þeir eru að taka, það er
mjög óljóst hvaða verðmæti eru
þarna í húfi. Ég tel að stjórn-
arhættir innan Orkuveitu Reykja-
víkur hafi sprungið í andlitið á
sjálfum sér. Leyndarhyggjan og sú
aðferðafræði sem menn hafa beitt
þar til að komast að niðurstöðu
og taka ákvarðanir gekk sér til
húðar með þessum dramatíska
hætti. Gerð var tilraun til að
komast að niðurstöðu með að-
ferðum sem voru algjörlega á
skjön við alla opna stjórnarhætti.
Ef ég hefði tíma myndi ég
skrifa kennslubók um þetta mál
og kalla hana: Víti til að varast.“
Einkennilegt andrúmsloft
Ef við lítum á borgarmálin þá er
ekki hægt að neita því að þar hefur
verið mikill órói. Hvað er til ráða?
„Reykvíkingar hafa haft fimm
borgarstjóra síðan Ingibjörg Sól-
rún fór frá, eða réttara sagt var
knúin til afsagnar í ársbyrjun
2003. Frá þeim tíma hefur verið
nær stöðugur barningur í borg-
inni. Það er mikill núningur milli
Sjálfstæðisflokksins og annarra
flokka í borginni. Stífnin er mikil
og því hefur ekki verið hægt að
mynda þá breiðu samstöðu sem
þarf til að skapa kjölfestu í stjórn
borgarinnar. Þarna ríkir ein-
kennilegt andrúmsloft og ég átta
mig ekki á því af hverju það staf-
ar. Davíð Oddsson talaði oft um
borgina sem fyrirtæki. Ekkert fyr-
irtæki sem væri með svona ósam-
stæða yfirstjórn myndi ná góðum
árangri. Þetta er áhyggjuefni fyrir
borgarbúa. Aðeins 9 prósent
þeirra segjast bera traust til borg-
arstjórnar. Allir flokkarnir þurfa
að vinna í því að skapa borg-
arstjórn aukið traust.“
Er ekki vandamál fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að ekki hafi tekist
að leysa oddvitamál flokksins í
borginni? Getur ekki verið hættu-
legt að ýta vandanum á undan sér?
„Það getur verið hættulegt.
Þótt borgarstjórnarflokkurinn
standi að baki Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni þá hefur fólk á tilfinn-
ingunni að þar sé opið tækifæri
fyrir aðra einstaklinga. Í hugum
fólks er komið upp oddvita-
vandamál.
Sá vandi sem nú er uppi í
borginni er þó ekki flokkslegur
vandi Sjálfstæðisflokksins heldur
vandi allra þeirra sem sitja í borg-
arstjórn. Ég hef verið talsmaður
þess að breiður meirihluti yrði
myndaður í borginni til að ná
þeim árangri sem þarf að ná við
stjórn borgarinnar. Þessi skoðun
mín er ekki vantraust á sitjandi
meirihluta eða Ólaf F. Magnús-
son. Það væri hins vegar mun
heppilegra að meirihlutinn væri
öflugri.“
Ertu þá að tala um samstarf
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?
„Já, eða samstarf Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna.“
Í sérstakri stöðu
Þú ert einn öflugasti bloggari
landsins og hefur fagnað nýföllnum
dómi þar sem bloggari var dæmd-
ur fyrir meiðyrði. Sjálfur ert þú
óhræddur við að segja skoðanir
þínar á þinni bloggsíðu. Er ekki
skiljanlegt að stundum fari blogg-
arar yfir strikið í skrifum sínum?
„Mín skoðun er sú að menn
séu ábyrgir fyrir orðum sínum
hvar sem þeir skrifa þau. Þeir sem
skrifa mikið geta farið yfir strikið
og þá er undir þeim komið sem
ráðist er á hvort hann vill sækja
viðkomandi til saka. Ég er í sér-
stakri stöðu og geri því þær kröf-
ur til sjálfs mín að ég vandi mig
sérstaklega. Ef ég færi yfir strikið
þá væri sekt mín hugsanlega
meiri en annarra vegna stöðu
minnar og ég gæti fyrir vikið
hlotið harðari refsingu en aðrir.“
Hefurðu rætt við vin þinn Össur
Skarphéðinsson um bloggskrif hans
um Gísla Martein?
„Ég er ekki fulltrúi í sérstakri
siðvæðingarnefnd, hvorki gagn-
vart Össuri né öðrum. Ég hef
hins vegar sagt Össuri að menn
hafi rætt það við mig að þeim
hafi þótt fast að orði kveðið í
bloggfærslu hans.“
Hvernig tók Össur því?
„Það er regla í samskiptum
okkar Össurar að taka því með
skilningi sem við segjum hvor við
annan.“
Sem stjórnmálamaður hefur þú
harða ímynd og virðist ekki gera
neitt til að mýkja hana.
„Ég tel mig vera mjúkan og
mildan mann. Ef ég hef harða
ímynd þá eru það ímyndarsmiðir
fjarri mér sem hafa búið hana
til.“
Þú veiktist illa í síðustu kosn-
ingabaráttu. Ertu alveg búinn að
ná þér
„Ef ég hefði hummað veikindin
fram af mér hefði ég ekki lifað
lengi. En ég fór til lækna og þeir
læknuðu hið samfallna lunga og
nú er ég alheill. Það var mikil en
góð reynsla að kynnast okkar
ágæta heilbrigðiskerfi og leggjast
inn á spítala og vera ósjálfbjarga
og geta lítið annað gert en hlusta
á Wagner sér til skemmtunar. Ég
komst að því á þessu tímabili
hversu skammt getur verið á milli
lífs og dauða. En nú hef ég sem
sagt náð fullri heilsu.“
Hver er framtíð þín í pólitík?
Ætlar þú að sitja út þetta kjör-
tímabil?
„Já, það mun ég gera. Fyrir síð-
ustu kosningar gaf ég til kynna að
ég myndi ekki sitja lengur en út
þetta kjörtímabil. Hvað tekur svo
við? Ég get allavega sagt þér, að ég
mun ekki gerast sendiherra.
Þessi breyting, sem ég hef verið
að lýsa í þessu viðtali í utanríkis-
og öryggismálum, kallar á ný við-
horf hjá okkur Íslendingum og ný
viðbrögð til að tryggja fullveldi og
öryggi í okkar heimshluta. Ég get
lagt mitt af mörkum við mótun
stefnu og framkvæmd hennar
sem stjórnmálamaður. Áhugi
minn er mikill á þessum málum
og farsæld í þessum efnum skiptir
þjóðina miklu. Ég þarf að meta,
hvar ég tel mig geta orðið best að
liði. Eða ætti ég kannski bara að
fara að sinna kindunum mínum í
Fljótshlíðinni?“
Bloggið Ég er í sérstakri stöðu og
geri því þær kröfur til sjálfs mín að
ég vandi mig sérstaklega.
a
Ég tel að stjórn-
arhættir innan
Orkuveitu
Reykjavíkur hafi sprung-
ið í andlitið á sjálfum sér.
a
Davíð Oddsson
talaði oft um
borgina sem fyr-
irtæki. Ekkert fyrirtæki
sem væri með svona
ósamstæða yfirstjórn
myndi ná góðum árangri.
24stundir/Kristinn