24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Frægðin steig honum hins vegar til höfuðs,
hann hætti að leika í sjónvarpsþáttunum og
endaði í meðferð vegna fíkniefnavanda.
tölvuleikir viggo@24stundir.is
Army of Two er nýjasti skotleik-
urinn frá Electronic Arts en þar
fara leikmenn í hlutverk tveggja
hörkutóla sem starfa hjá nokkurs
konar fyrirtækjaher og flakka um
heiminn og heyja stríð fyrir hvern
þann sem er reiðubúinn að borga.
Eins og nafnið gefur til kynna þá
snýst leikurinn um tvímennings-
spilun (co-op) og þegar leikurinn
er spilaður á þann máta er hann
ótrúlega góður.
Leikurinn skartar hinu stórgóða
Aggro-kerfi sem virkar þannig að
óvinirnir skjóta á þann leikmann
sem hefur sig meira í frammi, drit-
ar fleiri byssukúlum. Þetta býður
upp á býsna skemmtilegan her-
kænskuvinkil þar sem annar leik-
maðurinn heldur athygli óvinanna
á meðan hinn læðist aftan að þeim
og drepur þá áreynslulaust.
Í einspilun er Army of Two enn
góður en þar fer maður að sjá bet-
ur galla leiksins svo sem lélega
gervigreind, bæði hjá óvinum og
tölvustýrðum liðsfélaga. Leikurinn
nær samt að halda taktinum gang-
andi og fer aldrei yfir í það að
verða þreytandi og leiðigjarn, þrátt
fyrir að vera frekar einfaldur í upp-
byggingu.
Tveir eru sannar-
lega betri en einn
Harðir naglar Hetjur
leiksins eru dæmigerðir
harðjaxlar sem auðvelt
er að halda með.
Grafík: 80% Ending: 76%
Spilun: 87% Hljóð: 78%
Army of Two (PS3&XBOX360) 18+
NIÐURSTAÐA: 80%
Hljómsveitirnar The Fist Fokk-
ers, Swords of Chaos og Skelkur í
bringu spila á Bar 11 í kvöld og
eru það lokatónleikar tónleika-
ferðar þeirra Helvítis! túr um
Reykjavík. Í kvöld spila Sudden
Weather Change og Fjöl-
listahópurinn Kumpánar með
þeim, gleðin hefst klukkan 22.00
og ekkert kostar inn. re
Fist Fokkers á 11
Þekkir þú barnastjörnurnar?
Það er gaman að velta því fyrir sér
hvað varð um fólkið, sem eitt sinn var
fastagestir á sjónvarpsskjám okkar,
en virðist hafa horfið sporlaust eftir
að framleiðslu sjónvarpsþáttanna
sem það lék í var hætt. 24 stundir
grófu upp nokkrar barnastjörnur úr
sjónvarpsþáttum, sem nutu mikilla
vinsælda hérlendis, og könnuðu hvernig
komið er fyrir þeim. Hér má sjá fimm
fyrrum barnastjörnur, eins og þær líta út í
dag og vísbendingar um hverjar þær eru.
Kannaðu hvað þú þekkir margar áður en
þú flettir á næstu blaðsíðu og sérð um
hvaða fólk er að ræða.
Fæddur: 16. október 1980.
Frægur fyrir: Að leika son aðalpersónu
vinsælla sjónvarpsþátta á 10.
áratugnum. Þá gaf hann út plötu sem
seldist ágætlega. Frægðin steig honum
hins vegar til höfuðs, hann hætti að
leika í sjónvarpsþáttunum og endaði í
meðferð vegna fíkniefnavanda.
Hvar er hann í dag: Að reyna að
endurheimta forna frægð með því að
gefa út tónlist sem fáir nenna að hlusta
á. Hefur lítið sem ekkert leikið frá því að
hann hætti í sjónvarpsþáttunum.
Fædd: 8. maí 1964.
Fræg fyrir: Að leika aðalpersónuna í
geysivinsælum sjónvarpsþáttum, sem voru
sýndir hérlendis á níunda áratugnum og
fram á þann tíunda. Fáir munu andmæla
því að þættirnir hafi verið vægast sagt
fjölskylduvænir.
Hvar er hún í dag: Hefur látið fremur lítið
fyrir sér fara frá því að framleiðslu þáttanna
var hætt. Í seinni tíð hefur hún þó unnið
nokkuð bakvið tjöldin í sjónvarpsheiminum,
t.a.m. gegnt formennsku Screen Actors
Guild samtakanna.
Fædd: 16. september 1985.
Fræg fyrir: Að leika yngstu dótturina í
sjónvarpsþáttum sem voru vinsælir um
miðjan 10. áratuginn. Hún var átta ára
þegar hún hóf að leika í þáttunum, sem
lögðu upp laupana árið 1999 eftir sex
þáttaraðir.
Hvar er hún í dag: Hefur
leikið þónokkur smáhlutverk í
sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Átti
góða endurkomu í sjónvarpsþáttunum
Californication, þar sem hún leikur
kynóðu unglingsstúlkuna Miu Lewis.
Fæddur: 8. apríl 1984.
Frægur fyrir: Að leika yngsta
fjölskyldumeðliminn í sjónarpsþáttum
sem voru sýndir á 10. áratugnum. Hann
var sjö ára þegar hann hóf að leika í
þáttunum, en unglingsárin fóru ekki sem
best með hann og í síðustu þáttaröðinni
leit hann afar furðulega út.
Hvar er hann í dag: Hefur ekkert leikið
frá því að þættirnir hættu. Árið 2001,
þegar hann var 17 ára, giftist hann 33
ára gamalli konu og stofnaði með henni
veitingastað. Þau skildu í fyrra og fór
hann að sögn afar illa út úr skilnaðinum.
Fæddur: 12. júlí 1991.
Frægur fyrir: Leik í þáttum sem
hafið var að framleiða árið 2000 og
gengu í sex þáttaraðir. Hlutverk hans
var smærra en systkina hans, en
margir aðdáendur þáttanna höfðu
þó sérstakt dálæti á persónunni sem
hann lék.
Hvar er hann í dag: Að fóta sig eftir
að framleiðslu þáttanna var hætt, en
enn er of snemmt að segja til um
hvort leikferill hans muni halda áfram
að vaxa og dafna.
Sv
ör
á
bls
. 6
4
1
2
4
3 5
Bizzaró
Aðþrengdur
Afsakið að ég er til!
Fyrst þú spyrð, já það er satt
ég keyri á stórum bílum til að fela
óöryggi mitt. Áttu eitthvað í
vandræðum með það, nagli?
SPILAFÍKN FRÆGA FÓLKSINS
ÉG ER AÐ HORFA Á FRÆGT FÓLK
SKAFA HAPPAÞRENNUR
SJÁLFMORÐSSPRENGJU-
JAKKAR Á AÐEINS 2000.-KR.
VINSAMLEGAST STAÐGREIÐIÐ
„ÞESSI GREIN SEM ÞÚ SENDIR MÉR UM HVERNIG
TÆKNILEG VANDAMÁL GÆTU VALDIÐ STREITU,
KRASSAÐI TÖLVUNNI MINNI“
MYNDASÖGUR
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
Kynningarfundur
um spennandi göngu- og hjólaferðir
Sunnudagskvöldið 9. mars í Síðumúla 2, kl. 19:30
Fararstjórar okkar verða á staðnum og kynna ferðirnar
Hjólaferðir:
- Austurríki og Slóvenía
- Rómantíska leiðin
- Loire dalurinn í Frakklandi
- Dólómítarnir og Slóvenía
Gönguferðir:
- Portofino skaginn & Cinque Terre
- Comovatn
- Mont Blanc hringurinn
- Monte Rosa hringurinn
- Í svissnesku Ölpunum á slóð skógarbjarnanna
- Haute Route
- Wallis Alparnir
Níu 4000 metra tindar á einni viku
- Tindur Mont Blanc 4808 metrar
- Kilimanjaro
- Gönguævintýri í Nepal