24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 2
Opið virka daga 10-20 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18
©
In
te
r I
KE
A
Sy
st
em
s B
.V
. 2
00
8
www.IKEA.is
2.990,-
DREKATRÉ pottaplanta
3 stofnar H120 cm.
Nýjar plön
tur
komnar í h
ús!
2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 22
Amsterdam 10
Alicante 17
Barcelona 15
Berlín 10
Las Palmas 24
Dublin 14
Frankfurt 11
Glasgow 11
Brussel 11
Hamborg 9
Helsinki 12
Kaupmannahöfn 10
London 16
Madrid 26
Mílanó 18
Montreal 2
Lúxemborg 10
New York 7
Nuuk 5
Orlando 20
Osló 6
Genf 11
París 14
Mallorca 17
Stokkhólmur 11
Þórshöfn 5
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart-
viðri en líkur á stöku éljum norðaustan til.
Frost yfirleitt 0 til 7 stig en frostlaust við suð-
urströndina yfir hádaginn.
VEÐRIÐ Í DAG
0
0
-4
-2 -2
Hægviðri
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart-
viðri, en stöku él norðaustan- og austanlands.
Frost 1 til 8 stig, en um frostmark suðvestan
til.
VEÐRIÐ Á MORGUN
0
1
-5
-1 -4
Víða bjartviðri
Bótox, sem notað er til að slétta
hrukkur, getur borist til heilans.
Þetta sýna tilraunir á rottum sem
tímaritið Nature greinir frá. Vís-
indamenn í Pisa á Ítalíu sprautuðu
bótólíni, taugaeitri í bótoxi sem
brýtur niður ákveðið prótín, í
kinnar rottna. Þremur dögum eftir
að bótólíni var sprautað í rotturnar
sáust merki þess að prótínið hafði
brotnað niður í heila þeirra.
Vísindamennirnir taka það fram
að hegðun tilraunadýranna hafi
ekki breyst. Þeir telja jafnframt að
hættan á skaðlegum áhrifum á fólk
sé lítil þar sem bótoxskammturinn
sé lítill. Hins vegar telja þeir ástæð-
ur til að hafa áhyggjur af því að efn-
ið hafi yfirhöfuð borist til heilans.
Guðmundur M. Stefánsson lýta-
læknir segir fyllstu ástæðu til að
sýna aðgát vegna fegrunaraðgerða
með bótoxi sem ekki hafi verið
leyfðar hér á landi fyrr en fyrir um
tveimur mánuðum. „Ef efninu er
sprautað á rangan stað getur við-
komandi fengið lömunareinkenni í
andlitið, að vísu ekki langvarandi
en fólk lítur ekki vel út á eftir.“
Að sögn Guðmundar bíða bæði
karlar og konur í röðum eftir bó-
toxaðgerðum hér sem ekki er byrj-
að að gera þar sem ekki hefur verið
samið við birgja erlendis um verð.
Hann reiknar með að meðferðin
verði dýr. „Það er alveg ljóst. Ég
giska á að hver aðgerð muni kosta
40 til 70 þúsund krónur og þetta
þarf að gera tvisvar til þrisvar á
ári.“ ingibjorg@24stundir.is
Mikil eftirspurn eftir bótoxmeðferð í fegrunarskyni sem nú er leyfð
Bótox getur borist til heilans
Bótox Heilbrigðisyfirvöld
í Bandaríkjunum hafa var-
að við bótoxmeðferð.
Forsvarsmenn Reykjavik Energy
Invest (REI) munu líklega undirrita
viljayfirlýsingu um samstarf í Eþí-
ópíu í ferð sinni til Afríku sem hefst
um helgina. Þá hafa stjórnvöld í
Jemen lýst yfir áhuga á samstarfi við
REI og óskað eftir að sambærileg yf-
irlýsing verði undirrituð þar. Þetta
staðfesta Kjartan Magnússon,
stjórnarformaður REI, og Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri fé-
lagsins, sem báðir fara með í ferð-
ina. Einnig verður skrifað undir
samkomulag um hagkvæmisathug-
un vegna uppsetningar jarðhita-
virkjunar í Djíbútí. Kjartan segir að í
því felist engar skuldbindingar um
uppsetningu virkjunar. „Hún er um
frekari rannsóknir og tilraunabor-
anir en ekki um virkjun.“
thordur @24stundir.is
Forsvarsmenn REI fara til Afríku um helgina
Viljayfirlýsingar í
Jemen og Eþíópíu
Einar Kristinn Guðfinnsson,
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, hefur ákveðið
að tollar á kjarnfóð-
urblöndur frá Evrópska
efnahagssvæðinu verði felldir
niður frá og með 1. maí
næstkomandi. Niðurfellingin
gildir til næstu áramóta og
mun verða endurskoðuð að
þeim tíma loknum, meðal
annars með tilliti til þess
hvernig samningaviðræður
milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæmar tollaívilnanir
munu ganga. Ráðherrann skýrði frá þessu í ræðu á aðalfundi Lands-
sambands kúabænda á Selfossi í gær. Yfirgnæfandi hluti þess kjarn-
fóðurs sem flutt er inn kemur frá því svæði og því ljóst að um tals-
verða kjarabót er að ræða fyrir bændur. Einar Kristinn segir að um
einhliða aðgerð sé að ræða. „Við erum með þessu að fella niður
tolla, sem mun gagnast evrópskum fyrirtækjum og ég tel eðlilegt að
við fáum í staðinn einhverjar ívilnanir varðandi okkar útflutning til
Evrópu.“ fr
Kjarnfóðurtollar afnumdir
Um 20 atvinnubílstjórar
tepptu umferð um Ölfus-
árbrú á Selfossi síðdegis í
gær með því að aka löt-
urhægt yfir hana, fram
og aftur. Þá tóku bændur
á dráttarvélum líka þátt í
mótmælunum. Skapaðist
mikið umferðaröngþveiti
vegna þessa, samkvæmt
upplýsingum lögreglu.
Þegar bílstjórarnir ætluðu að fara þriðju ferðina yfir brúna tók lög-
reglan í taumana og beindi þeim annað. Allt gekk friðsamlega fyrir
sig, að sögn lögreglu.
Bílstjórar mótmæltu á Selfossi
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
„Við höfum möguleika á að setja
upp öryggisvakt um viðkomandi
hús á kostnað eiganda þess, beita
dagsektum til að knýja á um að eig-
endurnir lagi húsin, látið gera úr-
bætur á kostnað eigenda eða hrein-
lega látið loka húsum,“
segir Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæð-
isins, um þau úrræði sem heimilt
er að beita til að knýja fram úrbæt-
ur á mannvirkjum sem eldhætta
getur stafað af. „Dagsektirnar geta
verið dálítið þungt úrræði en þær
skila miklum árangri. Ef við ætlum
að láta gera úrbætur á kostnað eig-
enda verðum við að gera það með
samþykki sveitarstjórnar ef við telj-
um hættuna ekki vera bráða.“
Útigangsmenn skapa eldhættu
24 stundir sögðu frá því í fyrra-
dag að Jón Viðar hefði látið vinna
greinargerð um auðar byggingar í
miðborg Reykjavíkur í kjölfar þess
að kveikt var í auðu húsi við Hverf-
isgötu 32 til 34. Samkvæmt grein-
argerðinni stóðu 57 hús auð að
einhverju leyti í miðborginni. Í
henni kemur einnig fram að marg-
ar þessara bygginga standi opnar
öllum þannig að bæði útigangs-
menn, fíkniefnaneytendur og aðrir
hafi sótt inn í þær. Útigangsmenn
hafi gripið til ýmissa ráða til að hita
yfigefnu húsin, meðal annars með
gasi, og því fylgi mikil eldhætta.
Heimild slökkviliðsstjóra til að
beita ofangreindum úrræðum er
að finna í lögum um brunavarnir.
Þar segir að hámark þeirra dag-
sekta sem má beita sé hálf milljón
króna. Jón Viðar segir þó að aldrei
hafi svo háum sektum verið beitt.
„Við stillum þeim í hóf. Markmið-
ið er ekki refsing heldur að þvinga
fram úrbætur. Sektirnar eru frá tvö
þúsund til 20 þúsund krónur á dag
eftir umfangi. Við miðum vanalega
við 0,005 prósent af brunabótamati
eignarinnar. Sektirnar verða að
vera í takt við það sem þarf að laga
og upphæð þeirra nægilega raun-
hæf til að líklegt sé að hún verði
innheimt. En þessar kröfur okkar
eru mjög vel varðar og þeim þing-
lýst á eignina. Það er svo hægt að
innheimta þær með fjárnámi.“
Geta knúið fram
úrbætur á húsum
Slökkviliðsstjóri hefur víðtækar heimildir til að knýja fram úr-
bætur á húsum sem skapa eldhættu Reynt að stilla sektum í hóf
Autt hús Fjölmörg hús standa
auð í miðborg Reykjavíkur.
➤ Í úttekt skipulags- og bygg-ingarráðs á auðum húsum í
miðborg Reykjavíkur kemur
fram að þau séu alls 37 tals-
ins.
➤ Í greinargerð slökkviliðs-stjóra eru þau þó talin vera
57, en sá fyrirvari settur að
ekki sé um tæmandi lista að
ræða.
AUÐ HÚS Í MIÐBORGINNI
STUTT
● Árétting Vegna myndar af
íbúðablokk í Breiðholti sem
fylgdi frétt um bið eftir fé-
lagslegum íbúðum er áréttað
að blokkin tengist ekki efni
fréttarinnar. Íbúðirnar í
blokkinni sem myndin er af
eru yfirleitt í einkaeigu og
flestar íbúðirnar í eigu íbú-
anna sjálfra.
● Til bjargar afrískum börn-
um Afrískar ljósmyndir eftir
Pádraig Grant verða til sýnis
í Kaffitári við Stapabraut í
Ytri Njarðvík. Sýningin opn-
ar í dag. Hún er hluti af
fjáröflun þróunar og mann-
úðarsamtakanna, Iceaid, fyr-
ir börn í Afríku.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
WWW.EBK.DK
Danskir gæðasumarbústaðir
(heilsársbústaðir)
Hafðu samband við okkur fyrir frekari
upplýsingar: Anders Ingemann Jensen
farsími nr. +45 40 20 32 38
netfang: aj@ebk.dk
Ert þú í byggingarhugleiðingum?