24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 59
24stundir LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 59
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
www.mirale.is
25% afslátt
Mirale tekur við umboði fyrir hið þekkta
franska húsgagnafyrirtæki Ligne Roset
af öllum vörum
Af því tilefni höfum við
ákveðið að rýma til í
versluninni og bjóða
Vinkonurnar Katie Holmes og
Victoria Beckham komust í blöð-
in í vikunni eftir að hafa borðað
saman á veitingastað í Los Angel-
es og segjast menn nú vita af
hverju þær séu eins horaðar og
raun ber vitni. Að sögn veitinga-
manna á staðnum deildu þær ein-
um diski af grænu salati, án sósu,
og litlu fiskstykki ásamt spínat-
ræmu. Þessu skoluðu þær niður
með hálfu glasi af kóki útþynntu
með köldu vatni. hþ
Katie og Victoria
í megrun saman
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell
var látin laus gegn tryggingu í
gær, eftir að hafa hrækt og gargað
á lögreglumann á Heatrow-
flugvelli í gær. Mun hún hafa
misst stjórn á skapi sínu eftir að í
ljós kom að ein af töskum hennar
týndist. Var hún í kjölfarið færð á
lögreglustöð í London og mátti
hún dúsa þar í sjö tíma. hþ
Látin laus gegn
tryggingu
Variety greinir frá því að Dimen-
sion Films hafi tryggt sér end-
urgerðarréttinn á myndinni
Short Circuit frá árinu 1986.
Upphaflega myndin greindi frá
vélmenninu Johnny 5 sem
skyndilega öðlaðist persónuleika
og samvisku eftir að hafa orðið
fyrir eldingu. Upphaflegu hand-
ritshöfundarnir munu vera að
vinna að nýju handriti. vij
Endurgerð á
Skammhlaupinu
Gary Brooker, söngvari Procol
Harum, hefur unnið aftur fullan
rétt á stefgjöldum fyrir lagið A
Whiter Shade Of Pale. Orgelleik-
arinn Matthew Fisher sagðist
hafa samið hina auðþekkjanlegu
orgellínu lagsins og vildi 40 pró-
sent stefgjalda af laginu. A Whi-
ter Shade Of Pale komst í fyrsta
sæti við útgáfu og var uppáhalds-
lag Johns Lennons árið 1967. re
Vinnur stef-
gjaldamál
Nýleg könnun meðal nemenda í tónlistar-
skólanum Tech Music Schools um 25 vinsælustu
gítarstef allra tíma leiðir í ljós að London er
rokkaðasta borg Englands og önnur stærsta
rokkborg heims, en fjögur stefjanna voru samin
í London og sex í Los Angeles. Óvænt þykir að
18 af 25 lögunum eru yfir 20 ára gömul og sum-
ir þeirra nemenda sem kusu ekki fæddir þegar
stefin voru samin. Niðurstöðurnar eru því sigur
klassíska rokksins. Hér má líta listann:
1. Smoke On The Water – Deep Purple
(1973), 2. Smells Like Teen Spirit – Nirvana
(1991), 3. Walk This Way – Aerosmith (1975)
4. Purple Haze – Jimi Hendrix (1967), 5.
Sweet Child O Mine – Guns N Roses (1987), 6.
Paradise City – Guns N Roses (1987), 7. Ace Of
Spades – Motorhead (1980), 8. Enter Sandman
– Metallica (1991), 9. Under The Bridge – Red
Hot Chilli Peppers (1992), 10. Welcome To The
Jungle – Guns N Roses (1987), 11. Run To The
Hills – Iron Maiden (1982), 12. Walk – Pantera
(1992), 13. Johnny Be Goode – Chuck Berry
(1958), 14. Back In Black – AC/DC (1980), 15.
Immigrant Song – Led Zeppelin (1970), 16.
Wake Up – Rage Against The Machine (1992),
17. Highway to Hell – AC/DC (1979), 18. My
Generation – The Who (1965), 19. 7 Nation
Army – The White Stripes (2003), 20. Born To
Be Wild – Steppenwolf (1968), 21. Give It Away
– Red Hot Chilli Peppers (1991), 22. Paranoid –
Black Sabbath (1970), 23. Voodoo Chile (Slight
Return) – Jimi Hendrix (1967), 24. Eye Of The
Tiger – Survivor (1982), 25. Money For Nothing
– Dire Straits (1984). heida@24stundir.is
25 vinsælustu gítarstefin kosin í breskum tónlistarskóla
Flest þeirra yfir 20 ára gömul
Getty Images
Slash gítarleikari Guns’N’Roses Hljómsveitin
á 3 lög á topp-10 yfir vinsælustu gítarstefin.