24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Robert Zoellick, forseti Alþjóða- bankans, segir nauðsynlegt að ríki heims bregðist þegar í stað við sí- hækkandi matarverði, sem leiði af sér matarskort, hungur og vannær- ingu víðs vegar um heim. Zoellick segir skortinn krefjast athygli og viðbragða stjórnmálaleiðtoga í öll- um ríkjum heims, þar sem hátt verð og óstöðugleiki muni að öll- um líkindum vara í nokkurn tíma. Margir óttast að hækkanirnar muni leiða af sér enn frekari fé- lagsleg vandamál í fátækari ríkjum heims. Gríðarleg hækkun Heimsmarkaðsverð á korni og öðrum hrávörum hefur rokið upp úr öllu valdi síðustu mánuði. Þannig hækkaði verð á hrísgrjón- um, sem er grunnfæða rúmlega þriggja milljarða jarðarbúa, um heil 42 prósent á fyrsta ársfjórð- ungi 2008, samanborið við 33 pró- sent allt síðasta ár. Stjórnvöld í Kína, Indlandi, Ví- etnam, Egyptalandi og fleiri af mestu framleiðsluríkjum heims á hrísgrjónum hafa dregið verulega úr eða lokað á allan útflutning til þess að halda niðri verðinu heima fyrir. Dregið úr matvælaaðstoð Talsmenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segja stofn- unina nú neyðast til að draga úr matvælaaðstoð sinni við Darfúr- hérað í Súdan og fleiri staði þar sem neyð ríkir, verði ekkert að gert. John Powell, yfirmaður hjá stofnuninni, segir að án frekari framlaga ríkja verði gjafirnar minni eða að þær berist færra fólki. „Við erum að ræða um fátækasta fólk í heimi. Slíkt mun hafa hrikaleg áhrif á framtíð þessa fólks, heilsu og lífsviðurværi.“ Powell segir hækkandi matar- verð í heiminum helst orsakast af hækkandi olíuverði, aukinni eftir- spurn í Kína og Indlandi, loftslags- breytingum og alþjóðlegri eftir- spurn eftir lífrænu eldsneyti. Hrísgrjón Stjórnvöld í Indlandi og fleiri löndum hafa bannað útflutning til að halda verðinu niðri heima fyrir. Matarskortur vaxandi vandi  Heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum hækkaði um 42% á fyrsta árs- fjórðungi  Forseti Alþjóðabankans kallar eftir viðbrögðum ➤ Náttúruhamfarir og aukin eft-irspurn frá Kína, Indlandi og fleiri ríkjum hefur valdið hækkandi verði á ýmsum grunnvörum. ➤ Verð á grunnvörum hefurhækkað um 80 prósent frá 2005. ➤ Alþjóðabankinn telur að fé-lagslegur óstöðugleiki muni aukast í 33 ríkjum vegna hækkandi matarverðs á næstu árum. HÆKKANDI MATARVERÐ Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir að öryggissveitir muni stöðva handtökur á liðs- mönnum Mehdi-hers sjítaklerks- ins Moqtada al-Sadr, leggi þeir niður vopn sín. Í yfirlýsingu segir Maliki að hann muni veita öllum þeim sem tóku þátt í bardög- unum í Basra í lok síðasta mán- aðar sakaruppgjöf, skili þeir vopnum sínum til yfirvalda. Maliki hótaði því fyrr í vikunni að hefja aðgerðir gegn vígum liðsmanna Mehdi-hersins í Bag- dad. Al-Sadr hefur áður sagt liðs- mönnum að hunsa boð Malikis. aí Reynir að draga úr spennu Sænskir forleifafræðingar hafa fundið gamlan víkingafjársjóð grafinn í jörð rétt norður af höf- uðborginni Stokkhólmi. 470 pen- ingar fundust við uppgröft þann 1. apríl. Að sögn forleifafræðingsins Kar- in Beckman-Thoor eru pening- arnir taldir vera 12 til 14 alda gamlir og flestir slegnir í Bagdad og Damaskus. aí Svíar finna víkingafjársjóð Réttarhöld eru nú hafin í Bret- landi yfir átta mönnum sem grun- aðir eru um að hafa haft í hyggju að sprengja farþegaflugvélar í loft upp yfir miðju Atlantshafi árið 2006. Fram kom í gær að sex mannanna hafi búið til píslarvætt- ismyndbönd, þar sem þeir óska þess að árásum rigni yfir van- trúaða. Áttmenningarnir neita allir sök í málinu. Mennirnir voru handteknir í ágúst 2006 grunaðir um að hafa ætlað að nota heimatilbúin sprengiefni í fljótandi formi í flug- vélum á leið frá Bretlandi til bandarískra og kanadískra stór- borga. Að sögn rannsökuðu menn- irnir jafnframt neðanjarðarlestar- kerfi Lundúnaborgar og orkuver sem hugsanleg skotmörk. Í kjölfar handtöku mannanna voru settar reglur sem bönnuðu flugfarþegum að vera með vökva í handfarangri um borð í flugvélum. atlii@24stundir.is Grunaðir Mennirnir voru handteknir 2006. Réttarhöld hafin í Bretlandi Framleiddu píslar- vættismyndbönd Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, segir að enginn verulegur árangur hafi náðst í viðræðum Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga NATO-ríkja í Rúmen- íu í gær. Scheffer segir viðræð- urnar þó hafa verið jákvæðar, en NATO hafði áður lýst yfir stuðningi við uppsetningu Bandaríkjahers á eldflauga- og ratsjárstöðvum í Austur- Evrópu og veitt vilyrði fyrir aðild Úkraínu og Georgíu að bandalaginu. Rússlandsstjórn hafði áður lýst sig andvíga hvoru tveggja. Að sögn álíta Rússar nú að nauðsynlegt sé fyrir þá að grípa til gagnaðgerða til að tryggja öryggi Rússlands. aí Pútín á NATO-fundi Enginn veru- legur árangur Hlutfall Bandaríkjamanna sem telja þjóð sína reiðubúna fyrir svartan forseta hefur aukist og mælist nú 76 pró- sent í nýrri könnun CNN. Könnunin sýnir jafnframt að hlutfall hvítra sem telja þjóð- ina reiðubúna fyrir svartan forseta er mun hærra en hlut- fall svarta. Þá sýnir könnunin að 63 prósent Bandaríkja- manna telji þjóðina reiðubúna fyrir kvenkyns forseta. aí Bandarísk könnun Fleiri tilbúnir fyrir svartan SAFT MÁLÞING UM ALLT LAND SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí 2008. Akureyri• Egilsstaðir• Ísafj örður• Stykkishólmur• Höfn• Nánari upplýsingar á www.saft .is Borganes• Sauðarkrókur• Vestmanneyjar• Selfoss• Reyðarfj örður• SAFT MÁLÞING ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.