24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 37 Ég man eftir einum mjög góðum 1. apríl hrekk sem Ríkisútvarpið útvarpaði fyrir mörg- um árum og heppnaðist sérstaklega vel. Hrekkurinn var á þá leið að von væri á skipi sem átti að heita Vanadísin upp Ölfusá og það átti að leggja að við þvottaplanið við brúarsporðinn á Selfossi. Þetta átti að vera fyrsta ferðin af mörgum hjá skipinu og óskað var eftir hraustum karl- mönnum í vinnu við löndun. Hrekkurinn tókst svo vel að menn komu lafmóðir ofan úr sveitum með vinnugallann í höndunum og sáu fram á aukapening og framtíðarvinnu við löndun á Vanadísinni. Ég var svo vel staddur á þessum tíma að foreldrar mínir bjuggu á hæð stutt frá staðnum þar sem skipið átti að koma að og gat því fylgst vel með fólkinu sem kom til að taka á móti skipinu. Ég og fjölskylda mín sáum að sjálfsögðu að ekkert skip var á leiðinni enda höfðum við svo gott útsýni. Það var þó heilmikill órói í þorpsbúum sem áttu von á góð- um launum fyrir daginn. Ekki vildu allir viðurkenna að þeir væru að bíða eftir skipinu en óhætt er að segja að hrekkurinn hafi tekist mjög vel. Gissur Sigurðsson fréttamaður Sveitungar mættu til vinnu í skip Ég á nokkrar minningar um árangursríkt aprílgabb en ein stendur þó alltaf upp úr. Það var þannig að ég var að æfa handbolta með KA sem unglingur og okkur stelpunum var tilkynnt á æfingu að næsta æfing yrði ekki hefðbundin heldur færum við með rútu út fyrir bæinn. Þar ætluðum við að fara í leiki og gera ýmsar æfingar. Tekið var fram að við ættum að mæta í hlýjum fötum og í góðum skóm. Þjálfararnir ætluðu að útbúa létt nesti sem við áttum að borða áður en rútan kæmi að sækja okkar aftur. Við stelp- urnar vorum að sjálfsögðu mjög ánægðar með þetta, enda alltaf gaman að breyta að- eins til og taka æfingu úti í sveit. Við mætt- um síðan á æfingu þann 1. apríl og vorum að sjálfsögðu ofsalega ánægðar með vænt- anlega rútuferð. Við héldum af stað og okk- ur var keyrt rétt út fyrir bæinn. Þegar við komum á staðinn var okkur sagt að rölta yfir hæðina og bíða þar á meðan þjálfararnir græjuðu dótið og nestið úr rútunni. Þegar við komum yfir hæðina sáum við stórt skilti sem á stóð 1. apríl og í því heyrðum við rút- una keyra í burtu. Við þurftum að sjálfsögðu að labba heim og vorum hundfúlar alla leið- ina. Kristín K fatahönnuður Handboltaliðið labbaði úr sveit Ég hef sem fjölmiðlamaður heyrt af mörgum hrekkjum en þeir eru oft á þá leið að auglýst er ódýrt áfengi, bensín eða eitthvert annað tilboð sem allir stökkva spenntir á. Einn skemmtilegasti hrekkur sem ég hef heyrt um var í útvarpinu hjá Stefáni Jónssyni og fé- lögum. Þeir tilkynntu þjóðinni að von væri á bát upp Ölfusá og þeir gerðu ráð fyrir því að fólk myndi mæta spennt á staðinn til þess að taka á móti skipinu. Stefán vissi þó ekki að verið var að prufusigla fyrsta svifnökkvanum í nágrenninu og ákveðið hafði verið að sigla honum upp ána. Aprílgabbið var því ekkert gabb þegar á reyndi því þeir sem mættu á staðinn sáu að sjálfsögðu svifnökkvann sigla upp ána og voru hæstánægðir með það. Það var mjög gaman að verða vitni að því þegar gabbið rættist. Ég man líka eftir því þegar áfengisverslun í Nýborg auglýsti útsölu á áfengum drykkjum. Þangað mættu að sjálf- sögðu margir spenntir borgarbúar til að kaupa ódýrt áfengi. Það má búast við því að þeir hafi farið mjög svekktir heim. Bílaútsal- an er mér einnig minnisstæð en hún átti að fara fram í sandgryfju. Stór hópur fólks mætti á svæðið en engir bílar. Kári Jónasson, fyrrverandi ritstjóri Aprílgabbið sem rættist fyndnast Ég man eftir einum sérstaklega grimmum hrekk sem mamma varð fyrir barðinu á. Það var þannig að hún hafði bannað mér að fara á einhverja skemmtun sem skipti mig mjög miklu máli og ég var auðvitað bálreiður, enda 15 ára gamall og fullur af mótþróa. Ég ákvað að hefna mín á henni með því að skrifa sjálfsmorðsbréf sem ég skildi eftir í eldhúsinu. Í bréfinu sagðist ég vera búinn að gefast upp og baðst afsökunar á því hvað ég væri búinn að vera erfiður. Ég fylgdist með mömmu lesa bréfið og gaf mig fram áður en innihaldið náði að síast almennilega inn hjá henni. Ég hafði þó nægilega mikið vit til þess að láta hana ekki trúa því lengi að sonur hennar væri dáinn þrátt fyrir að ég hafi greinilega verið með mjög grimmdarlegan húmor á þessum árum. Mér finnst alveg skelfilegt að hugsa til þess núna hvað ég var kærulaus í hennar garð en á þessum tíma fannst mér þetta fyndið. Ég var líka nógu fúll við hana til þess að finnast þetta gott á hana. Hún fyrirgaf mér sem betur fer og ég hef aldrei hrekkt hana aftur á jafn illgjarnan hátt. Teddy Owolabi tónlistarmaður Hefndi mín illilega á mömmu gömlu Ég hef ekki lagt í vana minn að hrekkja fólk 1. apríl, enda man ég sjaldnast eftir deginum fyrr en hann er liðinn. Ég er engu að síður mikill hrekkjalómur og vinir mínir fá að finna fyrir því allan ársins hring. Oftast er nú um ómerkilega hrekki og litlar lygar að ræða en ég var sérstaklega dug- leg við þetta þegar ég var yngri. Ég man til dæmis eftir því að hafa logið að besta vini mínu að millinafn mitt væri Ingi- björg en ég skammaðist mín svo mikið fyrir það að ég vildi ekki að neinn vissi það. Hann túði þessu að sjálfsögðu og hló mikið að því hvað ég væri viðkvæm fyrir nafninu. Hann komst þó að því sanna daginn eftir. Ég gerði mér líka einu sinni upp mikið til- finningauppnám til að sannfæra kunningja að hann hefði giskað á kennitöluna mína. Það er auðvitað vonlaust mál en ég þóttist vera svakalega hissa yfir þessum mögnuðu gisk-hæfileikum. Ég er líka sérstaklega trúgjörn og fell yfirleitt fyrir öllum smálygum sem mér eru sagðar. Það er nú frekar undarlegt þegar tekið er til- lit til þess hvað ég er lygin sjálf en ég fæ þetta margfalt til baka. Ester Bíbi Ásgeirs- dóttir tónlistarmaður Lýg stöðugt allan ársins hring Hvert er minnisstæðasta aprílgabbið? Fyrsti apríl er nýliðinn og eflaust eru þeir margir sem létu plata sig eins og venjan er. Fjölmiðlarnir voru uppfullir af gabb- fréttum um ódýrt bensín, ókeypis kvikmyndaáhorf og berbrjósta konur í sundlaugum. Hrekkirnir eru misstórir en oft er aðeins um litlar, hvítar lygar að ræða. Aðrir leggja þó meira á sig og heyrst hefur af hrekkjalómum sem lögðu á sig margra daga eða vikna vinnu til að ná sem bestum árangri. Nokkrir viðmælendur tjá sig hér um eftirminnilegasta gabbið. LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@24stundir.is a Þegar við komum yfir hæðina sáum við stórt skilti sem á stóð 1. apríl og í því heyrðum við rútuna keyra í burtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.