24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2008 Heilsuvernd á tímum loftslagsbreytinga Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er að venju haldinn 7. apríl ár hvert í aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO). Einkunnarorð dagsins í ár eru Heilsuvernd á tímum loftslagsbreytinga (Protecting Health from Climate Change). Markmiðið er að beina athyglinni að áhrifum loftslagsbreytinga á heilsufar í heiminum og búa aðildarríkin betur undir að mæta þeim ógnunum sem þær kunna að hafa í för með sér á komandi tímum. Á þessari öld er því spáð að meðalhiti á jörðinni geti hækkað um 1-3,5°C vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Þessi hita- breyting er mun meiri en náttúrulegar breytingar sem orðið hafa á loftslagi síðustu þúsund árin. Þessar breytingar og ýmislegt annað í umhverfinu munu áreiðanlega hafa áhrif á heilsufar fólks víða um heim. Spádómar varðandi Ísland gera ráð fyrir að áhrifin á heilsufar þjóðarinnar verði með minna móti. Ýmislegt bendir þó til þess að heilbrigðis- kerfið verði að vera tilbúið að mæta aukningu ákveðinna heilsufarsvandamála á komandi áratugum, svo sem frjó- kornaofnæmi og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Fundur mánudaginn 7. apríl í Norræna húsinu kl. 15:00 - 16:40 Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, stjórnsýslufræðingur. 15:00 - 15:10 Ávarp Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. 15:10 - 15:30 Áhrif hlýnunar andrúmsloftsins á heilsufar í heiminum. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir 15:30 - 15:50 Veðurfarsbreytingar og lýðheilsa á norðurslóðum. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar 15:50 - 16:10 „Loftsgæði og heilsa – niðurstöður úr Evrópukönnuninni“ Þórarinn Gíslason, prófessor og yfirlæknir 16:10 - 16:40 Umræður og fyrirspurnir. Auk fyrir- lesara: Sigurður Guðmundsson, landlækn- ir, Kristín Erla Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Mannfræðistofnunar HÍ, og Eyþór Hreinn Björnsson, sérfræðingur. 16:40 Dagskrárlok Í gær heyrði ég í útvarpinu að nú hefðu ferðaþjónustufrömuðir bæst í hóp þeirra sem vildu ganga í Evrópusambandið – eða öllu heldur taka upp evruna. Það er hin trausta mynt sem er aðal- keppikefli flestra og þar sem lítill vafi er á að það sé út í hött að við getum tekið upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið, þá sætta æ fleiri sig við að inn í þetta samband verðum við að fara. Einn karl í Seðlabankanum Ég veit um ósköp fáa núorðið sem vilja halda í íslensku krón- una; þennan hálfdanska ræfil sem er ekki bara óbrúklegur í nútíma- viðskiptum, heldur beinlínis hættulegur. Kannski einn og einn karl í Seðlabankanum. Öllu fleiri eru það nú ekki. Íslenskir útvegsmenn halda því enn fram að það sé varasamt að ganga í Evrópusambandið af því að þá missum við yfirráð yfir fiskimiðunum; eiginlega allir aðr- ir meta þá hættu sem hverfandi litla eður enga. Svo eftir hverju bíðum við? Þarf fleiri dýfur í peningamálum okkar áður en við druslumst til að sækja um aðild að þessum evrópska klúbb? Nei, það er einfalt – við bíðum eftir Sjálfstæðisflokknum. Af því að á valdatíma Davíðs Oddssonar varð það trúaratriði í Sjálfstæðisflokknum að utan Evr- ópusambandsins skyldum við standa. Land, þjóð og tunga – króna sönn og ein! Og hinn húsbóndaholli flokkur hristi höfuðið í takt við foringja sinn – nei, ónei, inn í Evrópusam- bandið skulum við aldrei fara! Land, þjóð og tunga – króna sönn og ein! Nú eru nokkur ár að verða síð- an Davíð fór frá og undur hægt er Sjálfstæðisflokkurinn að losa sig úr viðjum Evrópusambandsfóbí- unnar. Við vitum öll að innan flokksins er alveg áreiðanlega meirihluti fyrir því að ganga í sambandið og taka upp evruna en það virðist samt ganga undarlega seint fyrir flokkinn að snúa við blaðinu. Og afleiðingin er meðal annars þessi þreytandi öldudalur sem við erum nú stödd í í pen- ingamálum og er mun dýpri en hann þyrfti að vera ef við hefðum verið búin að kasta í glatkistuna hinni asnalegu og þjóðhættulegu krónu. Af hverju þarf mörg misseri í viðbót áður en Sjálfstæðisflokk- urinn þorir að koma út úr skápn- um og viðurkenna að okkur beri að stefna að evru og Evrópusam- bandi? Af hverju þarf að draga þetta í óratíma, bara svo sjálfstæð- ismönnum finnist þeir ekki tapa andlitinu með því að skipta um skoðun of snögglega. En meðan þeir tapa ekki andlit- inu þá töpum við peningum. Mara hvílir á þjóðinni Eða óttast þeir enn að hringt verði í þá úr Svörtuloftum ef þeir reynast of opinskáir stuðnings- menn evrunnar og talað til þeirra hryssingslegri röddu? Hvað á sú mara að hvíla lengi á þjóðinni? Hvenær ætla sjálf- stæðismenn að sýna að þeir beri nafn með rentu, og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir án þess að líta flóttalega um öxl til að vita hvort þeir séu nokkuð að ganga á svig við vilja gamla foringjans? Eins og hans ráð hafi reynst ýkja merkileg upp á síðkastið! Nei, Geir Haarde ætti að taka strax til óspilltra málanna. Ef hann ætlar ekki að sitja uppi með þá ímynd að hann hafi þurft að láta ýta sér til verka, þegar við sækjum loks um aðild að Evr- ópusambandinu, þá ætti að móta nú þegar nýja stefnu Sjálfstæð- isflokksins í Evrópumálum. Lýsa því að við skulum sækja um aðild við fyrsta mögulega tækifærið. Ef ekki kemur neitt nógu vænlegt út úr aðildarvið- ræðum, þá fellum við bara aðild- ina í þjóðaratkvæðagreiðslu. En það er altént ekki eftir neinu að bíða. Víst þurfum við að taka svolítið til hér heima hjá okkur áður en aðild kemur til greina, en ósk um tafarlausar að- ildarviðræður yrði strax jákvætt skref. Millibilsformaður? Í almáttugs bænum, þurfum við að bíða enn meira tjón af ónýtri krónu, ónýtum Seðlabanka og stöðugu flökti í hagkerfinu áð- ur en við gerum það sem allir vita að er það eina rétta í stöð- unni? Bara til að styggja ekki einn mann? Ef Geir Haarde tekur þetta frumkvæði mun vegur hans í sögubókum framtíðarinnar vaxa stórkostlega, því get ég lofað honum. Ef hann hummar og ha- ar þangað til annað fólk beinlínis hrindir honum af stað verður hann aldrei annað en millibils- formaður í Sjálfstæðisflokknum. Hans er völin. Okkar kvölin. Geirs er völin, okkar kvölin aIllugi Jökulsson skrifar um Evrópu-sambandið Ef Geir Haarde tekur þetta frumkvæði mun vegur hans í sögu- bókum fram- tíðarinnar vaxa stór- kostlega, því get ég lofað honum. Geir Haarde „Við vitum öll að innan flokksins er alveg áreiðanlega meirihluti fyrir því að ganga í sambandið og taka upp evruna.“ 24stundir/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.