24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Bæði almenningur og starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins, sem ákvarða réttindi og afgreiða bætur, telja að tryggingasvik séu umfangs- mikil og að auðvelt sé að fá hærri greiðslur en menn eiga rétt á. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var á Norðurlandaráðstefnu um trygg- ingasvik sem haldin var í Stokk- hólmi í gær. „Manni bregður við það hversu stórt hlutfall starfsmanna álítur að svikin séu umfangsmikil, “ segir Gunnar Andersen, forstöðumaður eftirlits Tryggingastofnunar. Gunnar, sem þátt tók í ráðstefn- unni í Stokkhólmi, segir þetta í fyrsta skipti sem Norðurlönd vinna saman að því að reyna að meta um- fang tryggingasvika í öllum löndun- um og viðhorf almennings til þeirra. Íslenskt líkan Á ráðstefnunni var kynnt líkan sem Einar Guðbjartsson, dósent við Háskóla Íslands, þróaði að beiðni þróunarsviðs TR. Líkanið metur kostnaðarvirkni ýmissa eftirlitsað- gerða en hér á landi var fyrst stofn- uð eftirlitsdeild um mitt ár 2005. „Það er verið að byggja upp grunn hér en við sjáum öll sömu afbrigðin og eru annars staðar á Norðurlönd- unum,“ tekur Gunnar fram. Hundraða milljóna svik Heildarfjárhæðin sem Trygginga- stofnun ríkisins greiðir út á ári nem- ur um 70 milljörðum, að sögn Gunnars. „Það má reikna með að bóta- og tryggingasvikin hér á landi skipti hundruðum milljóna króna þegar allt er tekið saman, bæði vegna lífeyris og starfsmanna á heil- brigðissviði. Við erum ekkert öðru- vísi en aðrar þjóðir þótt bótaflokk- arnir séu aðeins öðruvísi. Tíðnin og afbrigðin eru samskonar. Það er til dæmis alls staðar vesen með þá sem þykjast vera einstæðir foreldrar en eru það ekki. Þetta er vinsæl leið í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.“ Gunnar tekur það fram að upphæð- irnar kunni í vissum tilfellum að vera lægri á Íslandi. „Í Noregi er til dæmis vinsælasti svikaflokkurinn sjúkradagpeningar en þeir eru 100 prósent af launum í heilt ár. Hér er hlutfallið lægra.“ Meira umburðarlyndi hér Í skýrslunni, sem kynnt var í Stokkhólmi í gær, kemur fram að al- mennt líti starfsmenn trygginga- stofnana og almenningur á Norð- urlöndum tryggingasvik alvarlegum augum. Þess er þó getið að í Svíþjóð, í Noregi og á Íslandi sé umburð- arlyndið í vissum tilfellum mjög mikið. Um helmingi aðspurðra finnst það ekki alvarlegt að taka út aukaveikindafrí þótt maður sé frísk- ur eða að vera heima vegna veiks barns þótt barnið sé frískt. Íslenskir starfsmenn sem ákvarða réttindi og greiða út bætur hafa jafnframt meira umburðarlyndi en starfs- menn annars staðar á Norðurlönd- unum. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Hundraða milljóna svik  Starfsmenn TR telja tryggingasvik mikil  Ákveðið umburðar- lyndi gagnvart því að þykjast vera veikur eða heima yfir barni ➤ Sænskri nefnd var falið aðgera samanburð á eftirliti með tryggingagreiðslum á Norðurlöndum sem í fyrsta sinn vinna saman að því að meta umfang tryggingasvika. ➤ Viðhorfskönnun meðal al-mennings á Íslandi gerði Capacent. Af 1.200 manna úr- taki svöruðu 797. Starfsmenn sem sjá um greiðslur tóku einnig þátt í könnuninni. NORRÆN SAMVINNA 24stundir/Árni Torfason Tryggingastofnun Tryggingasvik eru talin fara vaxandi, bæði meðal almennings og fagaðila. „Borgaryfirvöld virðast ekki nægilega vel í stakk búin til að kljást við sveitamálin, þeir eiga nógu erfitt með 101 og gleyma að það eru líka umhverfismál í sveit- inni og þau þurfa að vera til fyr- irmyndar líka,“ segir Símon Þor- leifsson formaður íbúasamtaka Kjalarness. Hann segir kajakræðara hafa kvartað mjög undan blóðlitum sjó þar sem þeir hafa róið nálægt Kjal- arnesi. „Það er bara ein ástæða fyrir blóðlitum sjónum, það kemur úr- gangur frá svínabúinu,“ segir hann og bætir „Mér skilst það hafi verið vandamál að fuglager sótti í stað- inn en í stað þess að laga þetta voru settar upp hljóðbyssur.“ Símon segir einnig töluvert vanta uppá að svína- og kjúklinga- bændur á Kjalarnesi fari að settum reglum um hvernig þeir megi losa sig við úrgang. Honum megi ekki dreifa á frosna jörð og nokkuð hafi borið á því að skít sé dreift alltof nálægt íbúðarhúsum. „Við erum líka með lausnir. Við erum með skógrækt og viljum gjarnan fá allan áburð þangað, það er langt frá íbúabyggð og við vilj- um leysa þetta í sátt og samlyndi og samvinnu við bændurna, ég held að það hljóti að takast,“ segir hann. Símon segir íbúasamtökin nú vinna að umhverfisskýrslu um svæðið en þeim finnist að borgin hefði átt að sýna frumkvæði þar. „Við viljum að þetta sé til fyrir- myndar því auðvitað erum við stolt af framleiðsluni hérna uppfrá. En þegar við erum að borga þetta háa verð fyrir kjúkling og svín þá er það minnsta sem við höfum rétt á að þetta sé framleitt við bestu fáanlegu aðstæður alveg eins og lambakjötið okkar,“ segir Símon. „Þá vil ég frekar fá kjúkling frá Danmörku og halda menguninni þar. Hann er þar að auki ódýrari.“ fifa@24stundir.is Íbúasamtök Kjalarness óánægð með úrgang frá matvælaframleiðslu Bátar í blóðpolli við Kjalarnes Svín Íbúar Kjalarness eru ósáttir. Talsverð ölvun var á tveimur böllum í framhaldsskólum í Reykjavík í fyrrakvöld að sögn lögreglu. Hringt var í foreldra og forráðamenn allmargra ungmenna undir 18 ára aldri og þeim gert að sækja börn sín. Nokkrir voru færðir á lögreglustöð. Að sögn lögreglu var ástandið sýnu verra í öðr- um skólanna og var skemmtuninni því slit- ið fyrr en til stóð. Fyllirí í framhaldsskólum www.triumph.is Krossgötur ehf 170 fm verslunarhús til sölu við Miðvang í Hafnarfirði. Eign með mikla möguleika og góð áhvílandi langtíma lán í er- lendri myntkörfu yen/fr.franki. Verslunarhúsnæðið er í Mið- vangi 41 við hliðina á Sam- kaupsverslun. Innréttað sem söluturn og videoleiga ásamt öllum innréttingum og tækjum. Flott húsnæði með kerfislofti og flísalögð- um gólfum. Loftræstikerfi, flott lýsing. WC, eldhús, lager, skrifstofa og salur. Góðir gluggar á framhlið. Verðhugmynd á allan pakkan er kr. 45 millj. áhv. lán ca 27 millj. Hafið samband við Jóhannes í s. 615 1226. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík 170 fm verslunarhúsnæði Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest 8. maí frá kr. 49.990 Frábær 4 nátta ferð um Hvítasunnu! Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Vorið er frábær tími til að heimsækja borgina. Tíminn í þessari ferð nýtist einkar vel þar sem flogið er út í beinu morgun- flugi en heim seint að kvöldi annars í Hvítasunnu. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Verð kr. 49.990 - *** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Tulip Inn *** með morgun- mat. Aukalega kr. 4.000 ef gist er á Hotel Mercure Duna ***. Verð kr. 59.990 - **** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Atrium **** með morgunmat. M bl 9 89 89 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.