24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð
veðrið þegar ég horfði á Kastljós
áðan, hvar Sigmar fékk Hannes
Gissurarson í viðtal vegna
áminningar háskólarekstors. […]
Mér líkar ágætlega við ný-
Hannesinn. Ég hugsa að það sé
miklu meira að marka hann en
forverann.
Friðrik Þór Guðmundsson
lillo.blog.is
Skil ekki hvers vegna Hannes get-
ur ekki bara gefið enskum dóm-
stólum fokkmerki og minnt þá á
að hann sé íslenskur ríkisborgari
[...]. Finnst engum öðrum það
undarlegt [...] algjörlega burtséð
frá því hvort fólk fílar Hannes
Hólmstein eða þolir hann ekki?
Ágúst Borgþórsson
agust.eyjan.is
Skammastín, Hannes, að stela frá
honum Laxness. Skamm, skamm,
skamm. Ef þú gerir þetta einu
sinni enn færðu sko áminningu,
karlinn minn. Svo skaltu hunsk-
ast upp í RÚV og fara þangað í
tilfinningahlaðið drottning-
arviðtal, vera smásorrí, en samt
smákjaftfor.
Jenný Anna Baldursdóttir
jenfo.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Bakraddirnar eru stórskotalið ís-
lenskra bakraddasöngvara; Hera
Björk, Guðrún Gunnars, Pétur
Örn og Grétar Örvarsson,“ segir
Páll Óskar Hjálmtýsson, sérstakur
ráðunautur Eurobandsins fyrir
Evróvisjón-keppnina í Belgrad í
Maí.
Mikil læti hafa verið í kringum
Eurobandið frá því að 24 stundir
sögðu frá því að dönsurunum fjór-
um í atriðinu hefði verið sparkað
fyrir fjóra bakraddasöngvara.
Dansararnir voru ósáttir og sögðu
mikilli vinnu fórnað. En Páll Óskar
er hvergi banginn og segir atriðið
annað og betra nú þegar bakradd-
irnar hljóma undir söng Friðriks
Ómars og Regínu Óskar. Hann
undirstrikar þó að lagið hvíli að
mestu á þeirra herðum. „Friðrik
Ómar og Regína Ósk eru í for-
grunni. Lagið er í réttum höndum
– í þeirra börkum.“
Atriðinu ekki breytt aftur
„Við prófuðum bæði að vera
með dansara og svo bakradda-
söngvara til samanburðar, segir
Páll Óskar um ákvörðunina sem lá
að baki þegar dönsurunum var
skipt út fyrir bakraddir.
„Fyrsta prufan með bak-
raddasöngvurum hafði
mikil áhrif á mig og Ör-
lyg Smára, sem erum að
semja Lagið. Það gerðist
eitthvað. Við treystum því
að þetta sé besta útfærsl-
an á atriðinu – héðan í
frá verður því ekki
breytt.“
Sögusagnir
hafa verið á
kreiki um
að fjöl-
margir
söngv-
arar
hafi
verið
kall-
aðir í áheyrnarprufur fyrir
Eurobandið. Spurður út í það
segist Páll Óskar alls ekki
vilja gefa upp hversu margir
voru prófaðir. „Það er
leyndó,“ segir hann, og bætir
við að hópurinn hafi fengið
bakraddirnar sem hann
óskaði sér. „...Þau
stóðust prófið
með þvílíkri
sæmd.“
Umdeildustu bakraddastöður landsins hafa verið fylltar
Landslið bakradda
fylgir Eurobandinu
Eurobandið hefur valið
bakraddirnar sem fylla
skarð dansaranna sem
var sparkað úr atriðinu í
síðustu viku. Páll Óskar
er gríðarlega ánægður
með útkomuna.
Með bakröddum Einhvern
veginn svona gæti atriði Euro-
bandsins litið út í Belgrad.
Sáttur Páll Óskar er
sáttur við bakraddirnar.
HEYRST HEFUR …
Það vekur jafnan mikla athygli þegar sjónvarpsmað-
urinn Logi Bergman Eiðsson breytir útliti sínu.
Allt ætlaði um koll að keyra þegar hann safnaði
skeggi um árið og gleraugun hans komust í frétt-
irnar fyrir skömmu. Í fréttatímanum á fimmtudags-
kvöld virtist Logi vera með nýlitað hár, biksvart að
sjálfsögðu, sem veltir upp spurningunni hvort karl-
inn hafi áhyggjur af einstaka gráu hári … afb
24 stundir sögðu frá því í gær að Þórunn Elva Þor-
valdsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson
hefðu tekið að sér hlutverk í nýrri sakamálaþáttaröð
Óskars Jónassonar sem sýnd verður á RÚV. Nú ber-
ast þær fréttir að ung og efnileg dóttir Atla Rafns
Sigurðarsonar og Brynhildar Guðjónsdóttur hafi
tekið að sér hlutverk í þáttunum, en hún ætti ekki
að þurfa að sækja hæfileika sína langt. afb
Gaukur á Stöng er óðum að breytast í dansklúbb-
inn Tunglið. Kiddi Bigfoot, eigandi staðarins, áætl-
ar að opna nýjan og breyttan stað 11. apríl, viku
seinna en áætlað var. Breytingum á staðnum ku
miða vel en þær eru mun viðameiri en gert var ráð
fyrir í upphafi. Kiddi hefur lofað því að einvala lið
plötusnúða, innlendra sem erlendra, verði á opn-
unarhátíð Tunglsins. afb
„Þetta eru stórkostlegar laga-
smíðar og þvílíkur söngvari! Mér
hefur alltaf fundist Freddy [Merc-
ury] góður, en hann er miklu betri
en ég hélt,“ segir Magni Ásgeirs-
son.
Æfingar fyrir Queen-söng-
skemmtun Kórs Fjölbrautaskóla
Suðurlands eru komnar á fullt, en
eins og kom fram í 24 stundum
bregður Magni sér í hlutverk Fred-
dys Mercurys. Söngskemmtunin
verður haldin á Selfossi í maí.
Spurður hvernig það er að
bregða sér í hlutverk Freddys segir
Magni það hægara sagt en gert.
„Söngurinn er hrikalega hátt
uppi,“ segir hann. „Þetta eru mest
krefjandi tónleikar sem hægt er að
taka sér fyrir hendur.“
Magni er ekki ennþá byrjaður að
safna mottunni sem hann sagðist í
viðtali við 24 stundir fyrir nokkr-
um vikum ætla að safna. „Það er
meira en mánuður í tónleikana, ég
ætla ekki að fara að ganga um með
mottu allan daginn. Ég þarf að
koma fram annars staðar líka,“
segir Magni og hlær. „Ég næ aldrei
jafn vígalegri mottu og Freddy,
hann masteraði mottuna. Ég ætla
að reyna, en ég held að ég sé ekki
með nógu mikinn skeggvöxt.“
atli@24stundir.is
Magni æfir Queen-lögin með kór FSu
Byrjar seinna að
safna mottunni
Innlifun Magni á æfingu
með kór FSu í vikunni.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
9 2 5 1 8 6 7 4 3
7 6 4 9 3 5 1 2 8
3 8 1 2 4 7 5 9 6
5 9 7 3 1 2 8 6 4
4 1 2 5 6 8 9 3 7
6 3 8 4 7 9 2 1 5
8 4 6 7 9 1 3 5 2
1 5 3 8 2 4 6 7 9
2 7 9 6 5 3 4 8 1
Hver skaut tálbeituna?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Já, eða bara almenn
skynsemi.
Hefði kvenlegt innsæi stöðvað stúkubruðlið?
Mikið hefur verið deilt á KSÍ vegna þess hve bygging
nýrrar stúku á Laugardalsvelli fór langt fram úr kostn-
aðaráætlun. Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram sem for-
maður KSÍ á síðasta ári en bar ekki sigur úr býtum.
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Úrval af
gallabuxum og kvartbuxum