24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam 9 Alicante 20 Barcelona 19 Berlín 7 Las Palmas 25 Dublin 7 Frankfurt 9 Glasgow 7 Brussel 9 Hamborg 10 Helsinki 8 Kaupmannahöfn 6 London 10 Madrid 12 Mílanó 12 Montreal 4 Lúxemborg 5 New York 6 Nuuk -7 Orlando 19 Osló 5 Genf 1 París 8 Mallorca 20 Stokkhólmur 3 Þórshöfn 3 Norðaustan 13-20 m/s á Vestfjörðum, en annars 5-13 m/s. Él norðantil, en úrkomulítið syðra. Frost 0 til 5 stig norðantil, en annars hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG 2 1 -2 -1 -1 Él norðantil Norðaustan 8-15 m/s og ofankoma norðan- og austanlands, en bjart suðvestantil. Víða vægt frost, en frostlaust við sjávarsíðuna. VEÐRIÐ Á MORGUN 3 3 -2 0 2 Bjart suðvestantil Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók í samvinnu við tollgæsluna tví- tugan mann með rúmlega 3 kíló af amfetamíni í tösku sinni, að því er greint var frá á visir.is. Maðurinn, sem var að koma frá París og var úrskurðaður í þriggja vikna gæslu- varðhald, er sjötti maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Suðurnesj- um grunaður um mikið fíkniefna- smygl. Haft er eftir Jóhanni Benedikts- syni, lögreglustjóra á Suðurnesj- um, að verið sé að rannsaka fjögur umfangsmikil mál í náinni sam- vinnu við lögregluna á höfuðborg- arsvæðinu. Jóhann lagði áherslu á mikilvægi samstarfs lögreglu og tollgæslu en hugmyndir eru uppi um að aðskilja lögreglu og tollgæslu á Suð- urnesjum. ibs Tvítugur maður gripinn við komuna frá París 3 kg af amfetamíni Fíkniefni Nokkur umfangsmikil mál eru til rannsóknar. Halldóra Friðjónsdóttir sæk- ist ekki eftir endurkjöri í embætti formanns BHM eftir að aðalfundi félagsins í síð- ustu viku var frestað. „Ég hafði ætlað mér að vera í ár í viðbót en á aðalfundinum voru gerðar tillögur um breytingar á rekstri og mér finnst eðlilegt að ég víki. Mér finnst þetta bera vott um van- traust á mig og heppilegra að kjósa annan formann.“ Halldóra hættir formennsku BHM Eftir Auði Alfífu Ketilsdótt- urfifa@24stundir.is „Hingað koma allar mögulegar konur, ungar konur og eldri, konur af öllum þjóðfélagsstigum, háar og lágar en þær eiga það allar sameig- inlegt að vera alkóhólistar,“ segir Edda Guðmundsdóttir, forstöðu- kona Dyngjunnar. „Þær eru að breyta um lífsstíl og gera það í vernduðu húsnæði. Það hvetur þær áfram að þær eru allar á sömu leið, allar að ná bata til að halda niðri króníska sjúkdómnum alkóhólisma,“ segir hún. „Það skiptir öllu máli að geta staldrað svona við og bara hugsað sinn gang.“ Neyslulífsstíll óábyrgur Jafnframt því að búa í Dyngj- unni eru konurnar í göngudeild- armeðferð og mæta á AA-fundi. Þær velja sjálfar að koma í Dyngj- unna, þangað er enginn skikkaður segir Edda. „Til að halda þessum sjúkdómi niðri þarf maður að æfa sig og hafa hlutina kannski aðeins öðruvísi, skipta um lífsstíl og jafnvel um vinahóp,“ segir hún og bætir við: „Alkóhólisma er haldið niðri með því að fara á fundi, vera heiðarleg- ur og huga að grunnþörfum.“ Hún segir neyslutengdan lífsstíl allt öðruvísi en neyslulausan. „Neyslutengdur lífsstíll er óábyrg- ur, það getur enginn verið ábyrgur orða sinna og gerða sem er vímað- ur eða drukkinn,“ segir Edda og bætir við: „Sjálfsvirðingin fer niður þegar maður er ekki samkvæmur sjálfum sér og er ekki sú manneskja sem maður vill vera. Þegar maður er farinn að geta breytt og verið samkvæmur sjálfum sér kemur hún aftur og allt verður þægilegra í kringum mann.“ Lifa hamingjusamar úti í bæ Að sögn Eddu hefur ekki verið gerð rannsókn á árangri áfanga- heimilisins. „Við verðum kannski meira varar við þær sem falla og þurfa að koma aftur. En það er góður árangur, konur sem hafa verið lengi edrú koma oft í heim- sókn, sýna sig og sjá aðrar. Svo eru sumar sem bara ná bata, breyta um lífsstíl og lifa hamingjusamar ein- hvers staðar úti í bæ.“ „Lifa hamingju- samar úti í bæ“  Konur í neyslu hafa í tuttugu ár fengið aðstoð í Dyngjunni Dyngjan Áfanga- heimilið fagnar nú 20 ára afmæli sínu. ➤ Áfangaheimilið Dyngjanfagnar í dag 20 ára afmæli sínu. ➤ Alls er pláss þar fyrir 14 konurí einu. ➤ 860 konur hafa dvalið íDyngjunni í lengri eða skemmri tíma. DYNGJAN Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Karlmaður lést í umferðarslysi á Eyrarbakkavegi í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sel- fossi varð slysið með þeim hætti að jepplingi var ekið af hliðarvegi inn á Eyrarbakkaveg þar sem hann lenti í árekstri við vörubíl. Ökumaður jepplingsins festist í flakinu og þurfti að beita klipp- um til að ná honum út. Hann var þá látinn og báru lífgunartilraun- ir ekki árangur. Ökumaður vöru- bílsins er ómeiddur en honum var veitt áfallahjálp. Lögreglan biður vitni að árekstr- inum að hafa samband við lög- reglu í síma 480 1010. Banaslys á Eyrarbakkavegi Fíkniefni fundust við húsleit í vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Talið er að um sé að ræða 200 g af marijúana, 40 g af amfetamíni og 300 skammta af LSD. Karl um fertugt og kona á þrítugsaldri voru handtekin vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. Í framhaldinu var farið í hús annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en þar fundust neysluskammtar af fíkniefnum sömu tegundar og áður er getið. mbl.is Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað Sturlu Jónsson, tals- mann flutningabílstjóra, til skýrslutöku í dag vegna mót- mælaaðgerða sem bílstjórarnir hafa staðið fyrir undanfarna daga. Hann sagðist ekki vita með vissu hvað lögreglan vildi vita en þetta virtist sýna að það væri hættulegt að mótmæla hér á landi. mbl.is Sturla boðaður í skýrslutöku garð í sveitarfélaginu, um að ekki yrði rætt við aðra aðila um upp- byggingu áltengdrar starfsemi í sveitarfélaginu. Trausti tekur það fram að hann treysti sér ekki til að fullyrða um umrætt mál vegna skorts á upplýsingum og því séu svör hans á almennum nótum. „Svigrúm sveitarfélaga til fyrir- greiðslu til einhverra fyrirtækja umfram önnur er að vissu leyti takmarkað, til dæmis af jafnræð- isreglunni og ákvæðum samkeppn- islaga,“ segir Trausti aðspurður um það hvaða reglur gildi um slíka einkaréttarsamninga. „Sveitarfélög þurfa því að stíga varlega til jarðar þegar þau gefa til dæmis út yfirlýs- „Þó svo að ákveðinn gerningur sveitarfélags yrði ekki talinn bind- andi, til dæmis vegna þess að hann hefði ekki verið samþykktur af bærum aðila innan stjórnkerfis þess, þá útilokar það ekki bóta- skyldu sveitarfélags vegna slíkra annmarka,“ segir Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og sérfræð- ingur í sveitarstjórnarrétti. 24 stundir fjölluðu um það á forsíðu 1. apríl síðastliðinn að sveitarfélagið Ölfus ætti yfir höfði sér málsókn vegna meintra van- efnda á einkaréttarsamningi sem bæjarstjórinn gerði án samþykkis bæjarstjórnar við félagið Arctus, sem hugðist byggja upp áltækni- ingar um að þau skuldbindi sig til að veita ekki samkeppnisaðilum tiltekinna fyrirtækja lóðir eða ann- að sem eftirsókn kann að vera eft- ir,“ bætir hann við. elias@24stundir.is Trausti Fannar Valsson, sérfræðingur í sveitarstjórnarrétti Ölfus gæti orðið bótaskylt Svifryksmælirinn á horni Tryggvabrautar og Glerárgötu á Akureyri hefur verið bilaður í um þrjár vikur. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra, segir umræddan mæli áður hafa verið til vandræða, en vonaðist til að mælirinn myndi komast í gagnið á ný í gær. „Það er náttúrlega vont að mælingar vanti þessa daga, á sama tíma og menn eru enn á nagladekkjum.“ Hann segir Akureyringa þó horfa fram á bjartari tíma þar sem bærinn vinni að því að kaupa annan mæli sem hugs- anlega kemst í gagnið í maí. aí Bilun í svifryksmæli

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.