24 stundir - 09.04.2008, Side 12

24 stundir - 09.04.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir „Um er að ræða uppskiptingu Baugs í þrjú félög,“ segir Þórdís Sigurðardóttir sem verður forstjóri hins nýstofnaða Stoðir Invest. Hún var áður framkvæmdastjóri fjöl- miðla- og tæknisviðs Baugs. Þórdís segir þó engar breytingar í aðsigi fyrir þau félög sem færast munu inn í Stoðir. „Þetta eru sömu eignir og ég er að stýra í dag inni í Baugi sem fara inn í Stoðir Invest, sem verður systurfélag Baugs. Það eru sömu eigendur sem eiga það og eignarhlutur Stoða í þessum fé- lögum sem færast til verður sá sami og Baugur á í dag.“ Eiríkur S. Jóhannsson verður forstjóri Styrks Invest, en eign Baugs í FL Group verður færð inn í það félag. Hann var áður fram- kvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Baugs og situr þegar í stjórn FL Group. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um breytingar á stefnu félagsins. „Við skrifum upp á þá stefnu sem FL Group fylgir í dag. Það er að einbeita sér að þess- um kjarnaeignum sem eru Glitnir, TM og Landic. Að öðru leyti er engin ástæða til að tjá sig um eitt eða neitt núna.“ Forstjórar Stoða Invest og Styrks Invest Tilfærsla á eignum hún yfir níu milljarðar punda. Við erum með 38 mismunandi vöru- merki, 4.300 búðir í rekstri í 37 löndum og 70 þúsund starfsmenn sem starfa hjá okkar fyrirtækjum. Þetta er því tiltölulega stórt net sem er á okkar ábyrgð. Baugur stendur ljómandi vel. Við höfum verið að vinna í okkar málum og ég myndi segja að staða okkar sé mjög sterk og bjart framundan.“ „Við erum ekki að fegra bókhald Baugs,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. „Við töluð- um um það í fyrrasumar að við myndum fókusera starfsemi Baugs meira á fjárfestingar í smásölu, enda komnir með mjög stórt eignasafn þar sem er yfir 200 millj- arða króna virði. Þarna eru frábær félög og gríðarlega mikil tækifæri til uppbyggingar á næstu árum. Það er því lógískt fyrir okkur að vera fókuseraðir á þann hluta til að greiða fyrir aðgengi að lánsfjár- magni erlendis. Það er mikilvægt að vera tiltölulega gegnsær og með einfalda uppsetningu. “ Gunnar segir Baug vera á meðal stærstu óskráðra félaga í Bretlandi. „Ef lögð er saman velta þeirra fé- laga sem Baugur fjárfestir í þá er Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group Ekki fegrunaraðgerð Baugs. Því eru sömu einstakling- arnir að færa eignir úr einu félagi yfir í annað. Styrkur Invest hét áður BG Capital og var að fullu í eigu Baugs. Sú breyting verður á að hlutafé Styrks var aukið og Kaldbakur, fjárfestingarfélag Samherja, kemur inn í það sem eigandi 34 prósenta hlutar. Að sögn Eiríks S. Jóhanns- sonar, forstjóra Styrks, er eina eign félagsins 39,05 prósenta hlutur í FL Group. Fjármagn og skuldir flytjast Líkt og áður segir var umfang viðskiptanna sagt vera 65 milljarðar króna. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir það í raun vera verð- Baugur Group hefur fært helstu skráðu eignir sínar á Íslandi yfir í tvö systurfélög sem kallast Styrkur Invest og Stoðir Invest. Í fréttatil- kynningu frá Baugi vegna breyt- inganna segir að félagið hafi gert samkomulag um sölu á fjárfesting- um sínum í fjölmiðlum, tækni og fjármálum og að umfang þessara viðskipta sé um 65 milljarðar króna, eða 430 milljónir punda. Ekki er þó um eiginlega sölu að ræða því helstu eigendur Styrks og Stoða eru þeir sömu og eiga Baug. Gaumur á öll félögin Samkvæmt Þórdísi Sigurðar- dóttur, nýskipuðum forstjóra Stoða Invest, eru eigendur Stoða fjárfestingarfélagið Gaumur og tengdir aðilar, en Gaumur er líka aðaleigandi Baugs. Eigendur Gaums eru Jón Ásgeir Jóhannes- son, faðir hans Jóhannes Jónsson og systir hans Kristín Jóhannes- dóttir. Tengdu aðilarnir eru síðan Ingi- björg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, og Hagar sem eru í eigu mæti þeirra eigna sem verið sé að færa frá Baugi inn í nýju félögin tvö. Aðspurður hvort fjármagn hafi skipt um hendur segir hann svo vera en að Baugur hafi ekki viljað fara út í það að útskýra þann hluta breytinganna nánar. Hann staðfest- ir einnig að skuldir hafi færst með hinum færðu eignum inn í Styrk og Stoðir en vildi ekki heldur sund- urliða hvers eðlis þær væru. Gunnar segir Baug standa ljómandi vel og að félagið hafi skilað hagnaði á síð- asta ári. Hann vill þó ekki gefa upp hver hagnaðurinn var. Íslensk umsvif dragast saman Eftir eignatilfærsluna munu um- svif Baugs Group á Íslandi dragast töluvert saman en umsvif eigenda þess félags verða nákvæmlega þau sömu. Fyrir breytinguna voru um 35 prósent af umsvifum Baugs hér- lendis en 43 prósent þeirra í Bret- landi þar sem félagið er afar um- svifamikið í smásölufjárfestingum og rekur fjölda matvöru-, tísku- vöru-, skartgripa- og sérvöruversl- ana. Eftir uppskiptinguna munu 70,5 prósent af eignum Baugs vera í Bretlandi en einungis tæp fjórtán prósent á Íslandi. Óskráð félög sem starfa á ís- lenskum smásölumarkaði verða þó flest áfram í eigu Baugs. Þau falla flest undir Haga sem reka alls 77 verslanir hér á landi, meðal annars undir merkjum Bónuss (25 versl- anir), 10-11 (26 verslanir) og Hag- kaupa (10 verslanir). Meðal ann- arra áberandi verslana í eigu Baugs eru Húsasmiðjan, Blómaval og Útilíf. Styrkur og stoð Baugs Group  Baugur færir eignir yfir í systurfélögin Styrk og Stoðir  Sömu einstaklingar eiga öll fé- lögin að mestu  Fjármagn og skuldir færðust til en Baugur gefur umfangið ekki upp ➤ Baugur hefur fært fjárfest-ingar sínar í fjölmiðlum, tækni og fjármálum yfir í tvö systurfélög. ➤ Eigendur þeirra eru sömu ein-staklingar og eiga í Baugi Group. ➤ Heildarumsvif viðskiptannaeru sögð um 65 milljarðar króna. UPPSKIPTING BAUGS LANDFRÆÐILEG SKIPTING EIGNA Annað Bretland Ísland Bandaríkin Skandinavía Þýskaland 7% 6,6% 0% 0,5% 35% 13,9% 43% 70,5 % 2% 0% 13% 8,4% Hlutfall eigna áður Hlutfall eigna eftir endurskipulagningu Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING FÉLÖGIN SEM FÆRAST TIL ● Fjölmiðlar Fyrirtækin sem fara inn í hið nýstofnaða Stoðir In- vest eru fjölmiðlunar- og tæknifyrirtæki sem áður voru hluti af Baugi. Þar ber helst að nefna 26,77 prósenta hlut í 365 hf. sem er stærsta fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtæki á Íslandi. Stoðir verða, líkt og Baugur var fyrir, stærsti einstaki hluthafinn í 365 hf. og Jón Ásgeir Jóhann- esson mun áfram vera stjórn- arformaður 365. 365 hf. er móðurfélag 365 miðla sem rekur meðal annars sex sjónvarpsstöðvar (Stöð tvö og tengdar stöðvar), sex út- varpsstöðvar (meðal annars Bylgjuna) og Fréttablaðið. Aðr- ar eignir 365 eru afþreyingar- risinn Sena, efnisveitan D3 og Sagafilm, langstærsta fram- leiðslufyrirtæki Íslands á sviði sjónvarpsþáttagerðar, -auglýs- inga og kvikmyndagerðar. Þá flyst útgáfufélagið Hjálmur einnig inn í Stoðir. Hjálmur á útgáfufélagið Birtíng sem gefur út ellefu tímarit, útgáfufélagið Dagblaðið sem gefur út DV og bókaútgáfuna Skugga. Þá færist bandaríska fréttaveitan News- Edge einnig inn í Stoðir en Baugur Group keypti hana í júlí á síðasta ári. Hlutur Baugs í danska frí- blaðinu Nyhedsavisen færist líka yfir til Stoða, sem mun þá eiga 49 prósent í því félagi. ● Fjarskipti og tækni Baugur hafði verið afar umsvifamikill á fjarskipta- og tæknimarkaði á Íslandi. Við breytingarnar nú færast eignir Baugs á þeim markaði, Teymi og Humac, inn í Stoðir Invest. Teymi er skráð félag og eign- arhlutur Baugs í því var 24,47 prósent. Félagið á meðal annars fjarskiptafyrirtækið Vodafone og meirihluta í sameinuðu fé- lagi Sko og Hive. Teymi á því í tveimur af fjórum fjarskiptafyr- irtækjum sem starfa á Íslandi. Þá á félagið einnig ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Kögun, Landsteina Streng (sem vinnur að hugbúnaðarlausnum), upp- lýsingatæknifyrirtækið Skýrr og þjónustufyrirtækið EJS. Þá flyst hlutur Baugs í Humac yfir til Stoða, en Humac er með einka- umboð fyrir Apple-vörur á Ís- landi og í Skandinavíu. ● Fjárfestingar Fl Group er al- þjóðlegt fjárfestingarfélag með kjarnafjárfestingar í bönkum, trygginga- og fasteignafélögum. Helstu eignir þess eru tæplega þriðjungshlutur í Glitni banka, Tryggingamiðstöðin og fast- eignafélagið Landic Properties sem var í eigu Baugs þangað til í desember síðastliðnum þegar það var sett inn í FL Group í skiptum fyrir hlutafé. FL Group tapaði um 80 millj- örðum króna á síðasta ári, þar af voru 67,3 millarðar króna hreint tap. Við það bætast rúmlega 12,5 milljarðar króna í bakfærða skatta. Félagið var í kjölfarið harðlega gagnrýnt fyrir óráðsíu og illa ígrundaðar fjárfestingar. Því til stuðnings hefur verið bent á að heildarrekstrarkostn- aður þess fyrir árið 2007 var 6.1543 milljónir króna þrátt fyr- ir að starfsmenn félagsins hafi mestan part árs verið nokkrir tugir talsins. Þá hefur einnig komið fram að beinn útlagður kostnaður þess vegna fyrirhug- aðrar yfirtöku á Inspired Gam- ing Group (IGG), sem síðan gekk ekki eftir, hafi verið um 792 milljónir króna, mestan part vegna aðkeyptrar þjónustu og fyrirfram umsaminna bóta- greiðslna til IGG vegna þess að hætt var við yfirtökuna.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.