24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir RV U N IQ U E 04 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Réttu tækin í þrifin - háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur frá 8.888 kr. Nilfisk P160 1-15 B X-tra Dæluþrýstingur: 160 bör Vatnsmagn: 650 l/klst. Nilfisk E140 2-9 X-tra Dæluþrýstingur: 140 bör. Vatnsmagn: 500 l/klst. Nilfisk C100 4-5 Dæluþrýstingur: 100 bör. Vatnsmagn: 320 l/klst. Nilfisk Buddy 18 ryk- og vatnssuga Loftflæði: 3600 l/mín. Mótor: 1300W 15 l tankur Nilfisk C120 2-6 Dæluþrýstingur: 120 bör. Vatnsmagn: 520 l/klst. 20 % afslá ttur Hlaupakonan Rosie Swale Pope braut nýlega nokk- ur rifbein eftir fall nærri Mývatni og mun heimkoma hennar til Wales því tefjast um nokkrar vikur. Hin 61 árs gamla Rosie hefur hlaupið umhverfis allan hnött- inn frá árinu 2003 og á nú eftir hlaupa til Austfjarða og svo frá Skotlandi heim til Tenby í Wales. Á heimasíðu sinni segir Rosie að hún hafi rifbeins- brotnað eftir að hafa runnið til í hálku og fengið annan vagnkjálka tjaldvagnsins Icebird, sem hún hefur í eft- irdragi, í síðuna með þeim afleiðingum að fjögur rif- bein brotnuðu. Hafi hún verið flutt til læknis á Húsa- vík og verið sagt taka því rólega næstu vikurnar. Rosie kom til Íslands um miðjan febrúar og segist afskaplega hrifin af landi og þjóð. „Það búa einungis um 350 þúsund manns á Íslandi, en ég held að ég muni minnast allra þeirra sem ég hef hitt að eilífu.“ Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Rosie verður fyrir á ferð sinni um heiminn, en hún hefur áður orðið fyrir rútu, fengið lungnabólgu og frostbit og greinst með brjóstakrabbamein. Rosie hóf hlaupaferðina eftir að eiginmaður hennar lést af völdum blöðruhálskirt- ilskrabbameins. atlii@24stundir.is Heimshlaup Rosie Swale Pope í biðstöðu Tefst eftir beinbrot við Mývatn Rosie Hún hyggst dvelja í tjaldi við Mývatn þar til hún treystir sér til að halda ferðinni áfram. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Þetta er ekki kenning. Þetta eru staðreyndir sem byggjast á vís- indalegum rannsóknum og rök- um,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn og fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna Al Gore í Háskólabíói í gær um hlýnun jarðar. Gore hélt þar fyrirlestur fyrir fullu húsi. Áhrifa gætir nú þegar Í fyrirlestri sínum fór hann ýt- arlega yfir það hvernig hitastig jarð- arinnar væri að hækka með meiri hraða en áður hefði þekkst. Hann sýndi máli sínu til stuðnings skýr- ingarmyndir sem sýndu samhengi á milli aukins magns koltvísýrings í andrúmsloftinu og benti á mörg dæmi þess að áhrifanna gætti. Áhrifin sagði hann meðal annars vera uppskerubrest, útbreiðslu sjúk- dóma, uppþornun stöðuvatna, bráðnun jökla og heimskautaíss. „Jú, við brugðumst við“ Gore lagði áherslu á að ef ekk- ert yrði að gert gætu áhrif orðið mun verri og afdrifaríkari en jafn- framt að það væri enn í okkar höndum að afstýra því. Í lokaorðum sínum sagði Gore að komandi kynslóðir mundu dæma okkur af því hvað við gerð- um og hvað við gerðum ekki. „Þær munu spyrja hvers vegna við brugðumst ekki við. Komandi kynslóðir, afkomendur okkar, munu spyrja okkur: var ykkur sama um okkur? Skiptum við engu máli?“ sagði hann og bætti því að hann vildi geta svarað komandi kynslóðum: „Jú, við brugðumst við.“ Aðgerða er þörf  Al Gore flutti fyrirlestur fyrir fullu Háskólabíói í gær  Nauðsynlegt að bregðast við  Verðum dæmd af verkum okkar Orkuboltar Ólaf- ur Ragnar Gríms- son og Al Gore berjast fyrir end- urnýjanlegri orku. ➤ Er fyrrverandi varaforsetiBandaríkjanna. ➤ Hlaut friðarverðlaun Nóbelsásamt vísindanefnd Samein- uðu þjóðanna fyrir framlag sitt í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum. AL GORE Leiga á einkaþotu sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra flugu með ásamt fylgdar- liði til Búkarest í Rúmeníu í síðustu viku kostaði 4,2 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu. Hefði ferðin verið farin í áætl- unarflugi á fyrsta farrými hefði hún kostað 3,7 milljónir fyrir ráð- herrana ásamt átta manna fylgd- arliði. Sá kostnaður felur einnig í sér kostnað við gistingu í Lundún- um, en ráðuneytið segir að ekki hafi verið mögulegt að ferðast til Rúmeníu á einum degi, og örygg- isgæslu vegna komu þjóðhöfðingja á flugvellinum í London. Ekki reyndist unnt að fá sundurliðun á þeim kostnaði hjá ráðuneytinu að svo stöddu. Þá segir forsætisráðu- neytið að fimm vinnudagar, sem metnir eru á 200 þúsund krónur, og dagpeningar upp á 100 þúsund hafi sparast. Að öllu þessu saman- lögðu segir forsætisráðuneytið að kostnaðaraukinn vegna leigu einkaþotunnar hafi verið um 200 þúsund krónur. Sparaði tíma Geir H. Haarde flaug til Búkarest með einkaþotu. Ráðuneyti veitir upplýsingar um einkaþotur Kostnaður við þotuna 4,2 milljónir Í nýjasta hefti bandaríska tíma- ritsins Newsweek er ítarleg og já- kvæð umfjöllun um íslenska orku. Tímaritið segir m.a. frá því hversu mikill hluti orkunotkunar Íslands komi frá endurnýjanlegri orku, og fullyrt að aðrar þjóðir geti ýmislegt lært af Íslendingum í þeim efnum. Haft er eftir Jake Siewer, yfir- manni hjá Alcoa, að á Íslandí sé gott að fjárfesta, sökum gagnsæs og opins lýðræðis, vel þjálfaðs starfs- fólks og nánast endalausrar upp- sprettu endurnýjanlegrar orku. „Þessi auglýsing er magra millj- arða virði fyrir Ísland,“ segir Jón Hákon Magnússon, sérfræðingur í almannatengslum. Í greininni er minnst á að veita hafi þurft vatni yfir óspjölluð svæði til að afla álveri Alcoa orku. hos Ísland fær verðmæta auglýsingu Fjallað um íslenska orku í Newsweek „Mér fannst fyr- irlesturinn vera mjög góður. Hann var auðvit- að byggður á sama fyrirlestri og hann flytur í mynd sinni, Hinn óþægilegi sannleikur, en að auki var hann búinn að bæta við nýjum rann- sóknarniðurstöðum,“ segir Árni Finnsson um fyrirlestur Gore. „Ég held reyndar að hann hefði þurft að dvelja meira við þá stað- reynd að það liggur mjög mikið á. Hann nefndi í lokin að við þyrft- um að vera búin að ná tökum á vandanum innan tíu ára. Þetta hefði mátt koma betur fram því ég held að íslenskir ráðamenn skilji þetta ekki ennþá,“ bætir hann við. Árni kvaðst ánægður með að sjá marga þingmenn og ráðherra á fyrirlestrinum. „Það vantaði þó kannski þann ráðherra sem hefði þurft mest á því að halda að kynna sér þessi mál, hann heitir Geir H. Haarde,“ segir Árni sem telur að stjórnvöld verði grípa til mjög skjótra aðgerða í loftslags- málum. ejg Árni Finnsson Átti sig á alvörunni „Ég þurfti sjálf ekki mikillar sannfæringar við í þessu máli en ég vona að boð- skapur hans hafi opnað augu fleiri Íslendinga fyrir því mikilvæga verkefni sem er framundan bæði hér á Íslandi sem og annars stað- ar, sem er að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að draga úr líkunum á því að hér verði gríðarlegar loftslagsbreyt- ingar,“ segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra að- spurð um fyrirlestur Gore. „Það er vitað að tíminn til að bregðast við er núna og næsta áratuginn getum við, ef pólitískur vilji skap- ast og stjórnvöld um allan heim taka höndum saman, hægt á og stöðvað hlýnunina sem er að verða í lofthjúpnum. Mestu skiptir að ríkisstjórnir og al- menningur taki höndum saman,“ segir Þórunn. „Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. Við ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi um 75 prósent fyrir árið 2050.“ ejg Þórunn Sveinbjarnardóttir Þarf að bregð- ast við núna

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.