24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Nýverið samþykktu borgaryfirvöld íKöben að leyfa konum að baða sig berarað ofan í sundlaugum bæjarins. Á meðanlagt er blátt bann við sýnileika kven-brjósta nema sem kynferðislega örvandiobjekta eða mjólkurbúa (sker skækju/móður-dúalisminn ekki í augun?) við-heldur það þeirri rörsýni að nakin brjóst megi ekki sjást undir öðrum kring- umstæðum. Aðstæður hverju sinni segja til um merkingu sýnilegra kvenbrjósta. Sundlaug og svefnherbergi eru sitt settið hvort. Sömuleiðis ber hver og einn alltaf ábyrgð á eigin hegðun. Brjóst eru mest- megnis fituvefur og mjólkurkirtlar. Helsta hlutverk þeirra er mjólkurframleiðsla svo litlu grjónin fái næringu við hæfi eftir að þau líta dagsins ljós. Hversu stór brjóstin eru ræðst af fituhlutfalli hverju sinni en erfðir ákvarða lögun. Bringubollurnar gegna mörgum öðrum hlutverkum sem eru ekki alltaf augljós. Sumir virðast t.d. halda að þær séu góð tauklemmustatíf eða rannsóknarstofur fyrir eitt og annað s.s. kertavax og ýmsa málmhluti. Júgrin eru sérlega næm fyrir snertingu og fer eft- ir aðstæðum hvernig sú snerting er túlk- uð. En eitt er víst, snerting á bringunni er sérlega áhrifarík aðferð til að leysa úr læð- ingi ýmis tengslahormón, þ.e.a.s. hormón sem beinlínis ýta undir tengslamyndun. Sem er auðvitað einstaklega heppilegt við paramyndun, áréttingu foreldra- hlutverksins og þar með stofnun og við- hald fjölskyldunnar. Brjóstasnerting er því undirstaða samfélagsgerðar okkar! Það telst því vart ofrausn að leyfa konum að viðra bringuna, kjósi þær það. Nakin brjóst og íslensk rörsýni Jóna Ingibjörg skrifar um undirstöður nútíma- samfélagsgerðar. YFIR STRIKIÐ Breyta ólíkar kringumstæður þýðingu nektar? 24 LÍFIÐ Fréttir af brúðkaupi Beyoncé Knowles og Jay-Z eru óstaðfestar, þó svo fjölmiðlar vest- anhafs haldi öðru fram. Eru Jay-Z og Beyoncé gift? »34 Sigríður Guðnadóttir stígur á svið með Jet Black Joe í maí og flytur ofursmellinn Freedom. Syngur með Jet Black Joe á ný »38 Rakstur með hinum klassísku rak- hnífum nýtur sífellt meiri vinsælda, en sex mánaða bið er eftir góðum rakhníf. Sex mánaða bið eftir góðum rakhníf »34 ● Vill NASA „Carl Cox vildi ekki spila á Broadway því hann vildi spila á sama klúbbi og Gus Gus spilar alltaf á á Ís- landi,“ segir Jón Atli Helgason um væntanlega komu plötusnúðsins Carl Cox til landsins. Cox, sem er einn virtasti plötusnúður heims, treður upp á NASA 23. apríl. Áður hafði verið tilkynnt að hann kæmi fram á Broadway. „Hann hefur heyrt góða hluti um NASA og vildi bara spila þar. Hann sagðist frekar vilja spila einn á minni klúbbi fyrir sinn hóp.“ ● Vonum framar „Í rauninni hefur keppnin gengið vonum framar miðað við að hún er haldin í fyrsta skipti. Mikill fjöldi tók þátt og margar góðar hugmyndir komu inn,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Innovit, um Frum- kvöðlakeppni Innovit. Átta hug- myndir eru nú komnar í úrslit hennar en upphaflega bárust rúmlega 100 hugmyndir. „Þó að keppnin hafi tekist mjög vel núna mun hún vonandi verða enn betri með tímanum.“ ● Ólympíu- stemning „Á svona móti er ekki spurning um að vera bestur heldur að taka þátt, þetta er eins og á Ól- ympíuleikunum,“ segir Sigrún Þor- geirsdóttir kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur, en kórinn fer í dag á norrænt kvennakóramót í Þránd- heimi í Noregi. „Það verða um 500 manns á mótinu og við erum með stærstu kórunum,“ segir hún en í hópnum eru um 60 konur. „Það verður gaman að heyra hvað aðrir hafa fram að færa,“ segir Sigrún. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við Í KVÖLD KL. 21.50 Á SKJÁEINUM NÝ ÞÁTTARÖÐ FRÁ HÖFUNDI SEX AND THE CITY

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.