24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 19 Reggio Emilía er uppeldisstefna sem notuð er í leikskólum um all- an heim. Höfundur stefnunnar var sálfræðingurinn og kennarinn Lor- is Malaguzzi en stefnan var upp- haflega sett saman fyrir leikskólana í borginni Reggio Emilía. Börn með 100 mál Malaguzzi hélt því fram að börn fæddust með 100 mál en 99 þeirra væru frá þeim tekin í uppeldinu. Foreldrar og uppeldisstofnanir takmarka hæfileika barnanna með því að vísa þeim í ákveðna átt og kenna þeim að túlka heiminn á fyrirfram ákveðinn hátt. Börnin hafa að sögn Malaguzzi meðfædda hæfileika til þess að lesa umhverfi sitt og geta aflað sé þekk- ingar á mun þróaðri hátt en for- eldrar og kennarar búast almennt við. Skapa virkari einstaklinga Börnin á Reggio Emilía- leikskólunum fá næg tækifæri til að gera rannsóknir og tilraunir sem reyna á vitsmuni þeirra og stuðla að auknum andlegum þroska. Takmarkið er að þjálfa sjón barnsins til þess að koma í veg fyrir að barnið verði þröngsýnn og sljór viðtakandi þegar það eldist. Eitt af því athyglisverðasta við starfið á Reggio Emilía-leikskóla er að starfsfólkið leggur mikið upp úr því að fylgjast með börnunum til þess að læra af þeim. Börnin fá að prófa sig áfram og kennararnir skrá niður uppgötvanir og hug- myndir barnanna. Barnið endurfæðist, að sögn Malaguzzi, þegar það öðlast sjálfs- vitund og fullorðnir þurfa að gæta þess að samfélagið takmarki ekki getu barnsins til þess að þroskast og verða lifandi einstaklingur. Upplýsingarnar eru fengnar á www.ismennt.is. iris@24stundir.is Í Reggio Emilía-leikskólunum fá börnin sjálf að kanna heiminn Þar sem börnin eru kennararnir 24stundir/Ómar Fjör í frostinu Þessi unga dama kann að skemmta sér í útiverunni. Veturinn býður upp á marga skemmtilega leiki í leikskólanum en rólan er alltaf jafn vinsæl. Nú fer að vora í lofti og um að gera fyrir krakkana að nýta ferska loftið til útiveru. Margir muna eftir ým- iss konar ratleikjum úr sinni æsku t.d. píluleiknum. Þá er hópnum skipt í tvö lið og krítar notaðar til að skrifa ýmiss konar vísbendingar til að finna næstu pílu. Loks endar leikurinn á opnu svæði t.d. róló þar sem nóg er af felustöðum og þá er bara að leita að hinu liðinu og skipta svo um hlutverk. Skemmtilegur píluleikur Síðasti skiladagur tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er 10. apríl. Þar er leitað eftir tilnefningum um einstaklinga, fé- lög, fyrirtæki, stofnanir, sveit- arfélög eða skóla á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kenn- ara, jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og því að brúa bil- ið milli foreldra og nemenda. Jákvæðar hefðir í samstarfi Nú styttist óðum í sumardaginn fyrsta eins og sjá má á síhækkandi sól og bjartviðri flesta daga. Það tíðkast oft að gefa börnum gjafir á sumardaginn fyrsta og því tilvalið að gefa þeim eitthvað sem nýtist þeim í sumarblíðunni. Gjafir á borð við sippuband, brennibolta, teygjur, krítar og fótbolta eru alltaf vinsælar og ýta undir útiveru og hreyfingu. Börnin geta þá safnast saman og leikið sér með gjafirnar. Útivera í gjöf í sumar Jamis X24 20”, 7-12 ára, álstell, 7 gíra Líka til svart Verð 26.990 kr. út í vorið Hjólaðu Það er hvergi slegið af gæðunum í Jamis barnahjólum Öll hönnunin miðar að því að öryggi barnanna okkar sé sem mest. Stellið er t.d. sérstaflega lágt við sætið til að auðvelda barninu að ná tökum á hjólinu. Og svo spillir ekki fyrir hvað hjólin eru flott. Jamis Lady Bug 12”, 2-5 ára Verð 13.990 kr. Jamis Hot Rod 12”, 2-5 ára Verð 13.990 kr. Jamis Laser 1.6 16”, 3-6 ára Verð 15.990 kr. Jamis Miss Daisy 16”, 3-6 ára Verð 15.990 kr. Jamis Laser 2.0 20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa Verð 18.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 84 2 04 /0 7 Jamis X20 20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra Verð 24.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Jamis Ranger fjallahjól 17”- 21”, álstell, 21 gírar, ýmsir litir Verð áður 23.990 – 29.990 kr. Verð nú 16.793 – 20.993 kr. NÝ HJÓLADEILD! Komdu og sjáðu glæsilega hjóladeild í nýju búðinni okkar – Útilíf Holtagörðum Tilboð : 30% afslátt ur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.