24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 29
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 29
þessum hóp að vera slakur kylfing-
ur og jafnvel byrjandi. „Inntöku-
skilyrðið er það eitt að hafa gaman
saman og við gerum ýmislegt til
þess. Auðvitað reynum við allir að
bæta golfið eins og hægt er en það
er aukaatriði. Allir erum við kring-
um fertugsaldurinn og ég hvet alla
hressa menn til að heilsa upp á
okkur eða í það minnsta kíkja á
síðuna og láta sannfærast.“
Sigurður bendir á að ein skýring
þess hve fjölmennur hópurinn er
orðinn á aðeins sjö árum frá því að
örfáir félagarnir ákváðu að taka
eina golfferð til Flórída sé einmitt
sú að alltaf hafi tekist að útvega
vænan afslátt á árlegum ferðum
þangað. „Hver vill ekki spila golf í
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Sé einhver í vafa um stuðið og
stemningu þá er fylgir hópnum
nægir að líta augum nokkrar þær
mynda er blogg þeirra prýða. Þar er
skemmtunin í forgrunni og án
hennar væri ekkert gaman að golfi
eða neinu öðru að mati eins for-
sprakkanna, Sigurðar Hlöðvers-
sonar. „Þeir eru til sem halda að
þetta sé einhver lokaður fé-
lagsskapur en það er fjarri lagi. Við
erum kringum 50 talsins í dag og
margir hverjir þekktust ekkert áð-
ur. Þetta er í raun bara félagsskapur
þeirra sem áhuga hafa á að fara
ódýrt til Flórída einu sinni á ári og
hafa gaman af. Það var upphaflega
hugmyndin og hún vatt svona upp
á sig.“
Bros nauðsyn, forgjöf ekki
Það þykir ekkert tiltökumál í
bullandi sólskini í Flórída með
skemmtilegu fólki fyrir 95 þúsund
krónur? Það var verðið hjá okkur
síðast enda höfum við farið það oft
að við fáum afslátt víða og eigum
góða að þar. Við tökum gjarna aðra
hópa í fóstur. Því fleiri því betra og
skemmtilegra.“
Slóðin á vef þeirra félaga er
http://golf.blog.is/blog/golf/ og má
þar finna allar upplýsingar um hve-
nær félagarnir hittast og æfa sig,
verð til Flórída og annað misvænt.
Þar er einnig ógrynni ljósmynda
sem kannski öðru fremur sanna að
sennilega er Sigurður ekkert að fara
með fleipur hvað skemmtun varð-
ar.
Fimmtíu félagar úr ýmsum áttum halda reglulega til Flórída í golf
Snýst bara um að
hafa gaman saman
Sé einhver í vandræðum
með að finna sér fé-
lagsskap í golfinu eru
hæg heimatökin að heim-
sækja bloggsíðuna
Birdietravel. Henni halda
úti ýmsir gleðigosar og
allir eru velkomnir í hóp-
inn svo lengi sem bros er
á vör. Aðrir haldi sig
fjarri.
Þeir gallhörðustu Þó fé-
lagsskapurinn telji 50 alls er
mætingin mjög upp og niður á
æfingar í Básum.
Rauðir og grænir Félagarnir ryðja
veginn þegar kemur að tísku.
24stundir/Ómar
Heilsuvika Hrafnistu
vikuna 7. til 11. apríl
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Canneloni með spínati,
ítalskri sósu,
búlgur grjónum
og rómansalati
sumarferdir.is
Fleiri holur
fyrir færri
krónur
Sameinaðu áhugamálið og yndislegar
samverustundir með fjölskyldunni.
Bættu forgjöfina og njóttu lífsins með
þínum nánustu á heillandi áfangastað.
Alicante
Costa del Sol
Dublin
Kynntu þér spennandi golftilboð
á sumarferdir.is