24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 16
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti 16 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Verkfræðingurinn Matthew Melis var svo lánsamur að hann rambaði á ævistarf sem honum þykir geysi- spennandi. Enda skyldi kannski engan undra, því Melis starfar við geimferðaáætlun Bandaríkjanna hjá NASA. Melis er staddur hér á landi í boði Háskólans í Reykjavík. Þar heldur hann fyrirlestur sem byggir meðal annars á reynslu hans af rannsókn á atburðum sem leiddu til þess að geimskutlan Columbia fórst árið 2003. Hann ræðir einnig um öryggismál við starfsmenn ál- vers Alcoa á Reyðarfirði. Mannshöndin hefur áhrif „Ég vann í hópi sem hafði gert tilraunir með árekstra á miklum hraða. Við vorum kallaðir til skömmu eftir Columbiu-slysið. Við bjuggumst við nokkurra mán- uða rannsókn, en hún stóð í 5 ár.“ „Við höfum lært heilmikið af Columbia-óhappinu. Að ýmsu leyti má rekja orsakirnar til mann- legs eðlis. Allt sem við gerum bygg- ir á því, þannig að möguleikinn á mistökum er innbyggður.“ Öryggismál eiga líka við álver Melis segir reynslu sína ekki hafa beina samsvörun við starfsmenn álvers, en allt sé þetta sömu ann- mörkum háð. „Framleiðsla áls fer eftir flóknu verkferli, þar sem möguleikar á slysum leynast víða. Í álbræðslu flæðir geysilega mikið rafmagn og bráðinn málmur er færður á milli staða. Geimferðaáætlunin er kannski flóknasta verkferli sem til er. Í hverri skutlu eru milljón hreyfan- legir hlutar. Á þeim áratugum sem geimskutlurnar hafa verið í rekstri höfum við í rauninni staðið okkur mjög vel. Það hafa orðið tvö meiri- háttar óhöpp, sem við höfum lært heilmikið af. Yfirleitt þegar eitthvað fer úr- skeiðis í öryggismálum má rekja það til þess að einhver hefur sofnað á verðinum. Þannig að ég vil minna starfsmennina á hversu mikilvægt er að hafa öryggismálin alltaf í huga.“ Hvetur ungmenni til dáða Melis nýtir heimsóknina til að tala í þremur framhaldsskólum. Þar reynir hann að sýna ungmenn- unum hversu spennandi geim- ferðaáætlunin er. „Mér þykir mjög skemmtilegt að gera fólk spennt fyrir tækninni. NASA hefur kannski lagt of mikla áherslu á að tala alltaf um verk- fræði, en það hafa ekki allir áhuga á að læra verkfræði. Ég bendi krökkunum á að ein- hver þurfi að taka myndir af geim- skotinu – það eru 200 atvinnuljós- myndarar að störfum við hvert skot. Einhver þarf að stýra kran- anum sem kemur skutlunni fyrir – kranastjórinn handleikur geim- skutluna áður en hún fer á loft. Maður getur nefnilega orðið hvað sem er, en samt starfað við geim- ferðaáætlunina.“ NASA kennir Alcoa öryggi  Verkfræðingur sem sinnir öryggi hjá NASA heimsækir Ísland Matthew Melis Vill halda því á lofti að á bak við NASA standi venjulegt fólk. ➤ Tvær geimskutlur NASA hafafarist. Challenger árið 1986 og Columbia árið 2003. ➤ Í dag hefur NASA yfir þremurskutlum að ráða. GEIMSKUTLUR NASA MARKAÐURINN Í GÆR              !""                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                  : -   0 -< = $ ' >??5?@33 AB@B45?54 53??>3>C5 AB55C>34B AB4A4BDABB D3@4?B?4 C3BAC5BB CDAD5A5CD@ AB4BADABCB AA5A5C> CA>3A?AD@ C3BC@AABA AACCC>>> A>5BBB CC>>B B 435CA@ AA?4>CA 5>C@@ , @@D@@5 , , AD45>>5D , , ABBC?3AAB , , @ED> DDE@B ACE@? @EAC A>EBB CDEDB CDEB5 >4BEBB 3AEBB ?AE5B 5E54 ACE4> DED@ ?CEBB AE35 4E@5 CCBEBB ADADEBB 3>BEBB BE@C AD4E5B , , 4E?C , , 5BDBEBB ABEBB , @ED? D5EA5 ACE>> @ECB A>EAB C5EA5 CDEC5 >4DEBB 3AEB5 ?CEBB 5E4? ACE@B DE5A ?CE5B AE3@ 4E>B CA>EBB ADC5EBB 3?BEBB BE@3 AD>EBB AE>C CAE?5 ABEBB , , 5B?5EBB ACEBB 4EAB /   - AC 35 >@ 34 @@ AB C AA3 @5 5 >3 C3 4 A C , A 3 A , > , , D , , > , , F#   -#- >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> DDCBB> >DCBB> >DCBB> >DCBB> @DCBB> >DCBB> AB3CBB> A>CCBB> >DCBB> 4ACCBB@ CC>CBB@ >DCBB> CDCBB> @3CBB> ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 2,4 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum SPRON, eða 4,40%. Bréf FL Group hækkuðu um 3,60% og bréf Skipta um 1,93%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Færeyjabanka, eða 2,33%. Bréf Ice- landair Group lækkuðu um 1,02% og bréf 365 um 0,74%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,67% í gær og stóð í 5.429 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,35% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan lækkaði um 1,13% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 0,4% og þýska DAX- vísitalan um 0,7%. Bandaríski álrisinn Alcoa hefur tilkynnt að hagnaður félagsins hafi verið 54 prósentum minni á fyrsta fjórðungi þessa árs sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn nam 303 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 22 millj- arða króna. Minnkandi hagnaður er rakinn til hærra orkuverðs og lækkunar á gengi Bandaríkjadals. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir félagið nú leita að langtíma- orkusamningum og stefna að aukinni notkun ódýrari vatnsorku til minnkunar rekstrarkostnaðar. Belda reiknar með að hagnaður félagsins aukist um 50 sent á hvern hlut á þessu ári, vegna nýrra fjárfestinga, þar á meðal vegna stækkunar Fjarðaáls. Álver Alcoa á Reyðarfirði mun auka framleiðslugetu sína í 300 þúsund tonn á árinu. atlii@24stundir.is Hagnaður Alcoa minnkar Seðlabankinn mun tilkynna vaxtaákvörðun sína á fimmtudag og eru spár greiningardeilda bankanna misjafnar. Kaupþing spáir óbreyttum 15 prósenta stýrivöxtum þar sem ljóst sé að hækkun muni ekki verða mikil stoð við krónuna. Glitnir telur hins vegar að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig, í 15,5 prósent. Landsbankinn hef- ur ekki gefið út neina spá um vaxtaákvörðun. Það er ekki eingöngu á Íslandi sem tilkynnt verður um stýri- vaxtaákvörðun heldur einnig í Bretlandi og á evrusvæðinu. Í meðalspá greinenda samkvæmt Bloomberg er gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum á evrusvæð- inu, þeir haldist í 4 prósentum, og að Englandsbanki lækki vexti um 0,25 prósent, í 5 prósent. Ólíkar spár bankanna Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hélt áfram að lækka í gær. Þannig hefur álag Glitnis lækkað úr 790 punktum í 730 punkta, Kaupþings úr 780 punkt- um í 720 og Landsbankans úr 555 punktum í 520 punkta. Skuldatrygg- ingarálag lækkar Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um tæplega 8% í síðasta mán- uði, samkvæmt mánaðarlegum tölum sem bankinn gaf út í gær. Hækk- un forðans má helst rekja til almennra verðhækkana eigna s.s. gulls. Þannig er ósennilegt að um hreina aukningu á gjaldeyrisforðanum sé að ræða. Á milli ára er um að ræða 19% aukningu og nemur forðinn nú um 220 milljörðum króna. Tilgangur gjaldeyrisvaraforða er í stuttu máli að styrkja möguleika viðkomandi seðlabanka á að geta haft áhrif á verðmyndun á viðkomandi gjaldeyrismörkuðum t.d. til að stuðla að almennum verð- og fjármálastöðugleika í hagkerfinu. Þannig getur gjaldeyrisforðinn verið vörn gegn spákaupmennsku og raunar getur stærð hans ein og sér haft fælandi áhrif á fjárfesta sem ekki geta lagt í stríð við seðlabanka með sterkan gjaldeyrisforða nema með ærnum til- kostnaði og mikilli áhættu. Gjaldeyrisforði Seðlabankans eykst Stjórn ítalska flugfélagsins Ali- talia kemur saman í dag til þess að ræða hvað hægt sé að gera í stöðunni eftir að viðræður um yf- irtöku Air France-KLM á félaginu runnu út í sandinn í síðustu viku. Er talið að Alitalia færist sífellt nær gjaldþroti en tap félagsins nemur um 1 milljón evra á dag. Samkvæmt ítalska viðskipta- blaðinu Il Sole-24 Ore mun stjórnin fresta því að taka ákvörðun um hvort sækja eigi um greiðslustöðvun þar til eftir fund með fulltrúum stjórnvalda og verkalýðsfélaga. Alitalia færist nær gjaldþroti FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Kranastjóri handleikur geimskutluna áður en hún fer á loft. Maður getur nefnilega orðið hvað sem er, en samt starfað við geimferðaáætlunina.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.