24 stundir - 09.04.2008, Side 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 21
Nú þegar vorar taka margir hjólið
fram úr geymslunni fyrir börnin
og þau hjóla á því fram á haust. Því
miður fylgja þessum ánægjustund-
um barna úti við oft slys og helsta
ástæðan er að þau detta af hjólinu.
Áverkarnir eru margvíslegir en
mjög oft fær barnið högg á höf-
uðið við fallið. Þar er það reið-
hjólahjálmurinn sem getur komið í
veg fyrir að slysið verði alvarlegt og
því áríðandi að muna eftir honum.
Ekki gleyma
hjálminum
Hjólabrettahjálmurinn er sér-
staklega útbúinn fyrir þá sem nota
hjólabretti. Hann er dýpri en reið-
hjólahjálmurinn, þolir meira
hnjask en hefur sömu eiginleika.
Hann er hannaður með það í huga
að verið sé að stökkva og gera ýms-
ar kúnstir og að sá sem notar hann
detti oftar en sá sem er á hjóli.
Hann má líka nota á línuskautum,
hlaupahjóli og skautum en ekki er
mælt með því að nota hann á hjóli.
Sérstakir hjóla-
brettahjálmar
Hinn 7. apríl samþykkti borgarráð
að auka stuðning við fötluð börn
frá því sem fjárhagsáætlun 2008
gerði ráð fyrir og 31,7 millj. kr
renna aukalega til stuðnings börn-
um með sérþarfir. Á heimasíðu
Reykjavíkurborgar kemur fram að
með þessari fjárveitingu og fjár-
munum sem fyrir eru í fjárhags-
áætlun ÍTR verður kleift að reka
frístundaheimili í sumar og á heils-
ársgrunni.
Fötluð börn fá
fjárveitingu
líkist hefðbundnum tískufatnaði
frekar en hefðbundnum með-
göngufatnaði. Konur vilja geta
fylgt tískunni og hugsa jafnmikið
um útlitið þótt þær séu óléttar,“
segir Sigríður Lára Einarsdóttir,
einn eigenda verslunarinnar.
„Ég fann fyrir því að úrval af
fallegum fatnaði fyrir óléttar
konur var lítið sem ekkert þegar
ég sjálf var ólétt og við Ásdís
Birta Gunnarsdóttir ákváðum að
opna þessa verslun.
Ásdís er búin að eignast tvö
börn síðan við opnuðum búðina
og hún gat verið fín á meðgöng-
unni,“ bætir Sigríður Lára við og
KYNNING
Tvö líf er verslun með tískufatn-
að fyrir barnshafandi konur.
Verslunin er staðsett í hjarta
Kópavogs í Hjartarverndarhús-
inu, rétt við stærstu versl-
unarmiðstöð landsins.
Eigendur verslunarinnar hafa frá
upphafi lagt upp með að hún sé
tískuvöruverslun með þekktustu
merkjavöru sem þekkist í fatnaði
fyrir barnshafandi konur. „Við
eigum þriggja ára afmæli í dag
og höfum frá upphafi leitast við
að uppfylla þær kröfur við-
skiptavina okkar um fatnað sem
hlær.
Ásamt meðgöngufatnaði selur
Tvö líf einnig brjóstagjafafatnað,
barnafatnað og ýmsar gjafavörur.
Netverslun
Hjá versluninni Tvö líf leggja
eigendur sérstaka áherslu á per-
sónulega og faglega þjónustu og
lögðu upp með að ef konur
hefðu ekki tök á því að koma í
verslunina gætu þær verslað af
heimasíðu þeirra sem er á vef-
slóðinni: www.tvolif.is.
dista@24stundir.is
Tískufatnaður fyrir barnshafandi konur hefur slegið í gegn
Hugsa líka um útlitið á meðgöngu
Þegar barn fæðist er það al-
gjörlega ósjálfbjarga og foreldr-
arnir þurfa að sinna öllum þörfum
þess.
Eftir því sem barnið eldist lærir
það betur að gera hlutina sjálft.
Vandi foreldranna er þá að læra að
sleppa takinu á barninu nógu lengi
til þess að það geti hjálpað sér
sjálft. Lítil kríli geta til dæmis haft
gaman af því að henda bleiunum
sínum sjálf í ruslið og fara með föt-
in sín í óhreina tauið. Þau geta
gengið frá eftir sig um leið og þau
læra að ganga, en aðeins ef foreldr-
arnir geta litið framhjá því að her-
bergið verður ef til vill ekki alveg
eins og þeir óskuðu sér. Það sama á
við ef barnið fær sjálft að fá sér að
borða, klæða sig og greiða hárið.
Barnið verður ef til vill ekki eins
fínt og foreldrið myndi vilja en
sjálfstraustið mun aukast og með
tímanum lærir barnið að smyrja
brauðið rétt og hneppa öllum töl-
unum. Ef foreldrið bíður stöðugt
eftir því að barnið verði nógu gam-
alt til þess að gera hlutina sjálft get-
ur barnið misst sjálfsöryggið sem
er öllum svo mikilvægt.
iris@24stundir.is
Foreldrar eiga oft erfitt með að sleppa takinu
Börn eru ekki ósjálfbjarga
Margir foreldrar kannast við
hversu erfitt getur verið að venja
börn á að bursta reglulega í sér
tennurnar. Mörgum börnum
finnst tannburstun vera leiðinleg
iðja og tannkremið vont á
bragðið. Ekki dugar alltaf að
sannfæra þau um að það sé
nauðsynlegt heilsu tannanna að
bursta þær reglulega þar sem
þau þekkja oft ekki tannpínu af
eigin raun og fæstum foreldrum
finnst eðlilegt að þurfa iðulega
að múta þeim.
Ýmislegt annað er til ráða til
þess að venja þau á að bursta
tennurnar kvölds og morgna. Í
fyrsta lagi finnst börnum oft
skemmtilegra að bursta tenn-
urnar ef tannburstinn er flottur
og þau hafa fengið að velja hann
sjálf. Í öðru lagi skiptir máli að
vera góð fyrirmynd og því er
ekki úr vegi að foreldrar venji sig
á að bursta alltaf í sér tennurnar
með börnunum. Í þriðja lagi er
gott fyrir börn að hafa fastar
skorður á daglegri rútínu. Um
leið og þau venjast því að bursta
alltaf tennurnar á sama tíma
dags kemst það fljótt upp í vana.
Ekki finnst öllum gaman að bursta tennur
Mikilvægar fyrirmyndir
„Grunnskólabörn koma reglu-
lega í heimsókn á bókasöfnin og
hafa verulega gaman af,“ segir
Hildur Baldursdóttir hjá Borg-
arbókasafni Reykjavíkur. „Þau
heyra lesið upp úr bókum og
kynnast því hvernig hugmyndir
verða að bókum. Í gær komu
hér börn frá Breiðagerðisskóla í
heimsókn og fræddust til að
mynda um persónuna Fíusól en
þeim fannst auðvitað skemmti-
legt að heyra að fyrirmyndin að
henni Fíusól er dóttir Kristínar
Helgu rithöfundar.“
Kúkur hittir piss
„Ég las brot úr bók um Fíusól
8 ára þar sem hún átti að skrifa
sögu fyrir skólann,“ segir Hildur
frá. „Krakkarnir kútveltust af
hlátri yfir sögunni um kúkinn
sem hittir pissið í klósettinu, en
mömmu hennar Fíusólar fannst
þetta ekki góð saga svo að stelp-
an skilaði í skólann sögu um
kanínu og blóm sem henni
fannst ekki skemmtileg, en hún
vissi að kennarar vilja frekar fá
sögur um kanínur en kúk. Þetta
vissu krakkarnir í Breiðagerð-
isskóla líka og við töluðum um
að það megi ekki skrifa um hvað
sem er - þó manni finnist það
fyndið.“ Helga segir börnin síð-
an hafa valið sér bók sem þau
höfðu áhuga á og tekið með sér
til lesturs. Það var skemmtilegt
að fá börnin í heimsókn hingað
í Kringlusafnið, þau hafa komið
hingað síðan þau voru lítil og
fengið bækur að láni með for-
eldrum sínum en nú koma þau
sjálf og velja sér bækur sem þau
langar til að lesa.“
dista@24stundir.is
Grunnskólabörn heimsækja bókasöfnin
Frá hugmynd til bókar
Skúli Skelfir er vinsæll Júlía
Bríet Baldursdóttir og Ingunn
Erla Garðarsdóttir.
Hundur og dreki Gabríel Máni Kára-
son og Mikael Di Dino með Drekaeld og
Emil og Skunda.
Harry Potter bestur
Helga María Reynisdóttir
og Vala Sigurðardóttir.
Grautardallarsaga
Sölvi Daníelsson.
Fíasól Tekla Kristjáns-
dóttir og Anna María
Birgisdóttir.