24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Er ekki eitthvað bogið við það að Heimdellingar samþykki sérstaka ályktun til að taka undir með formanni Samfylkingarinnar og brýni ráð- herra Sjálfstæðisflokksins til að fylgja hennar stefnu? Það gerðist í síðustu viku þegar stjórn Heimdallar tók undir hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um lækkun innflutningstolla, neytendum til hagsbóta. Þar var líka skorað á Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra að „fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins um að minnka tollavernd og stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og skýrt kom fram á síð- asta landsfundi Sjálfstæðisflokksins“. Ingibjörg Sólrún þakkaði Heimdellingum fyrir sig í ræðu á ársfundi Út- flutningsráðs í fyrradag. Hún rifjaði upp haftatímann og hvernig Viðreisn- arstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks jók frjálsræði og fækkaði höft- um. „Afleiðingarnar voru ekki aðeins mældar í krónum og aurum heldur einnig í betra og heilbrigðara andrúmslofti í þjóðfélaginu,“ sagði utanrík- isráðherrann. Hún sagði líka að stjórnmálamönnum bæri fyrst og fremst að gæta al- mannahagsmuna. „Við getum ekki látið eins og rödd neytenda sé ekki til,“ sagði Ingibjörg Sólrún og sagðist ekki telja réttlætanlegt að halda uppi toll- múrum á pasta, kjúklingum og svínakjöti til að halda uppi verði á lamba- kjöti. Hún lofaði að berjast fyrir því að uppboði á tollfrjálsum innflutnings- kvóta yrði hætt, þannig að tollfríðindin skiluðu sér beint til neytenda. Ingibjörg Sólrún sagðist hafa þá trú á íslenzkum bændum og mat- vælaframleiðendum, að þeir yrðu ekki undir í frjálsri samkeppni, heldur myndi vöruþróun eflast, vöruúrval aukast og innvið- irnir styrkjast. „Ég er þess fullviss að sömu lögmál gilda í landbúnaði og í öðrum atvinnugreinum,“ sagði for- maður Samfylkingarinnar og hljómaði eins og berg- mál af landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Vandi ís- lenskra bænda er eftirlegukindurnar sem verða að lokum þrælar þess staðnaða kerfis sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að byggja upp og varið með kjafti og klóm.“ Hvað á fólk að halda? Heimdellingar álykta eins og ungkratar. Formaður Samfylkingarinnar talar eins og sjálfstæðismaður. Og landbúnaðarráðherrann lætur eins og framsóknarmaður. Hver sneri pólitíkinni á hvolf? Pólitíkinni snúið á hvolf SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Auðvitað væri það Ólafi Ragnari eitur í beinum ef eitthvert peð byði sig fram gegn honum því allt minna en 95% stuðningur væri ósigur. Ég held að almenningur vilji ekki sjá forseta- kosningar og raunar held ég að Ólafur njóti ótrú- lega mikil stuðn- ings. Að minnsta kosti þekki ég engan sem hefur sérstakan áhuga á því að end- urtaka skrípaleikina úr kosning- unum 1980 og 1996. En þótt eng- in ástæða sé til annars en að leyfa Ólafi Ragnari að halda áfram að leika kóng á Bessastöðum er ekki þar með sagt að ekki eigi að vera eðlilegt aðhald að forsetanum … Árni Snævarr arni.eyjan.is BLOGGARINN Kóngurinn Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að það detti engum ábyrg- um stjórnmálamanni í hug að taka mark á ólög- legum aðgerðum. Nú liggur það fyrir að Geir H. Haarde stóð að því að ryðja í gegnum Alþingi eftirlaunalögum ráðherra og æðstu embættis- manna. Samkvæmt lögum á að kostnaðarmeta frumvörp, en það var ekki gert. Auk þess héldu Sjálfstæðismenn því fram að kostnaður vegna frumvarpsins væri enginn eða í mesta lagi 6 millj. kr. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir um- ræðum og endurskoðun ... Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Að taka mark Ríkissjóður er ekki sjálfstæður lögaðili í eigu Sjálfstæðisflokks- ins eða sitjandi ríkisstjórnar. Kannski heldur það einhver en það er þá mis- skilningur. Það rétta er að rík- issjóður er sam- eign íslensku þjóðarinnar. Þeg- ar svo er komið að efnahagsleg kreppa, óðaverðbólga og mögu- legt hrun vegna skuldasöfnunar vofir yfir er algerlega óviðunandi að yfirvöld geri það eitt að metast við þegnana um það að þau hafi nú staðið sig betur en hinir skuldsettu. Ríkið hefur tekið aðra hverja krónu af veltufé lands- manna í sinn vasa ... Bjarni Harðarson bjarnihardar.blog.is Sameign allra Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Þegar ég las forsíðufrétt 24 stunda í gærmorgun sem bar yfirskriftina „Áfengi í stað matar“ kom strax upp í huga minn að þetta væri alls ekki ný frétt. Þegar ég kom heim frá námi, sem var upp úr 1980, heyrði ég konur oft segja þetta. Þær voru jafnvel stoltar af því að segja mér að þær hefðu ekkert borðað í dag vegna þess að þær ætluðu að fá sér í glas í kvöld. Þetta sýnir fáfræði þessa fólks um næringar- og orkuneyslu líkama síns. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að orka er ekki sama og næring. Líkaminn þarf orku til að geta starfað allan daginn en hann þarf einnig um 50 næringarefni til að starfa eðlilega. Þarna er mikill munur á. Mikið af því sem við borðum gefur okkur mikla orku en enga næringu, þar má meðal annars nefna alkóhól og gosdrykki. Orkuefni fæðunnar eru kolvetni, prótín, fita og alkóhól. Segja má að þau séu eldsneyti fyrir líkam- ann eins og bensín er eldsneyti fyrir bílinn. Það er mjög almennt að fólk átti sig ekki á mik- ilvægi næringarefnanna og haldi að vellíðan snúist aðallega um orkuefnin og útlitið. Skortur á næringarefnun getur orsakað mjög marga kvilla, suma er hægt að bæta en aðrir geta verið varanlegir og má þar til dæmis nefna klofinn hrygg sem stafar af skorti á fólasíni í fæðu móður á með- göngu. Önnur skortseinkenni næringarefna eru þreyta, náttblinda, líflaust hár, brotnar neglur, punktblæð- ingar (marblettir), almennt þróttleysi, melting- artruflanir, breytingar á húð, húðútbrot, þunglyndi, sinnuleysi, ógleði, sár í munni og munnvikum, kláði og sviði í aug- um, ljósfælni og höfuðverkur. Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi og hvet ég alla til að gæta vel að næringarinntöku sinni og hafa það í huga að til að lík- aminn starfi eðlilega og við getum fengið það besta út úr okkar lífi þurfum við að vera rétt næring- arlega samsett. Höfundur er næringarráðgjafi Mikilvægi næringarefna ÁLIT Guðrún Þóra Hjaltadóttir gthh@internet.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Brúðarblað Auglýsingasímar: Katrín Laufey 510 3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510 3722 kolla@24stundir.is Sérstakt brúðarblað fylgir með 24 stundum föstudaginn 11. apríl. Rætt verður við verðandi brúðhjón og hjón sem hafa verið gift lengi og rifja upp brúðkaupsdaginn. Spurt er hvort stóru brúð- kaupsveislurnar séu að víkja fyrir litlum, fámennum veislum? Við fjöllum um sveitabrúðkaup og giftingu hjá sýslumanni. Nýjustu brúðarkjólarnir, terturnar og hver eru vinsælustu lögin í brúðkaupum? 11. apríl Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína Það verður fjölbreytt og skemmtilegt efni í brúðarblaði 24 stunda.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.