24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 15 Steingrímur Hermannssonþótti hafa föðurlegt yf-irbragð sem forsætisráðherra sem þjóðin kunni vel að meta og gerði hann vinsælan. Davíð Oddsson þótti líka hafa slíkt yfirbragð, að minnsta kosti fyrstu árin í forsætisráðherrastólnum, hann gantaðist og talaði við þjóð- ina í góðlátlegum tóni. Geir Haarde virðist hafa annan stíl því bloggheimur telur hann hroka- fullan í garð fólksins í landinu hvort sem um flutningabílstjóra er að ræða eða aðra. Ögmundur Jónasson tekur undir það og segir á heimasíðu sinni: „Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætti að vara sig á hrokafullum við- brögðum af því tagi sem hann sýndi í þinginu.“ Ögmundur spurði ráðherra um ferðir í einka- þotum á Alþingi í fyrradag sem Geir þótti afar lágkúrulegt. Egill Helgason er gagn-rýndur í greinum í Morg-unblaði og Fréttablaði í gær og sakaður um að vera öfga- hægrimaður vegna vals á viðmælanda í þætti sínum þar sem fjallað var um umhverfismál og Al Gore. Egill svarar fyrir sig á heimasíðu sinni og segir: „Maður hefur vit- laust fyrir sér af því maður er ekki í réttu liði og tekur ekki undir með því sem „allir“ eru að segja.“ Í framhaldinu bendir Egill á ranghugmyndir í fræðum nób- elsverðlaunahafans Al Gore og bætir síðan við: „Þegar svo er litið til þess að Gore lifir engan veginn samkvæmt fræðum sínum, að hann á stórar uppljómaðar hús- eignir, kaupir fast- eignir við sjávarsíð- una í San Fransisco-flóa, að af fræðum hans leiðir stórkostlegur bis- ness með útblást- urskvóta þar sem hann á hags- muna að gæta og að hann tekur morð fjár fyrir fyrirlestra sína og kolefnisspúandi ferðalög – er þá furða að manni detti í hug að hann sé charlatan?“ Þar á Egill við að hann sé svikahrappur eða loddari. Leiðari Fréttablaðsins í gær er á svipuðum nótum, enda margir sem telja Al Gore fara yfir strikið í málflutningi sínum um hlýnun jarðar. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Stimpilgjald er skattheimta sem gerir viðskiptaumhverfið erfiðara en það væri ef stimpilgjaldið yrði fellt burt. Bent hefur verið á að stimpilgjaldið sé m.a. til þess fallið að draga úr möguleikum lántak- enda til að skipta um lánastofnun og taka ný og hagstæðari lán. Þeg- ar kostnaður við uppgreiðslu og stimpilgjald nýrra veðskjala kemur til viðbótar þá er ávinningurinn af nýju láni oft takmarkaður eða enginn. Stimpilgjaldið mismunar líka lántakendum. Þeir sem eiga þess kost að fá tryggingabréf í stað veðskuldabréfs þurfa ekki að greiða nema 0,5 prósent af höf- uðstól á meðan þeir sem þurfa að þinglýsa veðskuldabréfum þurfa að greiða 1,5 prósent af höfuðstól. Kaupendur húsnæðis þurfa að greiða umtalsverða fjármuni vegna stimpilgjalds af kaupsamn- ingi, afsali og lánaskjölum. Þeir sem verst eru settir í þjóðfélaginu og þurfa að sæta því að gert sé hjá þeim lögtak fyrir skuldum við rík- issjóð þurfa að sæta því að stimp- ilgjald bætist ofan á allt annað við þinglýsingu gerðarinnar. Stjórnarflokkarnir lofuðu að þeir myndu fella stimpilgjaldið niður. Ekkert hefur enn orðið úr efndum á því loforði. Við gerð kjarasamninga milli Samtaka at- vinulífsins og ASÍ lofuðu tals- menn ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir að stimpilgjaldið yrði af- numið að hluta. Ríkisstjórnin ætl- ar að efna kosningaloforðið að hluta núna. Afganginn á sjálfsagt að bíða með þangað til hillir und- ir næstu kosningar til Alþingis. Stimpilgjöld eru úrelt og órétt- lát tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöld- um árið 2007 eru áætlaðar um 6,2 milljarðar króna. Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum hafa verið um- talsverðar á þensluárunum frá 2005 en ljóst hefur verið að þau mundu dragast verulega saman þegar umsvif minnkuðu í þjóð- félaginu, þá sérstaklega þegar um- svif minnkuðu á fasteignamark- aðnum. Samt sem áður má ætla að tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi geti numið um 5 milljörðum á venjulegu ári. Með því að fella stimpilgjöld niður yrði ríkissjóður fyrir nokkru tekjutapi sem nemur þó innan við 2 prósentum af heildargjaldtöku ríkisins. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í sam- ræmi við þau fyrirheit sem gefin voru samningsaðilum við kjara- samninga. Fjármálaráðherra gefur þó ekki meira en slitið hefur verið þegar undan skattaránsnöglum hans. Afnema á stimpilgjald vegna kaupa á fyrstu íbúð og lögin eiga ekki að koma til framkvæmda samkvæmt frumvarpinu fyrr en 1. júlí. Frumvarp ráðherrans er gall- að að mörgu leyti. Í fyrsta lagi á að setja upp flólkið eftirlitskerfi með því hverjir séu að kaupa íbúð í fyrsta sinn. Þá er innbyggt órétt- læti í kerfið með því að takmaka niðurfellinguna við þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti. Fólk þarf iðulega að kaupa nýtt húsnæði vegna breyttra aðstæðna. Algeng- ast er að sami einstaklingur þurfi að skipta um húsnæði ekki sjaldn- ar en 4 sinnum á lífsleiðinni og það allt af þörf vegna breyttra að- stæðna. Í þriðja lagi eiga lögin ekki að taka gildi um leið og þau kunna að verða samþykkt. Það mun leiða til þess að húsnæð- ismarkaðurinn stíflast. Kaupendur sem eiga rétt á niðurfellingu stimpilgjalds samkvæmt lögunum draga að kaupa húsnæði þangað til þeir eru lausir við þessi auka- gjöld sem geta numið allt að hálfri milljón. Mergurinn málsins er þó sá að það er mikilvægt að losna við þessa óréttlátu gjaldtöku í eitt skipti fyrir öll. Margir horfa fram á samdrátt í viðskiptum á þessu ári og þegar svo horfir þá er það hlutverk ríkisins að auðvelda við- skipti fólks og afnema svo sem mest má vera óréttláta skatt- heimtu. Við eigum því að skora á ríkisstjórnina að standa við kosn- ingaloforð sitt núna og afnema stipmilgjaldið núna. Það er ekkert réttlæti í því að afnema stimp- ilgjaldið bara fyrir suma, það þarf að losna við stimpilgjaldið. Höfundur er alþingismaður Burt með stimpilgjaldið VIÐHORF aJón Magnússon Þeir sem verst eru settir í þjóð- félaginu og þurfa að sæta því að gert sé hjá þeim lögtak fyrir skuld- um við ríkissjóð þurfa að sæta því að stimpilgjald bætist ofan á allt annað við þinglýsingu gerðar- innar. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest 8. maí frá kr. 49.990 Frábær 4 nátta ferð um Hvítasunnu! Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Vorið er frábær tími til að heimsækja borgina. Tíminn í þessari ferð nýtist einkar vel þar sem flogið er út í beinu morgun- flugi en heim seint að kvöldi annars í Hvítasunnu. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Verð kr. 49.990 - *** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Tulip Inn *** með morgun- mat. Aukalega kr. 4.000 ef gist er á Hotel Mercure Duna ***. Verð kr. 59.990 - **** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Atrium **** með morgunmat. M bl 98 98 95

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.