24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Á námskeiðinu einblínir Gréta á það hvernig best er fyrir foreldra að tala við börnin þannig að þau hlusti og læri. En það er einn liður hinnar hjartanærandi uppeldis- aðferðar. „Ég á sjálf 12 ára son sem er greindur með ADHD með mót- þróaþrjóskuröskun og hef notað aðferðina á hann. Í framhaldi af því hefur orðið alveg ótrúlega já- kvæð breyting á honum þrátt fyrir mörg áföll á leiðinni,“ segir Gréta sem áður hafði reynt margvíslegar aðferðir án árangurs. Að leyfa tilfinningar „Það er svo mikilvægt að tala rétt við börnin og spegla það sem þau segja. Ef barn kemur t.d. ösku- reitt heim úr skólanum og finnst hann ömurlegur er betra að segja; Já, ég heyri að þér finnst skólinn hundleiðinlegur, frekar en að segja eitthvað í dúr við nei, nei, þér finnst skólinn ekkert ömurlegur, sem flestir foreldar eru fljótir að segja. Þannig leyfum við barninu að hafa sínar tilfinningar og barnið veit að hlustað er á það,“ segir Gréta. Hún segir aðferðina byggja á þremur þrepum sem séu í raun svo ótrúlega einföld að fólk trúi því ekki fyrr en það reyni þau sjálft. „Í fyrsta lagi er að hrósa barninu um leið og það framkvæmir hlutina. Annars vegar fyrir reynsluna eða það sem barnið hefur þegar gert og loks er það hin svokallaða forvarn- arviðurkenning. Hún byggist á því að segja eitthvað í dúr við: Takk Atli minn fyrir að láta Söndru vera og leyfa henni að læra í friði,“ eins og ég segi stundum við strákinn minn,“ segir Gréta. Þessi leið sé best til að kenna börnum reglurnar frekar en að skamma þau þegar illa fer því börn sæki í neikvæða at- hygli rétt eins og fullorðnir gera. Myndi nýtast vel í skólum Gréta segist gjarnan mundu vilja að skólarnir nýttu sér þrepin þrjú þar sem þau séu mjög svo einföld fyrir kennara að tileinka sér. Síð- asta námskeið hafi verið vel sótt enda grípi foreldrar sem allt hafa reynt nýjar og árangursríkar að- ferðir feginshendi. „Staðreyndin er sú að foreldrar kenna sér um og fá gjarnan óbein skilaboð frá yf- irvöldum og skóla um að þeir séu ómögulegir uppalendur. Um leið og barnið finnur að foreldrarnir hafa áhuga á því sem það er að gera nær það hins vegar að einbeita sér mun betur og viðfangsefnið verður spennandi. Þannig býr maður til velgengni fyrir börnin samhliða daglegu skipulagi þar sem orku barnsins er beint í skipu- lagðan farveg og leyft að njóta sín,“ segir Gréta. Hegðunarmótun fyrir krefjandi börn og unglinga Hjartanærandi aðferðir gefast vel ➤ Athyglisbrestur og ofvirkni ertaugaþroskaröskun sem get- ur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlög- un. ➤ ADHD er alþjóðleg skamm-stöfun og stendur fyrir Atten- tion Deficit Hyperactivity Dis- order eða athyglisbrest og ofvirkni. ADHDGréta Jónsdóttir, fjöl- skyldu- og hjónaráðgjafi, beitir svokallaðri Hjarta- nærandi uppeldisaðferð til að kenna foreldrum auðveldar leiðir í hegð- unarmótun fyrir krefjandi og erfið börn og ung- linga. Skammir Ekki endilega rétta leiðin, segir Gréta Jónsdóttir. KYNNING Ungbarnanudd er yndisleg aðferð fyrir foreldra og börn til að tengj- ast enn betur auk þess sem sýnt hefur verið fram á að ung- barnanudd hafi góð áhrif á þroska barnsins, að sögn Hrannar Guð- jónsdóttur heilsunuddara. Hrönn býður upp á stutt námskeið í ung- barnanuddi þar sem foreldrar geta lært hvernig best er að bera sig að. „Námskeiðið er einu sinni í viku í fjórar vikur. Á námskeiðinu nudda ég dúkku á meðan foreldrar nudda börnin sín en þau læra að nudda fætur, maga, andlit, bak, bringu og handleggi,“ segir Hrönn og bætir við að það sé mjög misjafnt hvern- ig börnunum líkar nuddið. „Sum börn elska að láta nudda sig frá fyrsta degi en önnur þurfa aðlög- unartíma. Nuddið hefur hins vegar mjög góð áhrif á þau, bætir melt- ingu og svefn, losar um spenna og örvar blóðrás auk þess sem nuddið bætir tengslamyndun milli foreldra og barns. Hrönn talar um að æskilegur aldur barns á svona námskeiði sé 1-10 mánaða. „Reyndar er það mjög einstaklingsbundið en oft þarf að aðlaga nuddið frekar að eldri börnunum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á ungbörnum sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast mun hraðar en þau sem ekki eru nudduð.“ Námskeiðið kostar 10 þúsund krónur og frekari upplýsingar má fá á Ungbarnanudd.is. svanhvit@24stundir.is Ungbarnanudd stuðlar að þroska barna Bætir tengslamyndun foreldra og barns Ungbarnanudd Börn sem eru nudd- uð reglulega þroskast hraðar. Í byrjun æviskeiðs barnsins þegar gjafatímar eru ekki komnir í fastar skorður er líklegast að barnið gráti af því að það sé svangt. Það geta þó verið ýmsar aðrar ástæður til að mynda ef barninu er of heitt eða kalt, ef því er illt í maganum eða vill láta skipta á sér. Það getur líka verið að barnið gráti af leiða eða af því að það vantar félagsskap. Grátur á sér því yfirleitt ósköp eðlilegar ástæður en ef þú hefur áhyggjur eða finnst barnið gráta óvenju- mikið skaltu spyrja heim- ilislækninn þinn ráða. Gegndarlaus grátur Sum börn gráta einfaldlega meira en önnur en tímabundnar ástæður geta líkt haft sín áhrif eins og ef farið er með barnið í frí eða ef flutt er á nýjan stað. Börn eru misjafnlega viðkvæm fyrir slíku. Stress er ekki gott fyrir neinn, hvorki fullorða né börn og sagt er að það geti haft áhrif á hegðun barna og hún breyst ef foreldrar þeirra eru mjög stressaðir. Þá get- ur verið erfitt að greina orsök og afleiðingu; stafar stressið af grát- inum eða gráturinn af stressinu? Grátur getur átt sér margar skýringar Stress hefur áhrif Börn gráta Af margvíslegum ástæðum. Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 www.modurast.is Vorvörurnar komnar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.