24 stundir - 09.04.2008, Side 4
sumarhús eru seld innan þjóð-
garðsins. Samkvæmt lögum hefur
nefndin rétt til að ganga inn í hæsta
kauptilboð þegar fasteign í þjóð-
garðinum er auglýst til sölu.
Nefndin hefur einungis einu
sinni gengið inn í kauptilboð á
sumarhúsi árið 2004, en nefndin
hefur fjórtán sinnum þurft að
hafna því að nýta sér forkaupsrétt-
inn vegna fyrrgreinds fjárskorts.
Samkvæmt upplýsingum 24
stunda hafa sumarhúsalóðir í þjóð-
garðinum gengið kaupum og söl-
um fyrir tugi milljóna króna.
„Þingvallanefnd hefur óskað eft-
ir því að fá að kaupa hús í þjóð-
garðinum til að rífa og flytja í burtu
og í einu tilfelli var það gert. Síðan
þá hefur nefndin óskað eftir því við
fjármálaráðuneytið að fá frekara
fjármagn til að kaupa upp fleiri
hús, bæði í Gjábakka- og Kára-
Eftir Ægi Þór Eysteinsson
aegir@24stundir.is
Þrátt fyrir
stefnumörk-
un Þingvalla-
nefndar frá
árinu 2004
um að nefnd-
in kaupi upp sumarhús innan
Þingvallaþjóðgarðs til að stöðva
frekari uppbyggingu sumarhúsa
innan hans, hafa ný sumarhús risið
þar undanfarin ár vegna fjárskorts
nefndarinnar. Mikið rask er nú
vegna framkvæmda á vegum eins
sumarhúsaeigandans á vatnsbakk-
anum innan þjóðgarðsins, rétt
sunnan við Valhöll og Þingvallabæ-
inn. Þar hefur m.a. verið sprengdur
stallur í bergið við vatnsbakkann.
Samkvæmt lögum um þjóðgarð-
inn á Þingvöllum frá 2004 er Þing-
vallanefnd heimilt, eftir því sem
fjárveitingar á fjárlögum leyfa, að
kaupa einstakar fasteignir, mann-
virki og nytjaréttindi sem eru inn-
an þjóðgarðsins og ekki eru í eigu
íslenska ríkisins.
Einu sinni nýtt sér forkaupsrétt
Að sögn Sigurðar Oddssonar
þjóðgarðsvarðar skortir nefndina
fé til að nýta sér forkaupsrétt þegar
staðalandi, en því hefur ávallt verið
hafnað,“ segir Sigurður. „Það er
stefna Þingvallanefndar að fækka
þessum bústöðum en til þess höf-
um við ekki fengið fjármagn.“
Nýjum sumarhúsum fjölgar
Samkvæmt deiliskipulagsreglum
þjóðgarðsins er eigendum sumar-
húsa heimilt að rífa gamla bústaði
og byggja nýja í staðinn á sama
stað. Nýtt sumarhús má að há-
marki vera níutíu fermetrar að
stærð. Þá verður húsið að vera úr
timbri en steypa má undirstöðu
þess og stoðveggi.
„Það hefur færst í vöxt undan-
farin ár að fólk rífi gamla bústað-
inn og byggi nýjan í staðinn. Nýju
bústaðirnir eru þá orðnir miklu
dýrari en þeir sem fyrir voru og
miðað við stöðuna í dag á ég ekki
von á því að við munum nokk-
urntímann hafa efni á að kaupa
þessi nýju sumarhús. Stefna Þing-
vallanefndarinnar er skýr, en til
þess að framfylgja henni skortir
peninga, þetta er ástandið í dag,“
segir Sigurður.
ÞEKKIR ÞÚ TIL
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Þingvallanefnd
peningaþurfi
Þingvallanefnd skortir fé til að kaupa upp sumarhús í þjóðgarð-
inum Þar rísa nú ný sumarhús, þvert á stefnu nefndarinnar
➤ Þingvallanefnd fer með yf-irstjórn þjóðgarðsins fyrir
hönd Alþingis.
➤ Þingvallanefnd ræður þjóð-garðsvörð, sem annast dag-
legan rekstur og ræður ann-
að starfsfólk.
ÞINGVALLANEFND
Framkvæmdir í fjöruborðinu
Hér rís nýtt sumarhús við bakka
Þingvallavatns um þessar mundir.
ÞINGVELLIR
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir
Veggjakrotarar á barnaskólaaldri
voru gómaðir í Hafnarfirði um
helgina. Lögregla segir að þar hafi
verið að verki tveir piltar sem
hafa líklega komist yfir sprey-
brúsa á heimili annars þeirra. Úr
brúsanum höfðu þeir úðað á tvö
hús, þar af var annað íbúðarhús.
Þegar lögreglan kom á vettvang
neitaði annar pilturinn með öllu
að segja til nafns en hinn var öllu
samstarfsfúsari. Foreldrum var
gert viðvart. Vel gekk að ná
veggjakrotinu af íbúðarhúsinu en
óvíst var með hitt húsið.
Ungir krotarar
handsamaðir
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Samtökin gerðu könnun á Colgate Karies kontroll+
tannkremi 75 ml túbu.
Tæplega 180% verðmunur eða 232 krónur var á lægsta
og hæsta verði þar sem Bónus kom lægst út en Hag-
kaup dýrast.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
180% munur á tannkremi
Ingibjörg
Magnúsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Colgate Karies kontroll+ tannkrem
Verslun Verð Verðmunur
Bónus 129
Fjarðarkaup 265 82,2 %
Skagfirðingabúð 259 100,8 %
Þín verslun Seljabraut 298 131,0 %
Melabúðin 305 136,4 %
Hagkaup 361 179,8 %
Málþing
um nýja sjónvarpstilskipun ESB
Menntamálaráðuneyti efnir til málþings um nýja tilskipun
ESB um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Íslensk stjórn-
völd þurfa að innleiða tilskipunina fyrir lok árs 2009. Á
málþinginu verður fjallað um helstu þætti tilskipunarinnar,
fyrirsjáanlegar breytingar á lögum auk þess sem hags-
munaaðilar munu ræða málin í pallborði.
Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu kl. 13.00
þann 10. apríl nk. Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Menntamálaráðuneyti, 9. apríl 2008.
menntamalaraduneyti.is
DAGSKRÁ
13.00 Menntamálaráðherra
flytur opnunarávarp.
13.15 Oliver Schenk frá framkvæmdastjórn
ESB fjallar um tilskipun 2007/65/EBE
og svarar spurningum.
14.15 Karl Axelsson, hrl. og dósent við
lagadeild Háskóla Íslands fjallar um
fjölmiðlalöggjöf hér á landi.
14.30 Kaffihlé.
14.50 Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í
menntamálaráðuneyti fjallar um
ákvæði er varðar auglýsingar í tilskip-
uninni og kynnir niðurstöður kannana
á auglýsingum og viðhorfum til breyt-
inga á auglýsingalöggjöf í íslensku
sjónvarpi.
15.30 Margrét María Sigurðardóttir, umboðs-
maður barna, fjallar um verkefni,
sem unnið hefur verið að, um að tak
marka markaðssókn gagnvart börnum.
15.45 Pallborðsumræður þar sem fjallað er
um nýja tilskipun ESB undir stjórn
Benedikts Bogasonar, formanns út-
varpsréttarnefndar. Í pallborði verða
Ari Edwald, forstjóri 365, Páll Magnús-
son, útvarpsstjóri, Sigríður Margrét
Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins,
Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í
menntamálaráðuneyti og Elva Björk
Sverrisdóttir, stjórnarmaður í Blaða
mannafélagi Íslands og blaðamaður á
Morgunblaðinu.
Oliver
Schenk
Karl
Axelsson
Elfa Ýr
Gylfadóttir
Margrét María
Sigurðardóttir
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki
Auglýsingasíminn er 510 3744