24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 21
Lash be Long er nýjasta nýtt í
augnháralengingum hér á landi.
Snyrtistofan Naglafegurð var fyrst
til að innleiða þessa nýjung og
sækja snyrtifræðingar af öðrum
snyrtistofum þangað á námskeið í
ásetningu. Hárin eru mótuð þann-
ig að þau eru ætíð sveigð og eru
fest á nýjustu hárin sem eru að
byrja að vaxa. En Íris Ívarsdóttir
hjá Naglafegurð segir galdurinn
vera þann að finna stystu hárin þar
sem þau lengstu detta fyrst af.
Umtalsverð þykking
„Lash be Long hefur það fram
yfir önnur merki að í því er fram-
leitt svokallað volume-hár sem er
fínt hár með þremur aukahárum á.
Fyrir þær sem vantar mikið af hár-
um á milli má bæta það upp með
volume-hárunum sem hafa verið
sérstaklega vinsæl hjá eldri konum.
Til að full lenging náist þarf um 40
hár til en einnig er hægt að biðja
um sérstakt maskaraútlit þar sem
er sett meiri þykking, en hægt er að
velja úr þykkt frá 8 til 14 mm, segir
Íris. Augnhárafestingin hefur verið
þróuð þannig að hárin haldast bet-
ur á. Þau eru fest annað hvort und-
ir eða ofan á eftir því hvort við-
komandi er með mjög flöt hár eða
hár sem vísa til hliðar.
Enga olíu
Ekki má nota vatnsheldan
maskara á augnhárin né nota
augnhárahreinsi sem inniheldur
olíu þar sem slíkt getur valdið því
að hárin losni. Íris segir æskilegt að
bursta í gegnum hárin við og við
en annars þarfnist þau ekki við-
halds. Hárin tolla á í um 4 til 8 vik-
ur en þarfnast lagfæringar eftir 3 til
4 vikur. Auk Naglafegurðar er
augnháralenging í boði á Snyrti-
miðstöð Lancome, Snyrtistofu
Grafarvogs, Salon Ritz og Laugum
Spa.
maria@24stundir.is
Vinsæl nýjung í augnháralengingum
Þykkir augnhárin
verulega
Full lenging Krefst
um 40 hára en þau
koma í mismunandi
þykkt frá 8 til 14 mm
og hægt er að biðja
um sérstakt mask-
araútlit.
Það er ekki nóg að fara bara í flott-
um retró fötum út í vorið. Sólgler-
augun eru punkturinn yfir i-ið og
verða að vera í stíl. Þessi koma frá
fyrirtækinu 80s People og eru í
þremur smart litum sem passa við
flesta liti. Jafnvel hægt að eiga alla
þrjá litina til að lenda ekki í vand-
ræðum, ein í töskuna, önnur í
hanskahólfið og þau þriðju heima
við. Hæfilega stór gleraugu sem
skýla þér fyrir hækkandi sól.
Rauð, svört og
hvít fyrir vorið
Bandaríska fyrirtækið Casual Vin-
tage var stofnað af M. Stephanie
Hernandez árið 2005. Hún átti sér
þann draum að reka fyrirtæki sem
sérhæfði sig í notuðum fötum,
fylgihlutum, sólgleraugum og
töskum. M. Stephanie sérvelur
hverja einustu vöru sem hún selur
sjálf og hefur ástríðu fyrir því að
finna eitthvað öðruvísi og flott.
Fleiri vörur má skoða á heimasíðu
fyrirtækisins casualvintage.com.
Sérvalin notuð
föt og töskur
Sjöundi áratugurinn er í uppá-
haldi hjá hönnuðum tískuhúsanna
eins og stendur. Hönnuðurinn
Marc Jacobs hefur stigið skrefi
lengra en flestir með þessari
hönnun. Innblásturinn að kjól-
unum kom frá flugfreyjubún-
ingum sjöunda áratugarins. Geó-
metrísk munstur og æpandi
brúnir og appelsínugulir litir í
bland. Sannarlega retró hönnun
og góð blanda af pínu púkó og
smart.
Í anda flugfreyjubúninga
föstudaginn 18. apríl
Bankastræti 3 S: 551 3635 Póstsendum