24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 VÍÐA UM HEIM Algarve 20 Amsterdam 11 Alicante 17 Barcelona 16 Berlín 14 Las Palmas 21 Dublin 10 Frankfurt 8 Glasgow 10 Brussel 10 Hamborg 10 Helsinki 5 Kaupmannahöfn 10 London 10 Madrid 17 Mílanó 13 Montreal 2 Lúxemborg 4 New York 6 Nuuk -1 Orlando 13 Osló 9 Genf 10 París 8 Mallorca 17 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 5 Suðlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað að mestu sunn- antil og úrkomulítið, en annars bjart með köflum. Þykknar heldur upp vestanlands síð- degis. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 8 stig síðdeg- is. VEÐRIÐ Í DAG 5 3 -5 2 -1 Hlýnar í veðri Suðaustan 8-15 m/s við suður- og vest- urströndina og dálítil væta, en hægari og bjart að mestu norðan- og austanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 4 0 3 1 Allt að 10 stiga hiti „Það er verið að ala á þeirri staðalímynd að allir Pólverjar séu veiðiþjófar,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, um grein í nýjasta hefti Veiði- mannsins sem ber heitið „Þeir kunna að bjarga sér í Póllandi“. Í greininni segir blaðamaður frá því sem honum þykir vera frumstæðar veiðiaðferðir heimamanns sem hann rakst á í ferð sinni til Pól- lands. Blaðamanni Veiðimannsins þótti skondið að fylgjast með veiði- manninum bisa við að koma fá- tæklegri bifreið sinni í gang: „Eftir stóðu skellihlæjandi Íslendingar sem fylgdust með einstökum til- burðum pólsks veiðimanns sem hafði líklega gilt veiðikort upp á vasann líkt og þeir Pólverjar sem fiska í dýrustu laxveiðiám Íslands.“ Og um stoltan veiðimanninn að veiði lokinni segir hann: „Með lopahúfuna niður að nefi brosti veiðimaðurinn sínu breiðasta svo yfirvararskeggið teygði sig út fyrir horaðar kinnarnar.“ Einari þykir tónninn í greininni vera yfirlætisfullur. „Það er verið að setja Íslendinga skör hærra en Pól- verja.“ Unnur Dís Skaptadóttir, pró- fessor í mannfræði við Háskóla Ís- lands, tekur undir að skrifin beri vott um fordóma og fáfræði. „Höf- undur áttar sig líklega ekki á því að með svona skrifum sé verið að ýta undir neikvæð viðhorf í garð Pól- verja.“ hlynur@24stundir.is „Eftir stóðu skellihlæjandi Íslendingar“ Eru allir Pólverjar veiðiþjófar? Umdeild Greinin þykir fordómafull. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að hætt verði við sölu á húsinu við Fríkirkjuveg 11 til Novators, fjárfestingarfélags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Novator átti á sínum tíma hæsta tilboðið í húsið, en í því kom fram að forsenda þess væri að nýir eig- endur fengju að gera breytingar á umhverfi hússins sem væru nauð- synlegar í ljósi þess hlutverks sem húsinu væri ætlað. Tillögur um þessar breytingar hafa í þrígang komið fyrir borgarráð en ávallt verið teknar af dagskrá. Borgarfulltrúarnir segja ljóst að ef ekki er hægt að upfylla forsendur tilboðsins sé réttast að hætta við söluna. elias@24stundir.is Tillaga Vinstri grænna í borgarstjórn í dag Vilja hætta við sölu Fríkirkjuvegar 11 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir aðild að svonefndu Tryggingastofnunarmáli. Á rúmlega 5 ára tímabili gaf kona sem þar starf- aði út 781 tilhæfulausa kvittun fyrir útborgun og blekkti gjaldkera TR til að greiða að tilefnislausu tæpar 76 milljónir króna úr sjóðum stofn- unarinnar. Þá var 52 ára gömul kona dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild að sama máli. Mál mannsins og konunnar voru skilin frá aðalmálinu, sem ekki hefur verið dæmt í enn. Alls voru 20 ákærð í málinu. Maðurinn, sem dæmdur var í gær, var fundinn sekur um að hafa haft milligöngu um að útvega reikninga, sem greitt var inn á með sviksamlegum hætti. Inn á reikninga mannsins runnu rúmar 9 milljónir króna. Konan var ein þeirra sem tóku við fénu en inn á reikning hennar voru á þriggja ára tímabili lagðar um 7 milljónir króna í 69 færslum. mbl.is Fangelsi fyrir aðild TR-máli Foreldrasamtökin Vímulaus æska taka í notkun nýtt Foreldrahús við Borgartún 6 í dag. Vímulaus æska hefur rekið For- eldrahúsið í Vonarstræti 4b í Reykjavík frá því í apríl 1999 en nú flyst öll starfsemin í ný húsa- kynni í Borgartúni 6. Nýtt Foreldra- hús opnað Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hittast hjá ríkissáttasemjara á morgun. „Við viljum skamm- tímasamning fram á næsta vor vegna óvissunnar í þjóðfélaginu en fulltrúar Icelandair hafa al- gjörlega hafnað því. Þeir vilja samning til 30. nóvember 2010,“ segir Örnólfur Jónsson, formað- ur samninganefndar flugmanna. Hann segir það skýrast í lok vik- unnar hvenær verkfall verður ef til þess kemur en félagsmenn hafa lagt til að undirbúningur þess verði hafinn. ibs Flugmenn undirbúa verkfall Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Fjarvistir starfsmanna í fyrirtækj- um hér á landi hafa aukist að með- altali um rúmlega 2 daga á hvern starfsmann á árunum 2004 til 2006. Það gerir aukningu upp á tæplega 1.700 ársverk ef miðað er við íslenskan vinnumarkað í heild árið 2007. Þetta kemur fram í gagnagrunni ParX viðskiptaráð- gjafar IBM Fjarvistirnar jukust að meðaltali um 1,5 dag á hvern starfsmann á milli áranna 2004 og 2005, en um 0,7 milli 2005 og 2006. Verst mætt hjá hinu opinbera Snorri Jónsson, mannauðsráð- gjafi hjá ParX, segir mikinn mun á fjarvistum á milli atvinnugreina. Tíðastar séu þær hjá opinberum stofnunum og munar mestu í lang- tímafjarvistum. Fjarvistir séu til að mynda helmingi algengari hjá hinu opinbera en hjá hátæknifyrirtækj- um. „Þetta kemur mjög á óvart, og þarfnast nánari skoðunar,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lekt- or við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann bendir þó á að kröfur til starfsmanna séu að aukast, sem og álagið, og hagræð- ing innan fyrirtækja valdi því oft að fleiri störf færast á hvern starfs- mann. „Eitthvað þarf þá undan að láta og oft er það heilsan.“ Fjölgun fjarvista getur haft mik- inn kostnað í för með sér fyrir fyr- irtæki og stofnanir. Ef miðað er við meðalgrunnlaun félagsmanna Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) árið 2007, 222 þús. kr. á mánuði, kosta 1.700 ársverk rúma 4,5 milljarða. Ef miðað er við með- algrunnlaun VR árið 2007, 329 þús. kr. á mánuði, kosta 1.700 árs- verk rúma 6,7 milljarða. Snorri segir þó erfitt að meta kostnað vegna fjarvista. Ekki sé víst að sá sem hleypur í skarðið fyrir veikan starfsmann skili jafn mikilli framlegð og sá sem leystur er af, né hvort einhver yfirhöfuð geti leyst hann af. „Það er til mikils að vinna að fækka fjarvistardögum, enda geta ástæður fjarvista oft legið í þáttum sem hægt er að fyrirbyggja,“ segir Snorri. Hann segir þó erfitt að full- yrða um hvað þurfi að bæta hjá fyrirtæki til að fækka fjarvistum. Fjarvistir tíðastar hjá hinu opinbera  Fjarvistir aukast um 1.700 ársverk milli áranna 2004 og 2006  Kröfur til starfsmanna og álag hefur aukist, segir lektor Snorri Jónsson Segir til mikils að vinna að fækka fjarvistardögum. ➤ Að meðaltali hafa fjarvistiraukist um rúmlega 2 daga hjá hverjum starfsmanni hér á landi, skv. könnun ParX. ➤ Um 130 fyrirtæki með um 60þúsund starfsmenn tóku þátt í könnuninni. FJARVISTAKÖNNUN ● Lést í eldsvoða Maðurinn sem lést í eldsvoða í raðhúsi við Skúlabraut 45 á Blöndu- ósi að morgni sunnudags hét Björn Kristjánsson, 48 ára. Hann lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Tilkynnt var um eldsvoðann klukkan 6.15 á sunnudags- morgun. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Blönduósi er íbúðin mikið skemmd ef ekki ónýt eftir eldsvoðann. Þá fór reykur um nærliggjandi íbúðir í raðhúsinu. Eldsupptök eru ókunn. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins auk lögreglunnar á Blönduósi. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.