24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir www.honda.is Hafðu samband við sölumann o g fáðu sendan nýjan m ótorhjólabæklin g eða náðu í hann á n etinu á www.ho nda.is MÓTORHJÓL 27.2.2008 11:2 0:52 Honda CRF hjólin eru eingöngu hönnuð fyrir notkun utan vega, á þar til gerðum motocross svæðum. Foreldrar eru hvattir til að meta aldur, stærð, þroska og hæfi leika barna sinna áður en þeir leyfa þeim að hjóla á motocross hjólum. Vertu ábyrgur einstaklingur, notaðu ávallt hjálm og réttan hlífðarbúnað. Virðum íslenska náttúru. Bæjarfulltrúar Á-lista gera at- hugasemdir við fréttaskrif 24 stunda Fyrir skömmu gerði bæjarstjór- inn á Álftanesi athugasemdir við fréttaskrif á forsíðu 24 stunda með yfirskriftinni „Starfsfólk á flótta“. Í forsíðufrétt var látið að því liggja að bæjarstjórinn ætti í erfiðleikum með samstarf við starfsfólk sitt. Þá var fréttin þannig unnin að ekki var leitað álits stjórnenda sveitarfé- lagsins á efni hennar. Í svargrein bæjarstjórans var vakin athygli á að forysta sjálfstæðismanna á Álfta- nesi virtist eiga góðan aðgang að fréttasíðum blaðsins. Bæjarstjórinn benti réttilega á að uppsagnir á bæjarskrifstofum hefðu verið af persónulegum ástæðum starfs- manna sem ekki væri venja að ræða opinberlega. Árásir eftir uppskrift En það er skammt stórra högga á milli. Í 24 stundum þann 14. mars sl. eru enn fréttaskrif sem ætluð eru til að vega að heiðri bæjarstjórans á Álftanesi og hafa af honum æruna. Nú er yfirskriftin „ Deilt um laun bæjarstjóra“. Í undirfyrirsögn er svo leirinn hnoðaður, en þar segir: „Bæjarstjóri Álftaness er jafnvel sekur um fjárdrátt, segir í áliti lög- manns.“ Orðin „jafnvel sekur“ og aðrir fyrirvarar lögmannsins fá svo ekki sérstaka umfjöllun í fréttinni heldur er kynt undir áróðri um brotlegan bæjarstjóra. Bæjarstjór- inn er sagður taka sér laun fyrir nefndarstörf þar sem aðrir bæjar- stjórar sitji launalaust. Þarna er far- ið rangt með. Álits ekki getið Þessi einlitaða frétt er spennt yfir hálfa fréttasíðu, og þrátt fyrir ít- arlegt samtal blaðamanns við bæj- arstjórann er aðeins vitnað í örfá- um orðum til ummæla hans. Öll fréttin er lögð undir lögfræðiálit Sveins Andra Sveinssonar lög- manns sem pantað var af forystu D-listans. Hvergi er getið rök- semda bæjarstjóra eða bæjarfull- trúa Á-lista sem þó eru einu aðilar samningsins. Ekki er birt það ákvæði í ráðningarsamningnum sem deilt er um. Ekki er getið álits Ragnars Aðalsteinssonar, lög- manns sveitarfélagsins, eða álits endurskoðanda sveitarfélagsins, Grant Thornton, en bæði þessi álit staðfesta lögmæti samningsins og ganga í aðra átt en álit Sveins Andra. Hér er sem sagt búin til ljót árás á bæjarstjórann, byggð á hæpnu lögfræðiáliti, en að engu getið álita sem bæjarfélagið hefur aflað hjá virtum lögmanni og end- urskoðanda. Í tilefni af þessari frétt viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Samningur við bæjarstjóra var löglega samþykktur í bæjarstjórn. Aðilar að ráðningarsamningi bæjar- stjóra eru tveir, annars vegar bæj- arstjórinn og hins vegar bæjar- fulltrúar Á-lista. Enginn ágreiningur er milli þessara aðila um túlkun samningsins eða launaákvæða hans. Bæjarfulltrúar D-listans eru ekki aðilar að samningnum og studdu hann ekki við afgreiðslu í bæjar- stjórn. Rétt er þó að geta þess að þeir gerðu ekki athugasemdir við launaákvæði hans við umræðu í bæjarstjórn þar sem hann var sam- þykktur í júní 2006. Umrætt launa- ákvæði er eftirfarandi: „Auk fastra launa fær bæjarstjóri laun fyrir setu í stjórnum og ráðum sem eru í samstarfi við önnur sveit- arfélög, samtök þeirra eða ríkisvald eða samtök og stofnanir sem ekki falla undir stjórnsýslu bæjarfélags- ins og sem bæjarfulltrúi í bæjar- stjórn.“ Í lögfræðiáliti lögmanns sveitar- félagsins, segir m.a.: „Bæjarstjórn er stjórnvald og um meðferð þess valds fer eftir stjórn- sýslulögum nr. 37/1993.“ Framan- greint ákvæði í ráðningarsamningi stangast ekki á við ákvæði þeirra laga. Málefnaleg sjónarmið eru að baki því samningsákvæði, að greiða skuli sérstaklega fyrir fundarsetur bæjarstjóra utan stjórnsýslu. Lokaorð álits lögmanns sveitar- félagsins eru eftirfarandi: „Samkvæmt framansögðu er það fyrirvaralaus niðurstaða mín, að framangreint ákvæði í ráðning- arsamningi við bæjarstjóra sam- ræmist lögum í hvívetna og sé bindandi fyrir sveitarfélagið.“ Samanburður við laun Það gæti verið áhugavert fyrir 24 stundir að bera saman laun bæj- arstjórans á Álftanesi og laun ann- arra bæjarstjóra, en þá mun koma í ljós að þau eru lægri en almennt gerist. Eins gæti verið fróðlegt að bera saman laun núverandi bæjarstjóra og laun fyrrverandi bæjarstjóra og sveitarstjóra D-listans til margra ára á Álftanesi. Á síðasta kjörtíma- bili D-listans vorið 2003 voru laun þáverandi bæjarstjóra D-lista um 730 þúsund. Þessi laun framreikn- uð samkvæmt launavísitölu væru um síðustu áramót rúmar milljón krónur. Til samanburðar voru föst laun núverandi bæjarstjóra 600.000 við gerð samningsins í júní 2006 og eru í dag 662.903,00 kr. Að lokum má upplýsa blaðið um að þóknanir til bæjarstjóra á Álfta- nesi vegna starfa utan stjórnsýslu eru um 30-40 þúsund kr. á mánuði að jafnaði en geta þó verið breyti- legar frá einum mánuði til annars. Hættið persónulegum árásum Hér hefur í stuttu máli verið svarað rætnum persónulegum árásum á bæjarstjóra Álftaness í frétt 24 stunda í mars sl., en okkur er kunnugt um að heimildarmaður blaðsins er núverandi oddviti D- listans og fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, sá sami og kom af stað fréttaskrifum um starfsmannahald á bæjarskrifstofum. Við hörmum þessi skrif en þykjumst sannfærð um að þegar öll kurl eru komin til grafar muni þau fyrst og fremst hitta fyrir höfund sinn. Við óskum eindregið eftir því að sjálfstæðismenn á Álftanesi taki í taumana og fái fulltrúa sína í bæj- arstjórn til að taka upp ný og mál- efnaleg vinnubrögð. Ekki verður lengur unað við óbreytt ástand. Röngum og ærumeiðandi ásökunum svarað UMRÆÐAN aKristján Sveinbjörnsson, forsetibæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Á- lista, Margrét Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Á-lista, Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæj- arfulltrúi Á-lista Við hörmum þessi skrif en þykjumst sannfærð um að þegar öll kurl eru komin til grafar muni þau fyrst og fremst hitta fyrir höfund sinn. Álftanes Kirkjan á Bessastöðum. Ritstjórn 24 stunda vísar þessum síðbúnu athuga- semdum bæjarstjórnarmeiri- hlutans á Álftanesi rakleiðis til föðurhúsanna. Við vinnslu fyrrnefndrar fréttar um starfsmannaflótta frá bæj- arskrifstofu voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við bæjarstjóra, eins og fram kom í blaðinu. Hann kaus að svara með grein. Það er sömuleiðis rangt að í síðari fréttinni, sem um er rætt, sé álits Ragn- ars Aðalsteinssonar ekki get- ið. Sjálfstæðismenn á Álfta- nesi hafa jafngóðan aðgang að 24 stundum og fylgismenn annarra flokka á Álftanesi og aðrir landsmenn. Aths. ritstj.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.