24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Beygla með rjómaosti og skinku og te-bolli með kostar tvöfalt meira á Kaffitárií Reykjavík en á kaffihúsi í Berlín. Heilar1.250 krónur hér, en bara 629 krónur íBerlín. Hafið það, montnu Mið-Evrópubúar!Við þurfum fleiri fréttir af þessu tagi,fréttir sem lyfta okkur upp og sýna fram á að hér býr alvöru fólk. Fjáð þjóð, sem vílar ekki fyrir sér að borga tvisvar sinn- um meira fyrir brauðið en aumingjar annarra landa. Ég get lagt mitt af mörk- um: Á Íslandi kostar Pet Shop plastdót fyrir krakka miklu meira en í Amerík- unni. Verðlag í Ameríku er fyrir ræfla. Í fyrra ákváðu menn að lækka virð- isaukaskatt af matvælum. Sumir sögðu, að neytendur ættu að njóta góðs af. Þær raddir voru frá einhverjum háskólaborg- urum, sem höfðu búið of lengi í Mið- Evrópu og voru orðnir hryggleysingjar af dvölinni. Auðvitað var þetta gert til að matvöruverslanir gætu hækkað álagn- ingu sína. Núna ætla stjórnvöld að fylgjast náið með verðlagi hér á næstunni, svo fólk geti beint viðskiptum sínum til fyr- irtækja í samræmi við það. Þetta er frá- bær hugmynd. Þá geta allir Íslendingar, aðrir en mestu aumingjarnir, séð það svart á hvítu að það er flottast að kaupa í matinn í klukkubúðunum. Þar er mat- urinn dýrastur og svo miklu, miklu dýr- ari en á meginlandinu. Einstaka undanvillingar geta verslað þar sem ódýrast er. Þeir gera sér vonandi grein fyrir hversu óþjóðlegt það er að styðja slíkar verslanir. Beyglað verðmætamat Ragnhildur Sverrisdóttir fyllist þjóðerniskennd í verslunum YFIR STRIKIÐ Er hægt að tryggja hærra verð? 24 LÍFIÐ Hundurinn Trouble þénaði 12 milljónir dollara í fyrra, meira en bæði Scarlett Johans- son og Jessica Alba. Hundur toppar Scarlett og Jessicu »34 Páll Óskar stýrir Eurovision- þættinum Alla leið sem hefst á RÚV í maí. Valdir spekingar verða með Páli. Páll Óskar stýrir sjónvarpsþætti »38 Raunveruleikaþátturinn Hæðin hefur slegið í gegn. Gulli Helga, stjórnandi þáttarins seg- ist upplifa drauminn. Endurkoma Gulla Helga vel heppnuð »38 ● Alice á Organ Í kvöld fara fram tónleikar til heið- urs rokksveitinni Alice in Chains á Organ en á tón- leikunum mun einvalalið ís- lenskra tónlistar- manna heiðra sveitina og fyrrver- andi söngvara hennar, Layne Staley, sem lést í aprílmánuði fyrir sex árum. „Við vildum bara minna á kappann því hann hefur farið halloka í umfjöllun. Hann var einn af þessum hörkugóðu rokksöngv- urum,“ segir Franz Gunnarsson en hann er á meðal þeirra tónlist- armanna sem spila á tónleikunum. ● Eykur trúverðugleika „Fyrst og fremst er þetta bara við- urkenning á því starfi sem við er- um búnir að vera að vinna síðast- liðin fjögur ár í Háskólanum í Reykjavík. En þetta eykur líka trúverðugleika fyrirtæk- isins erlendis,“ segir Friðrik Heið- ar Ásmundsson en hann fékk ásamt þremur félögum sínum í sprotafyrirtækinu Eff2 techno- logies verðlaun í Frumkvöðla- keppni Innovit um helgina. Verk- efnið snýr að því að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal á mynd- böndum á netinu. ● Dagvaktin hefst „Það eru bara allir í góðum gír, allir voða glaðir í góðu veðri í Þingholtunum,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason en tökur á þátta- röðinni Dagvaktin hófust í Reykja- vík í gær. „Fyrsti dagur er nú yf- irleitt svolítið hægur á meðan fólk er að koma sér af stað, fá tækin til að virka og leikararnir að koma sér í karakter.“ Í dag mun tökuliðið kveðja borgarlífið og halda vestur í Reykhólasveit þar sem megnið af þáttaröðinni verður tekið upp. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.