24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Sverrir Viðar Hauksson, fram- kvæmdastjóri bílasviðs Heklu, hefur alltaf haft áhuga á elda- mennsku. „Fjölskylda mín rak ferðaþjónustu og ég var alltaf í eldhúsinu. Áhuginn hefur fylgt mér alla tíð síðan,“ segir Sverrir. Óvæntur afmælisglaðningur Árið 2005 kom kona Sverris honum á óvart á afmælinu hans. „Ég var búinn að kanna mögu- leikann á því að fara í matreiðslu- nám erlendis en á fertugsafmæl- isdaginn fékk ég gjafabréf á námskeið í Oxford á Englandi. Konan var búin að vinna í því í einhverja mánuði að skipuleggja ferðina og ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í vændum.“ Námskeiðið er haldið á glæsi- legu herragarðshóteli sem rekið er af stjörnukokkinum Raymond Blanc. Hótelið heitir Le Manoir en það nafn á einstaklega vel við. „Við gistum í risastóru herbergi fyrir ofan gamla hesthúsið. Við vorum með glæsilega svefnað- stöðu og stórt baðherbergi.“ Fusion-eldamennska Námskeiðið var að sögn Sverris ekki fyrir algjöra byrjendur held- ur frekar fyrir þá sem hafa reynt fyrir sér í eldhúsinu. „Ég fór á fu- sion-námskeið en hægt er að fara á alls kyns námskeið á staðnum. Nemendurnir voru aðeins átta og við unnum í tveggja manna hóp- um. Við byrjuðum á því að elda hádegismat og þegar við höfðum lokið við hann héldum við áfram að elda. Dagurinn var fljótur að líða enda var alveg ofsalega gam- an allan tímann.“ Íslenskur yfirkokkur Sverrir var fyrsti Íslendingurinn til að fara á námskeið á Le Mano- ir en hann var þó ekki eini Íslend- ingurinn á staðnum. „Ég komst að því að á staðnum starfaði ís- lenskur kokkur og hann bauð mér í spjall í eldhúsið. Kokkurinn heitir Agnar og reyndist vera yf- irkokkurinn á staðnum. Nú rekur hann veitingahúsið Texture í London ásamt fleiri Íslendingum. Námskeiðið var ógleymanlegt og ég mæli sannarlega með því fyrir alla áhugamenn um elda- mennsku,“ segir Sverrir að lok- um. Sverrir Viðar fór á matreiðslunámskeið á breskum herragarði Varði heilum degi í bresku eldhúsi Íslendingar sækjast í sí- auknum mæli eftir því að fá meira út úr fríinu en sólbrúnku og nýjar flíkur í fataskápinn. Námskeið erlendis er frá- bær leið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og læra eitthvað nýtt. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en á hverju hef- ur þú áhuga? Ástríðukokkur Sverrir Viðar lærði að elda á herragarði í Oxford ➤ Á staðnum er hótel, veitinga-staður og námskeiðshald. ➤ Býður meðal annars upp ánámskeið þar sem foreldrar og börn geta lært saman. ➤ Allar upplýsingar er hægt aðnálgast á vefsíðunni www.manoir.com. LE MANOIR 24stundir/Frikki Eins freistandi og það kann að vera að trúa því að hægt sé að ferðast í senn með mikinn far- angur, fyrir lítinn pening og með mikilli gleði, þá telja margir vanir ferðalangar slíkt illmögulegt. Af þessum þremur kostum sé ein- ungis hægt að njóta tveggja í einu. Eflaust vilja flestir eiga ánægju- legar stundir á ferðalögum sínum og séu menn ekki þeim mun efn- aðri getur margborgað sig að reyna að pakka eins litlu niður í ferðatöskur og hægt er. Vissulega gæti verið freistandi að pakka nið- ur sléttujárninu, naglasnyrtisett- inu, einu skópari fyrir hvern dag sem fríið tekur og kraftgalla ef vera skyldi að veður yrðu válynd. En of þungur farangur er sjaldnast til þess fallinn að auka þægindi á ferðalögum ásamt því sem hann er í langflestum tilfellum ónauðsyn- legur. Reyndir ferðalangar læra fljótt að eitt par af gönguskóm og eitt par af spariskóm duga yfirleitt fyr- ir ferðalög erlendis og að sá tími, sem fer í að setja föt í þvottavél á ferðalaginu er í flestum tilfellum hóflegur miðað við þyngslin sem annars hefðu fylgt því að taka með ný föt til skiptanna fyrir hvern einasta dag. Fyrir utan hversu þægilegt það er að hafa einungis léttar töskur meðferðis, þá er alltaf mögulegt að farangurinn týnist og finnist aldrei aftur. Þá er betra að tjónið sé lítið. Gleði, sparnaður og mikill farangur í ferðalögum Tvennt af þrennu í boði LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is a Ég komst að því að á staðnum starfaði íslenskur kokkur og hann bauð mér í spjall í eldhúsið. 113 fm íbúð á jarðhæð til leigu, aðeins reyklausir/reglusamir koma til greina. Fallegar innréttingar, baðherbergi snyrtilegt með góðri innréttingu og flísum. Parket á gólfum. Stór stofa. Hjónaherbergi og barnaherbergi. Stórt og mikið þvottahús sem er með flísum og hefur einnig verið notað sem tölvuherbergi. Laus strax. Leiga 140 þ. með hita og rafmagni. Skammtímaleiga (3 mán. og möguleg framlenging + uppsagnafrestur skv. samkl. Þar sem eignin er í sölu). Uppl. í síma 553 2222 eða 891 9670 (Eggert) eignaver@eignaver.is Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Falleg 113 fm íbúð til leigu í Hvömmunum í Hafnarfirði Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Vilnius 30. apríl frá kr. 49.990 Frábær 4 nátta helgarferð! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í fjögurra nátta helgarferð til Vilnius 30. apríl. Upplagt tækifæri til að njóta vorsins í þessari fallegu borg og dekra við sig í aðbúnaði. Fararstjórar okkar kynna þér sögu borgarinnar og heillandi menningu. Bjóðum frábær sértilboð á Hotel Europa City *** og Hotel City Park ****. Vorið í Vilnius er komið á fleygiferð á þessum tíma og þetta er því einstakur tími til að heimsækja borgina. Ath. aðeins fá herbergi í boði á þessum kjörum. Verð kr. 49.990 - *** gisting Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Europa City *** með morgunmat. Verð kr. 54.990 - **** gisting Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel City Park **** með morgunmat. M bl 9 89 89 5 Síðustu sætin! Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.