24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Barmstórar konur veigra sér margar hverjar við að ganga í bak- lausum toppum og kjólum þar sem þær geta ekki hugsað sér að sleppa brjóstahaldaranum. Það er því óhætt að segja að úrvalið af léttum flíkum geti orðið takmark- að fyrir þær brjóstgóðu á sumrin. Brjóstahaldaraframleiðendur hafa gert fjölmargar tilraunir til þess að koma til móts við konur með því að framleiða hentuga, hlýralausa haldara, en hingað til verður ekki sagt að neinn þeirra hafi beinlínis slegið í gegn. Nú kann að verða breyting á þar sem Maidenform hefur kynnt til sögunnar nýjan, sérhannaðan brjóstahaldara fyrir konur sem vilja ganga í efnislitlum toppum en geta ekki hugsað sér að vera berar undir þeim. Það var Elaine nokkur Cato sem hannaði þessa nýstárlegu brjóstahaldara og birtust þeir fyrst í sjónvarpsþáttunum „American Inventor“, sem eru eins konar „idol“- þættir fyrir hönnuði og uppfinningafólk. Þó svo að Cato hefði ekki unnið fyrstu verðlaun fyrir haldarann fékk hún engu að síður góða umbun fyrir verkið, þar sem Maidenform lýsti fljótt yfir áhuga á að fá að setja þá í fram- leiðslu. Hugmyndina að brjósta- höldurunum, sem hafa hlotið nafnið 6 in 1, fékk Cato eftir að hún hafði eignast tvö börn og skálastærð hennar hafði breyst. Hún vildi klæðast sömu, baklausu toppunum sem hún hafði mikið notað fyrir meðgönguna, en fannst hún ekki geta sleppt brjóstahald- ara. 6 in 1 brjóstahaldarinn verður seldur í stærðunum 34B til 38DD og að sögn Cato eru þeir ekki síst hugsaðir fyrir konur með ávalar línur. hilduredda@24stundir.is Baklaus brjóstahaldari frá Maidenform Barmstórar konur með bert bak Nettur Nýi brjóstahald- arinn sést varla. Forsvarsmenn áströlsku tísku- vikunnar í Canberra, sem haldin verður dagana 28. apríl til 2. maí, hafa fallið frá áformum sínum um að nota 14 ára fyrirsætu sem andlit tískuvikunnar. Áströlsk tísku- tímarit neituðu að birta myndir af stúlkunni í blöðum sínum vegna ungs aldurs hennar og gengu rit- stjórar ástralska Vouge og Marie Claire svo langt að þau hótuðu að hætta við umfjöllun um tískuvik- una ef hinni 14 ára Moniku Jagaci- ak yrði ekki meinuð þátttaka í sýn- ingunum. Þau skoruðu á skipuleggjendur tískuvikunnar að fylgja fordæmi kollega þeirra í Par- ís og London sem hafa sett 16 ára aldurstakmark á sýningarpöll- unum. Að sögn Kirsty Clements, rit- stjóra ástralska Vouge, er 14 ára allt of ungt til þess að sýna á tískuviku. „Það að setja14 ára sýningarstúlku á pallanna gengur algerlega gegn því sem verið er að reyna að gera, sem er að selja fullorðnum konum föt. Á þessum aldri eru stúlkur sjaldnast komnar með kvenlegan vöxt. Hvaða skilaboð gefur þetta konum? Og hvaða áhrif hefur þetta á stúlkurnar sjálfar þegar þær þroskast og fá mjaðmir og brjóst? Þetta er fáránlegt,“ sagði hún í samtali við ástralska ríkisútvarpið. Í fyrstu reyndu skipuleggjendur áströlsku tískuvikunnar að malda í móinn og verja ákvörðun sína um að ráða 14 ára sýningarstúlku, en létu að lokum segjast. 16 ára ald- urstakmark verður framvegis á sýningarpöllum tískuvikunnar, jafnt hjá strákum sem stelpum. Þau verða jafnframt að vera á samningi hjá viðurkenndum mód- elsamtökum til þess að fá að taka þátt. hilduredda@24stundir.is Tískuvikan í Ástralíu hefst í lok mánaðarins Fjórtán ára stúlka fær ekki að sýna Sýningarstúlkur Þessar stúlkur tóku þátt í ástr- ölsku tískuvikunni í fyrra. Á annarri hæð í verslunarmið- stöðinni Firði í Hafnarfirði leynist verslunin Respekt sem er verslun fyrir konur sem þora og vilja láta taka eftir sér, að sögn eigandans Söndru Lárusdóttur. „Ég legg mik- ið upp úr því að vera með öðruvísi föt en aðrir og fólk kemur alls stað- ar af landinu til að heimsækja okk- ur. Markhópur okkar er konur frá 25-60 ára en það er mikið um að yngri og eldri konur versli hjá okk- ur. Í versluninni sel ég vörur frá LEE, Wrangler, Mustang, Kit Kar- naby, Sara Keir Design, Zento, Re- peat, Desigual og Skunkfunk,“ seg- ir Sandra og bætir því við að Skunkfunk-föt voru mjög áberandi í myndinni Astrópíu og þáttunum Pressa. „Skunkfunk hannar fatnað sem passar öllum, úr efnum og lit- um sem er ekki endilega bundið tískunni og er á viðránlegu verði. Skunkfunk vill að fólk nái að nota flíkurnar við ólíkar aðstæður og ákveður ekki fyrirfram hvernig blanda á flíkunum saman heldur er hægt að setja þær saman eftir eigin smekk. Desigual er mjög vin- sælt um allan heim enda litríkt og skemmtilegt merki. Í hnotskurn má segja að Desigual sé djarfur og frumlegur fatnaður á ásættanlegu verði.“ Ásamt fatnaði má líka fá skart- gripi og skó í Respekt. „Respekt er með mesta úrval af Skunkfunk og Desigual-vörunum á höfuðborg- arsvæðinu og eina verslunin sem er með Söru Keir-vörur,“ segir Sandra sem rekur líka verslunina Krútt og Kroppar í Firðinum. svanhvit@24stundir.is Flíkur fyrir konur sem vilja láta taka eftir sér Djarfar og frumlegar Smekklegt Í Respekt má finna falleg föt fyrir konur á öllum aldri. KYNNING Eftir því sem heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað hefur eft- irspurnin eftir gullskartgripum jafnframt aukist í skartgripaversl- unum um víða veröld. Gull hefur alltaf verið vinsæll málmur, ekki síst meðal kvenna, en undanfarinn áratug hafa þó vinsældir annarra málma á borð við silfur aukist á kostnað gullsins. En gull lýtur ber- sýnilega öðrum lögmálum en elds- neyti og aðrar nauðsynjavörur í ljósi þess að hærra verð skilar sér í aukinni sölu. Að sögn Jon Kings, aðstoðarfor- stjóra skartgripaframleiðandans Tiffany & Co, kemur þetta ekki á óvart. „Við viljum gjarnan trúa því að konur kaupi fyrst og fremst skartgripi sem þeim finnst fallegir og klæða þær vel. En hátt heims- markaðsverð á gulli hefur vissulega átt þátt í því að fólk vaknar aftur til meðvitundar um hversu dýrmætt og eftirsótt það í rauninni er,“ segir hann. hilduredda@24stundir.is Gullskartgripir vinsælir sem aldrei fyrr Dýrari og eftirsóttari Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Gel/ethanOl aRineldStæði í SumaRbúStaðinn eða heimilið. ReyKlauS OG lyKtaRlauS byltinG í SVefnlauSnum tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði 55 ára Húsgagnavinnustofa rH Frí legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. 20-50% afSláttuR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.