24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Robert Zoellick, yfirmaður Al- þjóðabankans, segir hækkandi matarverð geta steypt 100 milljón- um manna í fátækustu ríkjum heims í enn meiri fátækt. Yfirlýsing Zoellicks kemur í kjölfar orða Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, um að hundruð þúsunda manna ættu nú á ættu á að deyja úr hungri. Strauss-Kahn segir að ef áframhald verði á hækkunum geti afleiðingarnar orðið skelfilegar. „Líkt og sagan hefur sýnt okkur, þá geta deilumál sem þessi endað með stríði.“ Alþjóðabankinn hefur nú lagt til nýja aðgerðaáætlun til að efla landbúnaðarframleiðslu í heiminum. Ört hækkandi matarverð Verð á helstu matvörum hefur hækkað ört síðustu mánuði. Al- þjóðabankinn telur að verð á hveiti, hrísgrjónum og korni hafi hækkað um 83 prósent á síðustu þremur árum. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera aukin eft- irspurn í Kína og Indlandi, slæmt veðurfar, útflutningsbann í fram- leiðsluríkjum, hækkandi olíuverð og nýting ræktunarlands til fram- leiðslu lífræns eldsneytis. Zoellick segir nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til að sporna við þróuninni. „Á meðan margir hafa áhyggjur af því að ná að fylla bensíntankinn, eru margir úti í heimi sem eiga í mestu vand- ræðum með að fylla maga sína.“ Hann kallar eftir frekari aðstoð við hjálparþurfi í fátækari ríkjum heims og fátæka bændur. Alþjóða- bankinn vinnur nú að því að út- vega bændum fjármagn til að geta ræktað lönd sín. Zoellick segir þó að efnaðari þjóðir heims verði að auka stuðning sinn þegar í stað til að útvega megi Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna þær 500 milljónir Bandaríkjadala sem vant- ar upp á neyðaraðstoð næstu vik- urnar. Þróunarríkin hafa hagnast Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að þó að ástandið sé víða slæmt þá hafi hærra matvælaverð hjálpað þróun- arlöndum mikið á undanförnum árum. Hann bendir á að verðhækk- anir síðustu ára hafi skilað fjölda þróunarríkja miklum hagvexti. „Þrátt fyrir þær hættur sem fylgja því að hægst hafi á í bandarísku efnahagslífi eru þróunarlönd á leiðinni að ná að meðaltali sex pró- senta hagvexti sjötta árið í röð.“ Paulson segir þróunarríki því hafa stórhagnast á útflutningi á grunnvörum, en að umbætur í við- skiptaumhverfi væru nauðsynlegar til að fólk geti brotist út úr fátækt- inni. Hvatti hann stjórnvöld í þró- unarríkjum að standa af sér þá freistingu að grípa til verðstýringar, sem væri ekki rétta leiðin til að tryggja hag bágstaddra. Mótmæli gegn verðhækkunum Til átaka hefur komið víðs vegar um heim í mótmælaaðgerðum al- mennings gegn hækkandi mat- vælaverði. Tugir manna létu lífið í mótmælum í Kamerún í síðustu viku, en ástandið hefur verið sér- staklega slæmt á Haítí í Karíbahafi. Fimm manns létust þar í óeirðum á götum úti fyrir helgi og í gær var starfsmaður Sameinuðu þjóðanna myrtur í höfuðborginni Port-au- Prince. Haítíska þingið samþykkti um helgina að víkja forsætisráðherra landsins, Jacques-Edouard Alexis, frá völdum fyrir vanrækslu við þjóðina. Haítí er eitthvert fátæk- asta ríki heims, þar sem daglaun flestra landsmanna eru ekki hærri en sem svarar 150 krónum. Zoellick segir aðgerða þörf  Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir hærra matarverð geta komið fátækari ríkjum heims til góða  Ekkert lát á hækkunum ➤ Stjórnvöld í nokkrum afhelstu framleiðsluríkjum heims hafa gripið til þess ráðs að setja hömlur á út- flutning til að halda verðinu niðri heima fyrir. ➤ Alþjóðabankinn hefur ákveð-ið að setja 10 milljónir Banda- ríkjadala í matvælaaðstoð á Haítí á næstunni. HÆKKANDI MATARVERÐ © GRAPHIC NEWSHeimildir: Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissj. Ljósmynd: Getty Images Hækkun matarverðs leiðir til mótmæla víða um heim Hækkun matarverðs hefur verið rakin til hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu, sem hefur leitt til hærra áburðarverðs og flutningskostnaðar; þurrka, sem hafa eyðilagt uppskeru í Ástralíu og Afríku; þeirrar ákvörðunar að nýta ræktunarland til framleiðslu lífræns eldsneytis og útflutningshafta í nokkrum helstu framleiðsluríkjum heims. Útflutningsbann Mótmæli gegn hærra matarverði Mexíkóborg, Mexíkó Sefrou, Marokkó Maputo, Mósambík Bankura, Indland Kaíró, Egyptaland Rússland Kasakstan Nouakchott, Máritanía Hækkandi matarverð (mars 2007- mars 2008) KORN Hækkun 31% Hækkun 74% Hækkun 87% Hækkun 130% HRÍSGRJÓN SOJA HVEITI Dakar, Senegal Abidjan, Fílabeinsströndin Douala, Kamerún Jakarta, Indónesía Kambódía Víetnam Argentína Kína Úkraína Port-au-Prince, Haítí Illka Kanerva, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Finnlands, segir að hann hafi hlotið ósanngjarna með- ferð í tengslum við sms-hneykslið sem leiddi til afsagnar hans fyrr í mánuðinum. Í stórum viðtölum við finnska fjölmiðla um helgina segir Kanerva að Jyrki Katainen, fjármálaráðherra og formaður Hægriflokksins, hafi svikið sig og að með málinu hafi stjórnmála- menn fyrirgert rétti sínum til einkalífs. Kanerva segist hafa ætlað að sækja um stöðu hjá Alþjóðafrjáls- íþróttasambandinu eftir að ráð- herratíð sinni lyki. „Sú áætlun er nú að engu orðin, líkt og restin af lífsverki mínu.“ Kanerva sagði af sér eftir að upp komst að hann hefði sent nektar- dansmey um 200 vafasöm sms, þar sem hann bauð henni í mat og for- vitnaðist um klæðnað hennar. aí Fyrrverandi utanríkisráðherra Finnlands Segist hafa fengið ósanngjarna meðferð Aðgerðir andstæðinga hvalveiðahafa leitt til þess að Japanar hafa ekki náð að full- nýta hval- veiðikvóta sinn í fyrsta sinn í tutt- ugu ár. Sér í lagi voru það liðs- menn Sea Shep- herd-samtak- anna sem trufluðu veiðar Japana í suðurhöfum, en hval- veiðiflotinn náði einungis að veiða um 60 prósent af þeim hvölum sem til stóð að veiða. Jap- anar veiddu 551 hrefnu af 850 hrefna kvóta og engar langreyðar. Nisshin Maru, móðurskip jap- anska hvalveiðiflotans, kemur til hafnar í Tókýó á þriðjudag. aí Hvalveiðar Japana Mótmæli tak- mörkuðu veiðar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.