24 stundir


24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 23

24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 23 fylgja hvaða stjörnur hafa sést með þær á götunni. Verðið fylgir og í sumum tilfellum vefsíður þar sem hægt er að panta töskurnar glóð- volgar úr verksmiðjunni. Skórnir sem stjörnunar kaupa Skófíklarnir fá eitthvað fyrir sinn snúð á vefsíðunni www.shoe- wawa.com. Þar eru birtar myndir og umfjallanir um alla nýjustu og flottustu skóna ásamt því að tengja þá við flottar Hollywood-stjörnur. Á síðunni er líka bent á ljótustu skó vikunnar en háhæluðu Croc- skórnir hlutu þann heiður nýlega og skyldi engan undra. iris@24stundir.is Bloggheimurinn vex stöðugt og nú er svo komið að hægt er að finna bloggsíðu um nánast hvað sem er. Slúðursíðurnar eru til dæmis oft mörgum dögum á und- an fjölmiðlum með stjörnufrétt- irnar og þær vinsælustu fá millj- ónir heimsókna dag. Ljótustu kjólarnir Það sama á við um tískubloggið en þegar Vogue tekur margar vikur í að vinna greinar um nýjustu strauma og stefnur birta tísku- bloggarar sjóðheitar fréttir og myndir. Vefsíðan www.gofugyo- urself.typepad.com er ein af þeim allra vinsælustu. Að sjálfsögðu er um að ræða síðu þar sem hin svo- kölluðu tískuslys fræga fólksins eru tíunduð en „fug“ er slanguryrði sem gjarnan er notað ef einhver er ljótur eða yfirmáta hallærislegur. Þetta er sérlega skemmtileg síða. Flottustu veskin Vefsíðan www.purseblog.com er sérstaklega hönnuð fyrir veskja- sjúkar konur en þarna er hægt að skoða allt það nýjasta og flottasta í töskubransanum. Nýjustu Lous Vuitton og Marc Jacobs-töskurnar eru þarna í öllu sínu veldi. Bloggsíðan segir frá hverri tösku ásamt því að láta Tískublogg njóta gífurlegra vinsælda um allan heim Háhælaðir Croc-skór þeir allra ljótustu Tískublogg Allt það nýj- asta í tískuheiminum. Tískublöð eru sannarlega ekki ný af nálinni. Tímaritið La Mode Ill- ustrée er eitt af mörgum blöðum sem gefin voru út í París til að dömur borgarinnar gætu tollað í tískunni. Blaðið var þó aðallega ætlað dömum í efri stétt sam- félagsins. Á forsíðunni hér að ofan má sjá það sem var í tísku á þriðja og fjórða áratug 18. aldarinnar og þótti tilvalið í spássitúra. Parísardömur og tískan Hönnuðurinn Gary Harvey vann í áratug fyrir Levi Strauss og Doc- kers Europe en byrjaði að hanna kjóla fyrir tískuherferðir þar sem honum fannst vinnan ekki nógu skapandi. Einn þeirra kjóla sem Gary hefur hannað er þessi sem sést hér en hann er búinn til úr 30 eintökum af Financial Times. Smart nema kannski í rigningu. Kjóll úr 30 Fin- ancial TimesOft hefur verið kvartað undan litlu úrvali af fötum hér á landi. Að sama skapi finnst ekki öllum gam- an að sjá marga í sams konar flík- um. Það er því tilvalið að vera dug- legur að sauma sér sjálfur föt eða fara með hugmyndir sínar til saumakonu. Vitanlega getur flíkin frá henni kostað skildinginn en oft er það lítið dýrara en önnur svipuð flík. Sú saumaða er hins vegar sér- sniðin á þig. Takið fram saumavélina Það getur verið úr vöndu að ráða þegar velja á föt til að nota í vinnunni. Fæstir vilja alltaf vera í sömu gömlu tuskunum og flestir vilja hafa fjölbreytni í fatavali án þess að þurfa að eyða fúlgum fjár. Þá er nauðsynlegt að eiga nokkrar grunnflíkur sem má svo nota með öðrum flíkum. Það er til dæmis tilvalið að eiga eina svarta sem og eina gráa buxnadragt og helst pils í stíl. Þar með eru komnar nokkrar mismunandi útgáfur af klæðnaði svo lengi sem skipt er um bol reglu- lega. Með því að eiga nokkrar tegundir af skyrtum og bolum í mismunandi litum er hægt að mæta á hverjum degi vel til fara án þess að þurfa alltaf að vera eins. Sokkabuxur í mismunandi litum gera sömuleiðis heilmikið og hægt er að vera í sama pilsinu nokkrum sinnum, séu sokkabuxurnar ólíkar. Það sama má segja um aðra fylgihluti eins og hálsfestar, veski, sjöl og annað þess háttar. Fjölbreytni í fatavali án útgjalda Nýjar vörur frá No Secret Stærðir 42-56 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 FLOTTAR YFIRHAFNIR jakkar og frakkar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.