24 stundir - 01.05.2008, Síða 4

24 stundir - 01.05.2008, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir Í samanburðarúttekt á vegum dómsmálaráðuneytisins á íslensk- um reglum um meðlag og sam- bærilegum úrræðum í mörgum öðrum ríkjum kemur fram að ís- lenska kerfið hefur þróast og breyst hægar en flest önnur. Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um framfærslu barna til að kanna hvort núverandi fyrir- komulag þjóni hagsmunum barna og foreldra á sanngjarnan hátt. Nýrri meðlagskerfi nota ráðstöf- unartekjur sem viðmið frekar en heildartekjur. Íslenska kerfið notar heildartekjur sem viðmið. Það er jafnframt að verða sérstaða íslenska kerfisins að lögheimilisforeldri nýt- ur allra bóta og réttinda sem fylgja lögheimili og hefur það ekki áhrif á meðlagsupphæð. ibs Endurskoða á íslenska meðlagskerfið Hefur þróast og breyst hægar hér Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Verð á vinsælum tegundum nýrra bíla hjá Heklu lækkaði verulega í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu þá lækkun á nýjum bílum um allt að 17 prósent og tóku lækkanirnar gildi strax í gær. Ástæða breytinganna er betri samningar við bílaframleiðendur. Takast á við verðbólguna Knútur G. Hauksson forstjóri segir að fast hafi verið sótt að framleiðendum til að ná fram þessum lækkunum. „Þetta var svona villt hugmynd sem við ákváðum að hrinda í fram- kvæmd. Þetta hefur verið mikil samningalota sem hefur staðið undanfarna þrjá mánuði og okk- ur tókst að sýna framleiðendun- um fram á að aðstæður hér heima væru þannig að þetta væri okkur afar mikilvægt.“ Knútur segir að með þessari aðgerð sé Hekla að leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn verðbólgunni. „Þetta er ekk- ert skammtímaverkefni hjá okkur. Þessar lækkanir munu standa áfram hjá okkur og ég hvet önnur fyrirtæki til þess að feta sömu slóð. Við verðum bara að sýna ábyrgð og takast á við þá verð- bólgu sem plagar okkur núna. At- vinnulífið hefur mikið um það að segja hvernig málin þróast.“ Fagna frumkvæði Heklu Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segist fagna því frumkvæði sem Hekla hefur tekið með þessum lækkunum. „Þessi aðgerð hefur ekki úr- slitaáhrif í baráttunni gegn verðbólgunni en hún getur ver- ið öðrum hvatning til að leita leiða til að ná hagkvæmari samningum.“ Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, segir afar mikilvægt að fyrirtæki eins og Hekla sýni samfélagslega ábyrgð af þessu tagi. „Þetta sýnir að það er ýmislegt hægt að gera. Ikea sýndi fordæmi af sama tagi þegar gefið var út að verð yrði ekki hækkað. Svona fordæmi skiptir verulegu máli og ég vona að aðrir geri slíkt hið sama.“ Hekla lækkar  Hekla lækkar verð á nýjum bílum um allt að 17 prósent  Segja lækkunina lóð á vogarskálar í baráttu gegn verðbólgu ➤ Dæmi um lækkun hjá Hekluer að Skoda Octavia lækkar um 9,18 prósent og fer úr 3.050.000 krónum niður í 2.770.000 krónur. ➤ Volkswagen Golf lækkar um10,94 prósent og Mitsubishi Pajero lækkar um 10,39 pró- sent. ➤ Jafnframt býður Hekla upp álán í erlendri mynt fyrir allt að 80 prósentum kaupverðs. VERÐLÆKKUN Lækkun Forsvarsmenn Heklu tilkynntu verðlækkun á nýjum bílum um allt að 17 prósent í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra undirrituðu í gær samkomulag um sam- starf við móttöku flóttafólks og fjármögnun flóttamannaverkefna á þessu og næsta ári. Greiðir utanríkisráðuneytið kostnað við móttöku flóttafólks næstu tvö árin, allt að 80,25 milljónir króna í ár og 100 milljónir árið 2009. Kostnaðurinn felst í þjónustu við flóttafólkið á fyrstu tólf mánuðum dvalar á Ísland, svo og ferðakostnaði þriggja til fjögurra manna sendinefndar sem fer hverju sinni til þess lands sem hefur veitt flóttafólki hæli og tekur viðtöl við einstaklinga og fjöl- skyldur sem Flóttamannastofnun SÞ leggur til að komi. 180 milljónir í flóttamenn Nú er vika liðin af sumri en sum- arið er helsti ferðamannatíminn hérlendis. Fjöldi ferðamanna fer vaxandi en samkvæmt upplýs- ingum frá Félagi leiðsögumanna fer leiðsögn fram á Íslandi á 21 tungumáli að íslensku og tákn- máli meðtöldu. Hin eru: arab- íska, danska, enska, finnska, franska, gríska, hollenska, ítalska, japanska, kínverska, norska, portúgalska, pólska, rúss- neska, slóvenska, spænska, sænska, tékkneska og þýska. aak Leiðsögn hér á 21 tungumáli Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin gerðu könnun á Grænum frost- pinnum í heimilispakkningu frá Kjörís. 10 stykki eru í pakka. Verðmunur er töluverður eða 115 % sem er 328 króna munur á lægsta og hæsta verði, þar sem Krónan kom ódýrast út en Kjarval var dýrust. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 115% verðmunur á grænum frostpinnum Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Grænir frostpinnar frá Kjörís, 10 stk. í pakka Verslun Verð Verðmunur Krónan 286 Þín verslun Seljabraut 398 39 % Skagfirðingabúð 434 52 % Hagkaup 459 60 % 10-11 599 109 % Kjarval 614 115 % „Vorum í raun mjög ósátt við hvernig að þessu var staðið. Þetta hús hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsælt til kvikmyndatöku og við höfum ákveðið að endur- skoða algjörlega allar okkar verk- lagsreglur varðandi þá þætti,“ seg- ir Árni Sverrisson, forstjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en hóp- ur kvikmyndagerðarnema var þar við tökur síðastliðinn fimmtudag með töluverðum hávaða og hljóð- um sem trufluðu marga sjúklinga. „Umfangið var miklu meira en okkur hafði verið kynnt og eftir á að hyggja var greinilegt að und- irbúningur milli starfsmanna hér og hópsins var ekki nógu mark- viss,“ segir Árni en hann segir að vantað hafi í húsið manneskju sem hann hefur sett sem skilyrði að væri viðstödd til að fylgjast með. „Því miður var þetta los- aralegt og ekki eins og á að standa að því,“ segir hann. Heiðar Mar Björnsson er fram- leiðandi verkefnisins en hann segir hópinn hafa verið með fullt leyfi frá stjórnendum spítalans og þeim verið boðið að vera þar á sum- ardaginn fyrsta því þá yrði minna um að vera. „Því miður gerðist þetta í þessu tilfelli. Tökurnar töfðust eitthvað aðeins sem var leiðinlegt en við reyndum alltaf að vera með eins fáa uppi og hægt var. Okkur finnst leiðinlegt ef við höfum raskað ró einhverra sjúklinga. Það var auð- vitað ekki ætlunin og við biðjumst afsökunar á því,“ segir hann. fifa@24stundir.is Stjórn St. Jósefsspítala endurskoðar reglur um tökur á spítalanum Kvikmyndagerð úr böndunum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rodalon -utanhúss Hentar vel fyrir: • Sólpallinn • Garðhúsgögnin • Sumarbústaðinn • Tjaldvagninn Fæst í apótekum

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.