24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 24
Nesbyggð Reykjanesbær Okkur vantar múrara eða menn vana múrverki. Upplýsingar í síma 840 6101 á íslensku og 840 6102 á pólsku 24 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, er að eigin sögn öfgafullur kolagrillari. „Ég grilla meira og minna allt árið en ég læt það þó eiga sig í mestu vetrarhörkunum. Grillið er á svölunum hjá mér þannig að veðrið þarf að vera mjög slæmt til þess að ég komist ekki að grillinu,“ segir Ólafur og bætir við að hann grilli eingöngu á kolagrilli. Vill ekki eldavél á svalirnar „Við keyptum gasgrill fyrir nokkrum árum en ég var fljótur að átta mig á því að gasgrill er lítið annað en eldavél og ég sé enga ástæðu til þess að vera með eldavél á svölunum. Mér finnst maturinn alls ekki bragðast rétt ef hann er grillaður á gasgrilli. Við gáfum því gasgrillið eftir að hafa reynt það í eitt til tvö ár og keyptum okkur stórt og fínt Weber-kolagrill.“ Tæknin skiptir máli „Grillið okkar er með réttu lagi og býður upp á að hægt sé að grilla bæði beint og óbeint.“ Að grilla beint þýðir að sögn Ólafs að setja matinn beint yfir eld- inn en ef þú setur bakka undir matinn og kolin til hliðar ert þú að grilla óbeint. „Fitan lekur þá niður í bakkann og það myndast hringrás í grillinu þegar lokið er á og hitinn dreifist um grillið. Þessi grillaðferð minnkar töluvert líkurnar á því að það kvikni í matnum og þetta er því sérstaklega öflug grillaðferð. Ef þessi aðferð er notuð er til dæmis hægt að grilla heilt læri eða hrygg án þess að vefja kjötið inn í álpapp- ír. Kjötið er þá alveg óvarið á grill- inu og verður þeim mun bragð- betra fyrir vikið.“ Lærði að grilla í BNA Ólafur hefur staðið við grillið í tæp 20 ár en hann smitaðist af grillbakteríunni þegar hann bjó í Bandaríkjunum. „Ameríkanar eru miklir sérfræðingar í grillum og grilla mjög mikið. Hjördís eigin- kona mín er listamaður í eldhúsinu og ég hef fengið að aðstoða hana aðeins þar en þar sem ég er ekki nógu hæfileikaríkur þar, í saman- burði við Hjördísi, hef ég mest staðið við grillið. Við vinnum þó að sjálfsögðu saman enda sér Hjör- dís oft um að krydda kjötið og ég tek svo við því og grilla það,“ segir meistaragrillarinn Ólafur að lok- um. Grilláhugamenn eru ekki allir hrifnir af nýjustu gasgrillunum Grillar eingöngu á kolagrilli Gasgrillin eru á margan hátt þægilegri en kola- grillin og því betri fyrir þá sem ekki nenna að stússa mikið við grillið. Ekki eru þó allir tilbúnir að segja skilið við kola- grillin enda vill fólk ekki missa þetta sérstaka bragð sem kemur af kol- unum. ➤ Njóta mikilla vinsælda íBandaríkjunum og hér á landi. ➤ Er bæði hægt að fá með gasiog einnig sem kolagrill. ➤ Býður meðal annars upp ásérstakt grill til að reykja matinn en það er tveggja hæða og því er hægt að reykja tvær máltíðir í einu. ➤ Býður upp á ferðakolagrill ogsvokölluð búgarðsgrill sem eiga að vera sérstaklega hentug fyrir stóra hópa. WEBER-GRILL Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta                                      VORIÐGRILLIÐ lifsstill@24stundir.is a Við gáfum því gasgrillið eftir að hafa reynt það í eitt til tvö ár og keyptum okkur stórt og fínt We- ber-kolagrill.“ Grillkóngur Ólafur hefur staðið við grillið í 20 ár.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.