24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 25
24stundir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 25 Sumrin eru aðalbrúðkaupstíminn og margir munu fara í brúðkaupsveislu helgi eftir helgi í sumar. Eftir þriðja brúðkaupið verða kökurnar og fingramaturinn líklega orðin ansi óspennandi. Brúðhjón sem vilja leggja mikið í matinn og gera veisluna eft- irminnilega ættu að hafa samband við veislu- þjónustur sem bjóða upp á ekta grillveislur. Hamborgari eða svínakjöt á grillið Grillveisla í stað hinnar hefðbundnu kökuveislu býður upp á marga skemmtilega möguleika. Til dæmis er hægt að fresta veisl- unni fram á kvöld og bera grillmatinn fram sem kvöldmat. Brúðkaupið sjálft færi þá fram um kaffileytið og svo tæki við safarík kjötveisla. Alvöru grillþjónusta mun tryggja að allir fái eitthvað við sitt hæfi, hvort sem gestirnir vilja pylsur, hamborgara eða svína- kjöt með bökuðum kartöflum og maís- stöngli. Öðruvísi stemning Stemningin í brúðkaupinu stjórnast oft af því hvernig matur er borinn fram enda öðruvísi að standa með fingramat og kampa- vín í eftirmiðdaginn en að sitja með grillað svínakjöt og kaldan bjór um kvöldmat. Ung hjón sem vilja hafa létta og skemmtilega partístemningu ná örugglega upp réttum anda með því að bjóða í grillveislu þar sem hver og einn mætir í hæfilega fínum klæðn- aði. Eftir matinn er svo kjörið að bera brúð- artertuna fram í eftirrétt. iris@24stundir.is Grill eru ekki bara góð í bakgarðinum Grillbrúðkaup í stað hefðbundinnar kökuveislu Brúðkaupsdagurinn Veislan skiptir miklu máli fyrir parið.  4 nauta rib eye, 250 g sneiðar  2 bakkar rótargrænmetisblanda, Nóatúns kryddað rótargrænmeti  4 grillkartöflur.  1 krukka köld Nóatúns villisveppasósa Leiðbeiningar Mikilvægt er að kjötið sé látið standa það lengi úti að það nái stofuhita í kjarna. Grillið er hitað upp öðrum megin. Kjötið er kryddað með Maldon-salti og ný- möluðum pipar og svo grillað í 1 mín. á hvorri hlið á mesta hita á vel hituðu grilli. Svo er það fært yfir á þann hluta sem er ekki með eldi undir og grillað áfram í 5-6 mín. á hvorri hlið. Svo er kjötið tekið af grillinu og látið standa á fati í 3-5 mín. og látið jafna sig áður en skorið er í það. Rótargrænmetið og kartöflurnar er hitað upp í 15 mín. á meðalheitu grilli. Uppskrift fengin á www.noat- un.is. Grilluð nautasteik  1 kg lambafillet Sósa:  10 ferskir graslauksstilkar  pipar  0.5 tsk. þurrkað saffran  salt.  200 g sýrður rjómi  1 msk. heitt vatn  10 fersk basillauf Leiðbeiningar Lambafillet Toskana og fyllt lambafillet er grillað við mikinn hita í 1 mínútur á hvorri hlið og svo í 4-5 mínútur á hvorri hlið við minnsta hita. Sósan: Saffran er sett út í heitt vatn og látið standa í 3 mínútur. Sýrði rjóminn er hrærður þar til hann verður mjúkur og vatninu með saffraninu er bætt út í. Gras- laukurinn er klipptur smátt með skærum. Basillaufin eru rifin smátt og sett saman við. Kryddað með salti og pipar eftir smekk. Uppskrift af www.noatun.is Ómótstæðilegt fyllt lambafillet

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.