24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þetta tekst allt með hjálp góðra vina en auðvitað er ég á höttunum eftir styrktaraðila enda engir djúpir vasar hjá ungum stelpum eins og okkur. Það eru gömul sannindi og ný að það sem skilur að frábær knattspyrnulið og hin sem lulla ævinlega áfram í hlutlausum er hæfileiki leikmanna þeirra til að skora mörk og vinna leiki. Hvern hefði grunað í upphafi leiktíðarinnar að félagslið eins og Barcelona með hverja stórstjörnuna á fætur annarri í framlínunni léki tæplega fimm leiki, 404 mínútur, án þess að skora eitt einasta mark? Það er engu að síður staðreyndin eftir 1-0 tapið fyrir Manchester United í Meistaradeildinni en þau úrslit þýða samkvæmt öllum heimildum spænskra fjölmiðla að dagar Frank Rijkaards eru endanlega taldir og nýr stjóri verður kynntur til sögunnar fyrr en síðar. Fimm til sex leikmenn liðsins hið minnsta hafa þráfaldlega verið orðaðir við önnur félög og munu áreiðanlega fara einnig eftir hörmulegt tímabil Börsunga á spænskan mælikvarða. Er Eiður Guðjohnsen meðal þeirra. Eitthvað verulega rotið í Barcelona 404 mínútur án marka Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Við erum ekkert að taka þátt til að dúllast neitt heldur sýna strákun- um að rallið er engu minna kvennasport og af því tilefni verður bíllinn okkar eins bleikur og hægt er,“ segir Ásta Sigurðardóttir rall- kappi. Ljóst er nú orðið að hún tekur ásamt vinkonu sinni Stein- unni Gústafsdóttur þátt í Íslands- mótinu í ralli í sumar og þær stöll- ur taka verkefnið alvarlega. Hefur til að mynda verið keyptur bíll sér- staklega vegna þessa og hver stund nú fer í að útbúa bílinn þannig að hann uppfylli staðla og kröfur og ekki síst að hægt sé að sigra strák- ana á honum. Hvergi bangin Ástu þekkja flestir áhugamenn um rall og bílaíþróttir þótt ung sé að árum en hún er nú á nítjánda aldursári. Hún hefur verið aðstoð- armaður bróður síns, Daníels Sig- urðarsonar, í ralli um alllangt skeið og saman hafa þau hampað Ís- landsmeistaratitli og reynt fyrir sér erlendis. Ásta hefur þó ekki keppt sjálf undir stýri hingað til en getur vart beðið eftir tækifærinu. „Þetta verður frábært sama hvernig fer en við teljum okkur í ágætum málum. Við skiptum út Suzuki-bíl, sem upphaflega var hugmyndin að keppa á, fyrir Cheerokee-jeppa og það er ekki ökutæki af verri end- anum. Nú sitjum við sveittar ásamt mörgum vinum okkar að breyta og bæta og náum því alveg enda fyrsta mót ekki fyrr en seint í maí og við verðum klárar þá.“ Bleikt er málið Ekki er óþekkt að Ásta gangi um með skærbleikt hár sjálf á tíðum og segir hún engan annan lit koma til greina á jeppann fyrir keppnismót sumarsins. „Okkur er mikið í mun að sýna að rall er ekki aðeins fyrir stráka og karla heldur geta stelpur þetta líka og liturinn segir ákveðna hluti í því sambandi og vekur von- andi einhverja til umhugsunar.“ Vantar styrktaraðila Rekstur rallbíls á Íslandsmótinu er ekki alveg gefins. Ástu telst til að grófur kostnaður við að taka þátt hlaupi á hundruðum þúsunda og mikilvægt að finna styrktaraðila ef allt á að ganga upp. „Bíllinn kost- aði sitt þótt verðið á honum hafi verið mjög sanngjarnt og annar kostnaður við breytingar og slíkt er um þrjú hundruð þúsund. Þetta tekst nú með hjálp góðra vina en auðvitað er ég á höttunum eftir einhverjum til að styrkja framtakið enda engir verulega djúpir vasar hjá ungum stelpum eins og okkur. Öll slík aðstoð er mjög vel þegin.“ Ráð er fyrir gert að fyrsta rallmót sumarsins fari fram eftir þrjár vik- ur. Ung en reynslumikil Ásta hefur um tíma verið aðstoðar- ökumaður bróður síns og gengið verið frábært. Strákarnir eftir í rykinu  Hin nítján ára Ásta Sigurðardóttir og jafnaldra hennar og vin- kona Steinunn Gústafsdóttir taka slaginn við strákanna í rallinu í sumar  Ætla að sýna að rallið er kvennasport Hræðist ekkert Ásta getur ekki beðið eftir að setjast undir stýri fyrsta sinni. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Fimmtudagur 1. maí 2008 Þeir Bubbi og Beggi Morthens ætla að endurvekja hljómsveitina Egó. Sukkið setti strik í reikninginn á sínum tíma. » Meira í Morgunblaðinu Bræður í bandi Jóhanna Guðrún, öðru nafni Yoh- anna, gerir harða atlögu að topp- sæti Tónlistans, en nær ekki að velta hinum þaul- sætna Vilhjá́lmi Vilhjálmssyni og Myndinni af þér úr sessi. » Meira í Morgunblaðinu Nálgast toppsætið Gagnrýnandi Morgunblaðs- ins gefur In the Valley of Elah fjórar og hálfa stjörnu og seg- ir hana heið- arlegustu mynd ársins. Tommy Lee Jones og Charlize Theron fara á kostum í aðalhlutverkunum. » Meira í Morgunblaðinu Heiðarleg mynd reykjavíkreykjavík

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.