24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 6
100 daga við stjórn Á laugardaginn verða 100 dagar liðnir frá því að meirihluti Sjálf- stæðisflokks og þess hluta F-lista sem fylgir Ólafi F. Magnússyni að málum, sem kallaður hefur verið Kjartansstjórnin vegna frum- kvæðis Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að myndun hans. Þar með hefur hún náð sama aldri og hin svokall- aða skammdegisstjórn, sem Fram- sóknarflokkur, F-listi, Samfylking og Vinstri græn mynduðu í októ- ber. Erfið byrjun Kjartansstjórnin tók við völd- um á aukafundi borgarstjórnar þann 24. janúar. Fundurinn var mikill átakafundur og þurfti með- al annars að fresta honum um nokkra tíma vegna háværra mót- mæla á áhorfendapöllum og göngum ráðhússins. Þar var Ólaf- ur F. Magnússon kosinn borgar- stjóri og mun hann gegna því embætti fram í mars á næsta ári þegar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur við af honum. Kjartans- stjórnin hefur frá upphafi mætt miklum mótbyr. Margrét Sverris- dóttir, varaborgarfulltrúi F- listans, vildi ekki fylgja Ólafi inn í nýjan meirihluta sem þýðir að hann getur ekki kallað inn vara- mann ef hann forfallast. Þá birti Fréttablaðið niðurstöður skoð- anakönnunar sem sýndi að Kjart- ansstjórnin nyti aðeins stuðnings fjórðungs borgarbúa daginn fyrir valdatökuna. Þrautaganga Vilhjálms Stýrihópur sem skipaður var fulltrúum allra flokka til þess að fara yfir REI-málið kynnti skýrslu sína í borgarráði Reykjavíkur þann 7. febrúar og lýsti borgarráð yfir mikilli ánægju með niður- stöðu hennar. Í henni kom fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði ekki haft umboð til þess að sam- þykkja samruna REI og Geysis Green Energy á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 3. október 2007. Í kjölfarið var mikið rætt um framtíð Vilhjálms sem oddvita Sjálfstæðisflokkins í borgarstjórn og reyndar líka sem borgarfulltrúa. Í þeirri atburðarás sem upphófst þótti Vilhjálmur hafa sagt rangt frá í Kastljósi. Í kjölfarið heyrðust raddir um að Vilhjálmur ætti að segja af sér sem borgarfulltrúi. Þessu lauk með blaðamannafundi Valhöll þar sem Vilhjálmur sagðist hafa gert klaufaleg mistök, hann ætlaði ekki að segja af sér og að hann gæti ekki sagt hvort hann myndi taka við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir. Enn er ekki ljóst hver verður borgarstjóraefni Sjálfstæð- isflokksins. Hallargarðurinn Í lok febrúar kom upp mál sem tók meirihlutann tæpa tvo mán- uði að leysa. Þá voru lagðar fyrir borgarráð tillögur um breytingar á Hallargarðinum þar sem húsið við Fríkirkjuveg 11 stendur sem voru forsendur tilboðs Novators, eign- arhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í húsið sem borgin hafði samþykkt að taka. Þá hafði Ólafur F. Magnússon verið and- vígur sölunni. Erfiðlega gekk að ná samstöðu um málið í borgar- ráði og var það ítrekað tekið af dagskrá. Að lokum var lögð fram tillaga um að hætt væri við söluna í ljósi þess að forsendur tilboðsins væru brostnar. Þeirri tillögu var vísað frá. Á endanum voru breyt- ingarnar samþykktar í borgarráði, þrátt fyrir ýmsa annmarka vegna þess að tillögur nýrra eigenda brjóta í bága við fornminjalög. Slæmt ástand miðborgar Í byrjun apríl var ástand mið- borgarinnar mikið til umræðu. Í kjölfarið sögðu 24 stundir frá því að 37 hús væru auð í miðborg Reykjavíkur samkvæmt samantekt skipulags- og byggingarsviðs borgarinnar. Slökkviliðsstjóri höf- uðborgarsvæðisins skilaði einnig skýrslu um málið og taldi að auðu húsin væru 57. Rekstur og búseta var í mörgum þessara húsa um síðustu jól en fjórum mánuðum síðar voru þau orðin skjól fyrir útigangsfólk og slysagildrur fyrir íbúa hverfisins. Eigendur húsanna, sem mörg hver átti að rífa, bentu á að mál þeirra strönd- uðu iðulega innan borgarkerfisins. Borgaryfirvöld brugðust við með því að skipa aðgerðahóp um mið- borg Reykjavíkur Hann gerði átak í hreinsun og lagfæringum í mið- borginni og hóf náið samstarf við eigendur auðra húsa við að koma þeim í notkun eða gera þau mannheld. Vandræði Orkuveitunnar Í apríl úrskurðaði Samkeppnis- eftirlitið að OR mætti ekki eiga meira en þrjú prósent í Hitaveitu Suðurnesja (HS) og því verður OR að selja nær allan 16,6% hlut sem hún á í dag og má auk þess ekki eiga 14,65% hlut sem hún hafði samþykkt að kaupa af Hafnarfirði. Þetta hefur töluverða fjárhagslega þýðingu fyrir þetta stærsta fyrir- tæki í eigu borgarinnar. Ef OR þarf að kaupa hlut Hafnfirðinga þarf hún að greiða 7,6 milljarða króna fyrir auk dráttarvaxta, sem eru um fimm milljónir á dag, frá 10. mars síðastliðnum. Ef OR neyðist til að selja hlut sinn er ljóst að fyrirtækið tapar mörgum millj- örðum króna á aðkomu sinni að HS vegna þess að gengið á hlutum í HS er mun lægra en það var þeg- ar þeir voru keyptir. Ekki bara vandræði Þrátt fyrir öll vandræðin hefur Kjartansstjórnin komið ýmsu í verk sem er á stefnuskrá hennar. Meðal annars hafa fasteignagjöld verið lækkuð, þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun verið sam- þykkt sem og tímasett aðgerða- áætlun um uppbyggingu fyrir reykvísk börn undir nafninu Borgarbörn.  Kjartansstjórnin 100 daga á laugardaginn  Erfiður tími en ýmsu komið í verk Kjartansstjórnin Kjartan Magnússon í bakgrunni. ➤ Í þjóðarpúlsi Gallup semkynntur var 1. mars naut borgarstjórn Reykjavíkur trausts aðeins 9% lands- manna. ➤ Þetta er minnsta traust semnokkurn tíma hefur mælst í könnunum Gallup. RÚIN TRAUSTI 6 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir Þegar Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son tilkynntu nýtt meiri- hlutasamstarf kynntu þeir einnig stefnuskrá. Hér að neðan eru helstu atriði henn- ar talin upp og tiltekið hvað uppfyllt hefur verið á fyrstu 100 dögunum. ● Flugvöllurinn Ekki tekin ákvörðun um flutning Reykja- víkurflugvallar á kjör- tímabilinu. – Ákvörðun tekin um að byggja upp flug- og samgöngu- miðstöð í Vatnsmýri. – Niðurstöður úr samkeppni um framtíðarskipulag Vatns- mýrar kynntar. ● Orkuveitan OR og orku- lindir hennar áfram í almenn- ingseigu. – Fulltrúar allra flokka skrifuðu undir niðurstöðu stýrihóps vegna REI-málsins þar sem kveðið var á um að OR yrði áfram í 100 prósent eigu al- mennings. ● Skattar Fasteignaskattar lækkaðir á árinu. – Fasteignaskattar hafa verið lækkaðir um 5 prósent ● Laugavegur 19. aldar götu- mynd Laugavegar og mið- borgar varðveitt eins og kostur er. – Reykjavíkurborg keypti húsin við Laugaveg 4-6 fyrir á 580 milljónir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir niðurrif þeirra. ● Sundabraut Staðarvali og undirbúningi ljúki sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. ● Umferðin Framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Áhersla lögð á öryggi gangandi og hjól- andi vegfarenda í umferðinni. – Útfærslur á mislægum gatna- mótum hafa verið kynntar. – Tillögur að bættum hjólreiða- og göngustígum hafa verið kynntar. ● Strætó Börn undir 18 ára aldri, aldraðir og öryrkjar fái frítt í strætó. Leiðarkerfið og þjónusta við farþega bætt. – Gert er ráð fyrir því í þriggja ára áætlun borgarinnar að aldraðir og öryrkjar fái frítt í strætó. ● Aldraðir Hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum verður fjölgað. Samþætt heimaþjón- usta og heimahjúkrun verður efld. Tekjumörk vegna nið- urfellingar fasteignaskatta hjá öldruðum og öryrkjum verða hækkuð verulega. ● Félagsaðstoð Félagslegum leiguíbúðum verður fjölgað um 300 það sem eftir lifir kjör- tímabils. ● Lóðarframboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verður tryggt. ● Menntun Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálf- stæði þeirra styrkt. - Aðgerðaráætlunin Borgarbörn samþykkt. ● Öryggismál Auka á öryggi í miðborginni. ● Menningararfur Átak verð- ur gert í merkingu og varð- veislu sögufrægra staða. ● Mengun Draga úr mengun í borginni. MÁLEFNI MEIRIHLUTANS Þótt málefni Reykjavík Energy Invest (REI) hafi orðið til þess að sjálfstæðismenn misstu völdin í borginni síðastliðið haust þá fer því fjarri að málið hafi verið leyst. Skýrsla stýrihóps um málefni fyrirtækisins var gerð opinber 7. febrúar og í henni segir að „stýri- hópurinn telur eðlilegt að REI verði áfram rekið með það hlutverk að sinna þróunar- og fjárfesting- arverkefnum á erlendri grund og það verði í 100% eigu OR“. Þver- pólitísk sátt var um þessa niður- stöðu. Viku síðar var tillaga sama efnis afgreidd á eigendafundi OR. Kjartan Magnússon var síðan kjör- inn stjórnarformaður REI og Ásta Þorleifsdóttir varaformaður. Við það tilefni sagði Kjartan í sjón- varpsviðtali að það væri ekki inni í myndinni að selja REI. Fyrstu helgina í apríl héldu helstu forsvarsmenn REI síðan í vikulanga ferð til Afríku til að huga að mögulegum verkefnum REI í Djíbútí, Jemen og Eþíópíu. REI-sárið opnast á ný Vika er hins vegar langur tími í pólitík og þegar REI-hópurinn sneri aftur varð fljótlega ljóst að ekki ríkti einhugur meðal sjálf- stæðismanna um það sem hann hafði verið að aðhafast í Afríku. Kjartan Magnússon reið síðan sjálfur á vaðið í viðtali við Kastljós þar sem hann sagði koma til greina að selja REI. Sú afstaða var þvert á niðurstöðu stýrihópsins og það sem Kjartan hafði sagt einum og hálfum mánuði fyrr. Gísli Marteinn Baldursson fylgdi í kjölfarið daginn eftir og sagðist í útvarpsviðtali vilja að REI yrði selt. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri gat þó ekki tekið undir orð sam- starfsmanna sinna síðar sama dag og sagði í Kastljósi að eignarhald REI væri alveg klárt: „Það er í eigu Orkuveitunnar og í eigu almenn- ings.“ Daginn eftir var haldinn stjórnarfundur í OR. Mikið hafði verið rætt um að meirihlutinn ætl- aði sér að leggja fram tillögu um sölu á REI á fundinum. Fulltrúar hans höfðu fundað kvöldið áður, velt ýmsum tillögum fyrir sér og sett nokkrar þeirra niður á blað. Þegar á hólminn var komið var þó lagt til að öll verkefni REI sem ekki væru- ráðgjafar- og þróunarverk- efni yrðu seld. Afgreiðslu tillögun- ar var frestað en REI-sárið opnað- ist upp á gátt á ný. Enn er nóg eftir af REI-málinu REI-málinu er ekki lokið þó að líklega sé sigið á seinni hálfleik þess. Stjórn OR á enn eftir að af- greiða tillöguna um sölu verkefna REI og mun slík afgreiðsla vænt- anlega kalla á enn eina umræðuna um hlutverk fyrirtækisins. Þá á umboðsmaður Alþingis eftir að skila sínu áliti á því sem átti sér stað þegar reynt var að sameina REI og Geysi Green Energy síðastliðið haust. Því er ljóst að æsispennandi lokamínútur eru framundan í einu mesta hitamáli sem upp hefur komið í íslenskum stjórnmálum um árabil. Málefni Reykjavík Energy Invest enn í aðalhlutverki í borginni Seinni hálfleikur REI-mála Elías Jón Guðjónsson og Þórður Snær Júlíusson FRÉTTASKÝRING 24stundir/Árni Sæberg

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.