24 stundir - 01.05.2008, Síða 38

24 stundir - 01.05.2008, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir „Jahá, það er bara að verða liðin fjögur ár frá síðasta Evrópumóti í fótbolta. Ég valdi Grikki og fylgdi þeim til loka. Mínir menn brugð- ust mér ekki 2004 og ekki ætla ég að svíkja þá núna. Grikkland mun koma öllum á óvart og verja titilinn! Sá hlær best sem síðast hlær.“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Jónína Ben hefur staðið að de- tox-meðferðum til Póllands. Nú hefur Edda Björgvins tekið sig til og býður upp á detox-námskeið á Sólheimum. ...ég er byrjaður að undirbúa „short version“ af „short version“ Eddu. Í stað rist- ilhreinsunar og hláturæfingar hef ég kynningu á skrautskrift.“ Jens Kr. Guðmundsson jensgud.blog.is „Ingó Idol er ekkert súr þótt fúlir bloggar fíli ekki lagið hans. Gott mál að vera með 10.000 fjórtán ára gellur sem aðdáendur og fremja tónlistarhryðjuverk. Alltaf fundist fyndið að gaurinn sé kenndur við Idol. Sem er ekkert miðað við gaurinn sem verður kenndur við Bubba alla sína ævi.“ Tómas Ha tomasha.blog.is BLOGGARINN Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Poppið er allt öðruvísi markaður en rokkið. Það bókar enginn Halta hóru á árshátíð,“ segir Valgeir Þor- steinsson, smiður, faðir og trommuleikari Veðurguðanna. Veðurguðirnir, með Ingó úr Idolinu í fararbroddi, er ein heit- asta hljómsveit landsins um þessar mundir. Sumarsmellur sveit- arinnar Bahama situr í efsta sæti á lista yfir vinsælustu lög landsins sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fæstir vita að þrír meðlimir Veð- urguðanna fóru mikinn í rokk- sveitinni Haltri hóru fyrir nokkr- um misserum, en í dag hafa þeir breytt um stíl, enda virðulegir fjöl- skyldumenn meðal meðlima hljómsveitarinnar. Pabbahljómsveit „Já, það eru tveir ungir piltar komnir,“ segir Valgeir spurður um nýlegar barneignir meðlima Veð- urguðanna. Frumburður Valgeirs og Tinnu, kærustu hans, kom í heiminn á dögunum. Magnús, gít- arleikari hljómsveitarinnar, er öllu reyndari í föðurhlutverkinu. Hann og Hjördís, kærasta hans, eign- uðust frumburð sinn fyrir tæpum tveimur árum. En hvernig ætli gangi að samræma popp- arahlutverkið því krefjandi hlutskipti að vera ungur faðir? „Það gengur upp og of- an. Maður þarf að skipu- leggja sig vel,“ segir Val- geir og bætir við að það sé aldrei of mikið að gera. „Það er gaman að hafa nóg að gera!“ Magnús, gítarleikari Veð- urguðanna, segist sakna rokksins, en þarf ekki að hugsa sig um lengi til að finna kosti poppsins. „Rokkið er gef- andi fyrir líkama og sál, en poppið er gefandi fyrir líkama og buddu,“ segir hann í léttum dúr. „Þegar maður er orð- inn ráðsettur faðir í námi er þetta flottasta vinna sem maður getur fengið.“ Aðspurður hvort son- urinn fái tónlistarlegt uppeldi segist Magnús ekki ætla að setja á hann pressu. „Hann verður fyr- ir sterkum áhrifum þegar ég er að glamra heima á gítar og píanó,“ seg- ir Magnús. „En hann fær að velja sín áhuga- mál sjálfur.“ Fjölskyldumennirnir í Veðurguðunum eiga fortíð í rokkinu Höltu hórurnar komnar í guðatölu Veðurguðirnir er ein heit- asta hljómsveit landsins. Þrír meðlimir sveitarinnar voru áður í rokksveitinni Haltri hóru, en hafa snúið sér að poppinu og föð- urhlutverkinu Hölt hóra Drengirnir þrír í miðjunni eru nú í Veðurguðunum og syngja um bikiní-stelpurnar á Bahama. Ingó Syngur popp með fyrrverandi rokkurum. Mynd/Valli T-Rex HEYRST HEFUR … Meistari Mugison hélt ásamt hljómsveit sinni áleið- is til Kanada um helgina og kom fram á tónleikum í Vancouver í gærkvöldi. Mugison og félagar hita upp fyrir hina heimsfrægu bandarísku hljómsveit Queens of the Stone Age, sem er leidd af honum skelegga rauðhaus Josh Homme. Félagarnir eiga án efa eftir að slá í gegn meðal íbúa vesturheims, sem taka Íslendingunum örugglega fagnandi. afb Eins og Mugison verða Lilja og félagar í Bloodgro- up á farandsfæti í sumar. Hljómsveitin heldur í tón- leikaferð til Englands í maí og kemur fram í Lond- on, Manchester, Nottingham og Brighton. Þá heldur sveitin til Danmerkur í júlí og spilar Á Hró- arskeldu-hátíðinni. Loks heyrist að Bloodgroup eigi í viðræðum við danshljómsveitina CSS um að hita upp fyrir sveitina á væntanlegri tónleikaferð. afb Hlustendaverðlaun FM 957 verða veitt í Há- skólabíói á laugardagskvöld. Meðal hljómsveita sem koma fram eru vöðvatröllin í Merzedes Club, en brúnkukremið mun án efa krauma í salnum. Sagan segir að Valgeir Magnússon, talsmaður og spuna- meistari Merzedes Club, hafi boðið fyrrverandi dönsurum Eurobandsins að dansa með sinni sveit á hátíðinni, en að þeir hafi neitað pent. afb „Ætlast var til þess að ég myndi dreifa þessum bæklingi til krakk- anna í bekknum mínum. Það harðneita ég að gera,“ segir kenn- arinn Esther Ösp Gunnarsdóttir á bloggi sínu en hún hefur neitað að dreifa kynningarbæklingi fyrir kristilegar sumarbúðir til nemenda sinna. Esther, sem kennir 7. bekk við Grunnskólann á Egilsstöðum, sagði í samtali við 24 Stundir að sér þætti það vafasamt á tímum trúfrelsis að skólinn stæði í svona kynningarstarfsemi. „Mér finnst þetta bara svolítið hæpið í ljósi þess að hér á að ríkja trúfrelsi og sífellt að verða lögð meiri áhersla á umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum og fólki af hvaða uppruna sem er. Sem er bara af hinu góða. En þá stangast þetta á við það þegar skólinn er farinn að taka að sér að dreifa kynning- arbæklingum um trúarlegt starf.“ Esther segir að stjórnendur grunnskólans hafi sýnt ákvörðun hennar fullan skilning en hún set- ur spurningarmerki við það hvort ákvörðun hennar teljist vera frétta- efni, en nú þegar hefur héraðs- fréttablaðið Austurglugginn gert ákvörðun hennar góð skil. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er fréttnæmt. Ég hugsa að það hafi fleiri kenn- arar en ég gert þetta í gegnum tíð- ina.“ Esther bætir við að sér finnist al- gjör óþarfi að kennarar sinni einn- ig starfi bréfbera. „Kennarar hafa nóg að gera þó þeir fari ekki að taka að sér hlutverk póstburð- arfólks líka, bara til þess að spara kirkjunni örfáar krónur.“ vij Kennari neitar að dreifa trúarbæklingi Tekur ekki að sér starf bréfbera Ekki bréfberi Esther tekur ekki í mál að dreifa trúarbæklingi til nemenda sinna. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 9 7 2 6 8 4 5 1 3 3 8 5 2 7 1 4 9 6 4 1 6 5 9 3 2 7 8 1 2 9 7 3 6 8 4 5 5 3 4 8 2 9 1 6 7 7 6 8 4 1 5 9 3 2 6 5 3 9 4 2 7 8 1 8 4 1 3 5 7 6 2 9 2 9 7 1 6 8 3 5 4 Hann vill tala við mann með klofna tungu. Ég býst við að hann eigi við lögfræðing. 24FÓLK folk@24stundir.is a Já, þar er allt hvítt! En vonandi verður allt grænt bráðlega. Eiríkur, nú er það svart? Eiríkur B. Björgvinsson, er bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, þar sem vetur konungur hefur gert vart við sig með snjó- komu undanfarið, meðan veður hefur verið frekar milt um allt land.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.