24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir SUMARAFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR af öllum vörum föstudag og laugardag Bæjarlind 6, s.554-7030, Eddufell 2, s.557-1730 Opið virka daga 10.00-18.00 laugardaga Bæjarlind 10.00-16.00, Eddufell 10.00-14.00 Bestseller mod. 285. 5995.- Face mod. 171. 9995.- Softwalk Mod. 198. 7995.- Aerosoles mod. 189. 9995.- Softwalk mod. 197. 9995.- Softwalk mod. 201. 9995.- SENDUM Í PÓSTKRÖFU Ávörp Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna Tónlist Veitingar Bandaríkjamanninum James Wo- odward var sleppt úr fangelsi í Dallas á þriðju- daginn eftir að hafa setið þar saklaus í 27 ár. Niðurstöður ný- legs lífsýnis sýndu fram á sakleysi hins 55 ára Woodward, en hann var dæmdur fyrir morð og nauðgun á kærustu sinni. Niðurstöður lífs- sýna hafa nú forðað átján mönn- um frá frekari fangelsisvist í Dall- as, og er fjöldinn hvergi meiri í Bandaríkjunum. aí Bandaríkin Sat saklaus í fangelsi í 27 ár NATO hefur varað rússnesk stjórnvöld við að aðgerðir stjórn- arhers Rússa í héruðunum Abk- asíu og Suður-Ossetíu grafi und- an fullveldi Georgíu. Héruðin hafa bæði sagt sig úr lögum við Georgíu og hafa Rússar nú fjölg- að friðargæsluliðum sínum þar. Talsmaður NATO segir að yfirlýs- ingar og aðgerðir Rússa muni auka spennu á svæðinu. aí Ástandið í Georgíu Vara Rússa við Evrópusambandið hefur fagnað lagabreytingu tyrkneska þingsins um að rýmka tjáningarfrelsi í landinu og segir það velkomið framfaraskref. Fjöldi fræði- manna og rithöf- unda, þar á meðal Nóbelsverðlauna- hafinn Orhan Pa- muk, hafa verið ákærðir með vís- un í umrædd lög, fyrir að „móðga það sem tyrkneskt er“. Evrópusambandið hafði áður lýst því yfir að lagabreyting í þessa veru væri nauðsynleg ætluðu Tyrkir sér að gerast fullgildir að- ilar að sambandinu. aí Frelsi aukið í Tyrklandi Fagna breytingu Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Mikil hátíðarhöld voru í kínversku höfuðborginni Peking í gær þegar byrjað var að telja niður þá hundr- að daga sem eru til Ólympíuleik- anna sem hefjast í borginni þann 8. ágúst. Borgarbúar fögnuðu endur- komu ólympíukyndilsins á kín- verska jörð með söng, bænahaldi og fjöldahlaupi, en för kyndilsins um heiminn hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig þar sem mót- mælendur Kínastjórnar hafa ítrek- að látið til skarar skríða. Ólíkt síðustu Ólympíuleikum hefur undirbúningurinn að þessu sinni gengið mjög vel og hafa fram- kvæmdir og endurbætur á leik- vöngum víða klárast fyrr en reikn- að var með. Eftirvænting Jacques Rogge, forseti Alþjóða- ólympíunefndarinnar, sagði að aukin eftirvænting og kraftur muni einkenna næstu hundrað daga í Peking. „Borgarbúar og gestir munu sjá borgina halda áfram að umbreytast, er hún tekur á móti íþróttafólki, fjölmiðlum og áhorf- endum á síðustu æfingaviðburð- unum og svo á leikunum sjálfum.“ Um tíu þúsund Pekingbúar tóku þátt í fjöldahlaupinu í gær þar sem hlaupið var í kringum Ólympíu- garðinn, en með því vildu skipu- leggjendur sýna að leikarnir verði alþýðunnar. Ólympíukyndillinn kom til Hong Kong í gær. Kínversk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa bannað fjölda fólks að koma til borgarinnar. Öryggisgæsla vegna komandi Ólympíuleika hefur verið hert verulega að undanförnu, en kyndillinn mun nú fara um öll 23 héruð landsins áður en hlaupið verður með hann inn á Þjóðarleik- vanginn í Peking, Fuglahreiðrið, þar sem leikarnir verða settir að kvöldi 8. ágúst. Hundrað dagar til Ólympíuleika  Dagarnir fram að leikunum munu einkennast af auknum krafti og eftirvæntingu  Ólympíukyndillinn aftur kominn til Kína © GRAPHIC NEWS ÓLYMPÍULEIKARNIR Í PEKING 2008 08/08/08, kl. 20:08 Tímasetning setningarhátíðar Ólympíuleikanna 2008- átta er happatala í kínverskri þjóðtrú. 25 milljarðar Upphæð varið til öryggismála. Öryggis- gæsla kostaði um 100 milljarða á leik- unum 2004. 10.708 80.000 Fjöldi lögreglumanna að störfum á leikunum. 1,5 milljón Fjöldi íbúa borgarinnar sem hafa verið færðir til, í þeim tilgangi að rýma fyrir nýjum byggingum. Þetta er um tíundi hver borgarbúi og helmingi fleiri en voru færðir til fyrir leikana í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988. 1 milljón Fjöldi bíla sem hefur verið bannað að aka um götur Peking á meðan á leikunum stendur. 70.000 Fjöldi sjálfboða- liða á leikunum. 302 Fjöldi gullverðlauna í 28 greinum á 37 keppnisstöðum. 1,7 milljónir Væntanlegir gestir. 2.800 milljarðar Kostnaðurinn við byggingar og endurbætur á leikvöngum og samgöngukerfi Pekingborgar. Upphæðin er um tvisvar sinnum hærri en sú sem Grikkir vörðu fyrir leikana 2004. Tólf leikvangar hafa verið byggðir frá grunni, ellefu endurbættir og átta eru tímabundnir. Heimildir: Kínverska ólympíunefndin, Kyodo News, COHRE Fjöldi íþróttamanna. Natascha Kampusch hefur gagnrýnt austurrísk yfirvöld fyrir að fjarlægja börn Elisabethar Fritzl skyndilega úr kjallaranum þar sem þau höfðu dvalið allt sitt líf. Kampusch var sjálfri haldið fang- inni í kjallara manns um átta ára skeið, en losnaði úr prísundinni árið 2006, þá átján ára að aldri. Kampusch segir jafnframt að best sé fyrir þá sem veittu „svokall- að sérfræðiálit“ að halda sér sam- an, „þar sem þeir hafa líklega rangt fyrir sér“. Í viðtali við sjón- varpsstöðina Puls 4 sagði Kamp- usch að Fritzl-börnin yrðu að venjast nýju lífi og að það myndi ekki hjálpa þeim að ýta þeim í skyndi út í nýjan og framandi heim. Kanslari Austurríkis, Alfred Gu- senbauer, sagði að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær að orðspor landsins hefði beðið hnekki vegna málsins í bænum Amstetten. aí Natascha Kampusch gagnrýnir yfirvöld Fritzl-börnin dvelji lengur í kjallaranum STUTT ● Hættir Carl I. Hagen, fyrrver- andi formaður norska Fram- faraflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í þingkosn- ingum á næsta ári og hætta þá stjórnmálaafskiptum. ● Vopnahlé Tólf fylkingar Pal- estínumanna hafa samþykkt tillögur um vopnahlé við Ísr- aela. Gert er ráð fyrir að það taki gildi fyrst á Gasa og svo á Vesturbakkanum. ● Símaat Dýragarður í Dublin hefur neyðst til að loka fyrir símann eftir að hafa borist um 100 þúsund símaöt síðustu vik- urnar. Að sögn fóru sms-skeyti manna í millum þar sem fólk hvar sagt að hringja í gefið símanúmer og spyrja eftir „Mr. Rory Lion“, „G. Raffe“, „C. Lion“ og öðru í svipuðum dúr.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.