24 stundir


24 stundir - 01.05.2008, Qupperneq 40

24 stundir - 01.05.2008, Qupperneq 40
24stundir Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.is · umboðsmenn um land allt Nýja lága verðið tekur gildi strax í fyrramálið Við höfum gert nýja og hagstæðari samninga við framleiðendur og getum því boðið varanlega verðlækkun um allt að 17% á nýjum bílum. Nýtt verð á Volkswagen, Audi, Skoda, Mitsubishi og KIA tekur gildi á morgun föstudag og svo verður sannkölluð hátíðarstemmning um helgina. Komdu og taktu þátt í að keyra niður verðbólguna. Erlend bílalán Við bjóðum allt að 80% mynt- körfulán á öllum nýjum bílum á bestu mögulegu vöxtum. Keyrum niður verðbólguna. Lækkum verð á nýjum bílum um allt að 17%! F ít o n / S ÍA ? Íslensk vinkona mín á Ítalíu borgarleigu á þriggja mánaða fresti. Við sein-ustu greiðslu hafði upphæðin farið úr110.000 krónum í 153.000. Úps. Ég var í heimsókn á sama tíma ogfékk vægt áfall. Eftir að hafa röflað út íeitt yfir þessari 40% verðhækkun á öllusá ég að ef geðheilsan átti ekki að falla álíka hratt og hin laskaða króna, var ekki nema eitt í stöðunni. Að taka þetta á jákvæðninni. Hvað sem öllu leið gátu launin mín enn fleytt mér langt, ég þurfti einungis að halda mér á réttu stöðunum. Bara við að hoppa upp í flugvél og stíga út úr henni í landi þar sem mánaðarlaunin voru ekki nema nokkrir þúsundkallar varð ég ósjálfrátt að auðjöfri. Það hafði ekkert breyst. Flugmiðar höfðu vissu- lega hækkað verulega en á endanum skipti ekki öllu hvort ég borgaði 33 eða 43 krónur fyrir máltíð í Kambódíu og Kína. Á Íslandi átti ég kannski ekki mikið en víða um heim var ég millj- ónamæringur. 80 lönd höfðu minna en 20.000 krónur í landsframleiðslu á mann á mánuði – 110 lönd minna en 40.000 krónur. Það að búa á mínu dýra landi hafði líka einn kost í för með sér: Allt annað varð ódýrt í samanburðinum. Ég er til dæmis að spá í að skella mér til Pakist- ans. Pakistanskur félagi minn er að safna fyrir ferð til Íslands. Hann er ágætlega stæður en miðað við íslenska verðlagið og íslensku launin eru hans laun fjarskalega lág. Hann býst við að komast hingað svona árið 2020. Alveg milljón Sigríður Víðis Jóns- dóttir synti í peningum YFIR STRIKIÐ Hvert viltu fara? 24 LÍFIÐ Uppeldisbræðurnir Bubbi og Beggi Morthens fara fremstir í flokki þegar Egó heldur tón- leika á NASA í maí. Uppeldisbróðir Bubba aftur í Egó »34 Kennarinn Esther Ösp neitar að dreifa kynningarbæklingi fyrir kristilegar sumarbúðir til nemenda sinna. Grunnskólakennari en ekki trúboði »38 Ingó og Veðurguðirnir eiga vinsæl- asta lag landsins. Fæstir vita að þrír meðlimir Veðurguðanna eiga fortíð í rokkinu. Veðurguðirnir fóru úr rokkinu í poppið »38 ● Lifi Þróttur „Ég er þakklát traustinu sem mér er sýnt með þessari kosningu Lifi Þróttur!“ segir Jórunn Frí- mannsdóttir, sem kosin var formaður íþróttafélagsins Þróttar á aðal- fundi félagsins í gær og verður þar með fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í einu af stóru félögunum í Reykjavík. Með Jórunni í stjórn verða Sig- urbjörn Jónasson, Hafliði Helgason, Egill Heiðar Gíslason og Andrea Þormar. ● Fjárnám „Sú hugmynd hef- ur verið rædd að spila fyrir skattinn á árshátíð í stað- inn, en af því verður líklega ekki,“ segir Bóas Hallgrímsson, for- söngvari Reykjavíkur! en skatta- yfirvöld gerðu tilraun til fjárnáms, þar sem liðsmenn höfðu ítrekað hunsað gluggapóst sinn um mis- ræmi í skattaskýrslu, sökum fjár- hagslegrar þroskaskerðingar og tölulegrar lesblindu. Og liðsmenn Reykjavíkur munu fagna áfang- anum með því spila á Kaffibarnum laugardaginn 3. maí klukkan 20.30. Frjáls framlög vel þegin. ● 120 ágrip Uppskeruhátíð vísindafólks við Landspítalann er hafin og að þessu sinni kynna yfir 350 vísindamenn og samstarfsaðilar þeirra nið- urstöður rannsókna á spítalanum. „Veggspjaldakynningin í anddyri K-byggingar hefur vaxið mikið að umfangi. Fyrstu tvö árin voru nið- urstöður 55 rannsókna kynntar en í ár voru send inn 120 ágrip,“ segir Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, sviðsstjóri vísinda- og rann- sóknaþjónustu Landspítala. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.