24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 17
24stundir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 17 E N N E M M / S ÍA / N M 31 24 2 Sími Netið SjónvarpÞað er 800 7000 • siminn.is Núll krónur í þrjá vini Nú geturðu hringt í þrjá vini fyrir núll krónur ef þú fyllir á Frelsið með símanum eða á siminn.is. Þú getur talað í 60 mínútur eða sent 60 SMS á dag og þetta gildir líka um myndsímtöl. Skráðu þig í Mitt Frelsi á siminn.is og náðu í lagið og hringitóna með Merzedes Club í leiðinni. Fáðu þér Frelsi hjá Símanum og stækkaðu vinahópinn. Frelsiog þú færð hringitóninnMEIRA FRELSIá 0 kr. Sendu SMSí númerið 1900með textanum: I . Í lendingar gætu ekki aðhyllst mark- mið sjávarútvegsstefnunnar að því er snerti nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Það ætti t.d. við um veiðar Breta, Belga, Þjóðverja og Hollendinga í sömu stofnunum í Norðursjó. Hins vegar væri ekki um að ræða neina sameign varð- andi olíu og gas á þessu svæði. Þær auðlindir væru eign strandríkjanna og ekki háðar neinni sameiginlegri stefnu. Þetta bæri að hafa hugfast, fiskistofnarnir á íslenska land- grunninu gætu ekki verið í sameign við aðra fremur en bresk olía eða finnskir trjáskógar. Hvað sem þessu líður deilum við engu að síður nýt- ingu ákveðinna flökkutegunda utan Tilefni er til að rifja upp ummæli Halldórs Ágrímssonar um sjávarút- vegsstefnu ESB og Ísland í ræðu sem hann flutti hjá Deutsche Ge- sellschaft für Auswärtige Politik í Berlín í mars 2002. Halldór tók fram, að vegna hins mikla vægis sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi ætti það að vera skiljanlegt að við gætum aldrei falið öðrum stjórn auðlindarinnar. Það gengi ekki upp við Íslendinga, að ráðherrafundur þrjátíu sjávarútvegsráðherra, þeirra á meðal frá landluktum ríkjum, ætti að fjalla um ákvarðanir varð- andi veiðileyfi, aflakvóta og möskvastærðir í íslenskri fiskveiði- lögsögu. Þetta þýddi þó ekki að Ís- fiskveiðilögsögunnar, einkum síldar og loðnu, með öðrum þjóðum. Þá þarf á fjölþjóðlegri stjórnun og sameiginlegri stefnu um nýtingu að halda svo forðast megi ofveiði. En aðalatriðið er þetta: efnahagslög- saga okkar er víðs fjarri lögsögu ESB og fiskistofnarnir á íslenska landgrunninu eru að mestu leyti staðbundnir. Staða okkar er frá- brugðin því sem er um aðra, svo sem Noreg, sem á samliggjandi efnahagslögsögu við ESB. Þá er sér- staða okkar í Evrópu alger varðandi grundvallarhagsmuni að því er varðar sjávarútveginn. Ef til kæmi ætti því óbreytt fiskveiðistjórnunar- kerfi okkar að fá varanlega stöðu sem hluti sameiginlegrar sjávarút- vegsstefnu ESB. Gerðist Ísland aðili að Evrópusambandinu færi vel á því að Íslendingi yrði falið að fara með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni. Þá er komið að afstöðu Jóns Sigurðssonar, forseta og þjóðarhetju, til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Um hana verður víst seint vitað. En hitt er aftur á móti glögglega vitað hverjar voru meginskoðanir Jóns Sigurðs- sonar í stjórnmálum. Hann var frjálslyndur þjóðernissinni sem vildi í senn frelsi hverrar þjóðar og frelsi í viðskiptum þeirra á milli. Það er einmitt þetta sem þjóðir Evr- ópu hafa leitað svo eindregið eftir frá því að síðari heimsstyrjöld lauk og lengst hefur náð með tilkomu Evrópusambandsins. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Sjávarútvegsstefna ESB og Ísland UMRÆÐAN aEinar Benediktsson Staða okkar er frábrugðin því sem er um aðra, svo sem Noreg, sem á sam- liggjandi efnahagslögsögu við ESB. Nú er rétt rúmur mánuður þar til sá frestur er liðinn sem ríkis- stjórnin hefur til þess að svara til um breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna leggur til. Enn hefur málið ekki verið rætt á Alþingi Íslendinga og lítur út fyrir að alþingismenn eigi ekki að fá að fjalla um málið. Stjórnvöld hafa margsinnis feng- ið ábendingar um það hér innan- lands að kerfi þetta brjóti á þegn- unum en þau hin sömu hafa ekki hlustað. Hver dagur sem líður í að- gerðaleysi er einum degi of mikið og birtingarmynd vanvirðingar í garð íslenskrar sjómannastéttar. Frjálslyndi flokkurinn hefur ásamt öðrum fulltrúum úr stjórn- arandstöðu lagt fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi þess efnis að hlíta beri niðurstöðu mannrétt- indanefndarinnar. Það dugar lítt að þvælast um veröld þvera og endilanga með friðar og mannréttindamarkmið í farteskinu meðan ekki er hafist handa heima fyrir og unnin sú nauðsynlega vinna sem fara þarf fram. Vinna til endurskoðunar á kerfi fiskveiðistjórnunar á Íslandi, þar sem Íslendingar geta ekki verið þekktir fyrir að brjóta mannrétt- indi í eigin landi. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins Aðgerða- leysi stjórn- valda UMRÆÐAN aGrétar Mar Jónsson Það dugar lítt að þvæl- ast um ver- öld þvera og endilanga með friðar og mannrétt- indamarkmið í farteskinu meðan ekki er hafist handa heima fyrir og unnin sú nauðsynlega vinna sem fara þarf fram.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.