24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir vi lb or ga @ ce nt ru m .is GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir GE kæliskápar *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. GCE21LGWFS – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Með ryðfríum stálhurðum 381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir – Orkunotkun: A TILBOÐ kr.: 219.900* Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Þeir sem komu inn á hjúkrunar- heimili árið 1999 voru marktækt hraustari en þeir sem komu inn á öðrum árum. Líkleg skýring er að skæður flensufaraldur gekk það ár- ið svo að dánartíðni meðal aldr- aðra var hærri. Þar sem gömlu reglurnar for- gangsröðuðu ekki fólki frá sjúkra- stofnunum þýddi það að þeir sem komu inn voru óvenju hraustir.“ Þetta segir Ingibjörg Hjaltadótt- ir, lektor í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands og sviðsstjóri hjúkr- unar á öldrunarsviði Landspítala, en hún hefur rannsakað heilsufar aldraðra við flutning inn á hjúkr- unarheimili á árunum 1996-2006. „Um áramótin voru teknar upp nýjar reglur um val inn á hjúkr- unarheimili sem lofa góðu. Núna bíða aðeins um 40 sjúklingar á LSH eftir hjúkrunarrýmum og hafa aldrei verið eins fáir,“ segir hún. Ingibjörg segir stærsta hóp þeirra sem koma inn á hjúkrunar- heimili koma að heiman. Næst- stærsti hópurinn kemur svo af spít- ölum. „Maður hefði haldið að hlutfall þeirra sem koma inn á hjúkrunar- heimili af spítölum væri hærra í Reykjavík en á landsbyggðinni en svo er ekki á þessu tímabili.“ Gögn frá um 2200 manns Notaðar voru upplýsingar úr svokölluðu RAI-mati (heilsufars- mat) þeirra einstaklinga sem fluttu inn á hjúkrunarheimili á fyrr- greindu tímabili. Þar sem mark- miðið var að skoða heilsufar fólks þegar það flutti inn á heimilin var rannsóknin takmörkuð við þá sem metnir voru innan níutíu daga frá flutningi, en það eru 20-70% þeirra sem voru RAI-metnir hvert ár. Að sögn Ingibjargar ætti það að vera nokkuð tilviljanakennt hverjir eru metnir á þeim tíma og hverjir ekki og því ætti úrtakið ekki að vera skekkt í neina ákveðna átt. Biðlistar aldrei styttri  Þeir sem fluttu inn á hjúkrunarheimili 1999 voru mun hraustari en þeir sem fluttu inn á öðrum árum  40 bíða á LSH eftir plássi á hjúkrunarheimili og hafa aldrei verið færri Doktorsneminn Ingibjörg Hjalta- dóttir➤ Rannsóknin er fjórðungurdoktorsrannsóknar Ingibjarg- ar. ➤ Í hinum hlutunum skoðar húnheilsufar þessa hóps eftir því sem líður á dvölina, hvaða þættir stýra lífslengd fólks á hjúkrunarheimilum og gæða- viðmið fyrir hjúkrunarheimili. DOKTORSRANNSÓKNIN 24 stundir/Valdís Thor Ylfa Mist Helgadóttir, íbúi í Bol- ungarvík, stóð fyrir mótmæla- göngu í bænum kl. 18:30 í gær- kvöld, frá húsi Soffíu Vagnsdóttur að húsi Gríms Atlasonar og að lok- um að ráðhúsinu. Vildi Ylfa með því mótmæla að „hægt sé að ganga framhjá gildum atkvæðum okkar kjósenda og splundra virkri bæj- arstjórn“ á forsendum sem henni þykja „engan veginn skýrar né haldbærar sem rök“. Göngunni var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un en fyrir gönguna sagði Ylfa að þótt hún gæti ekki metið hve stór gangan yrði væri ljóst að hún myndi ekki ganga ein. „Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér enda margir hérna reiðir,“ sagði hún. thorakristin@24stundir.is Nýrri bæjarstjórn mótmælt í Bolungarvík Gengið gegn stjórn „Ferðamannaiðnaðurinn væri búinn að vera sem atvinnuvegur á þessari eyju ef eldurinn bærist í þjóðgarðinn,“ segir Jörundur Guð- mundsson, sem starfar sem leið- sögumaður á La Gomera þar sem skógareldar geisa. „Þegar fóru að koma reykjar- bólstrar yfir fjallgarðinn skammt frá staðnum sem við búum á og við fundum reykjarlykt, fórum við að hafa varann á okkur. En mest höf- um við orðið vör við eldinn vegna þess að við sjáum svo margar slökkviliðsflugvélar sem steypa sér niður í höfnina og fylla belginn af sjó, fljúga svo yfir fjallgarðinn og ofan í dalinn þar sem eldurinn er,“ segir Jörundur. Þá segist hann hafa séð eldinn er hann fór með 30 manna hóp Ís- lendinga í rútuferð um eyjuna í vikunni. La Gomara er næstminnsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum, en þar búa um 22 þúsund manns. Á síð- asta ári heimsóttu um 600 þúsund ferðamenn eyjuna, flestir að sögn Jörundar til að skoða þjóðgarðinn. „Hann hefur verið á heimsminja- skrá UNESCO í fleiri áratugi, enda er þetta yfir þúsund ára gamall regnskógur og einn af fáum silf- urregnskógum sem eftir standa. Yfirvöld segjast vera búin að ná tökum á eldinum og að þjóðgarð- urinn sé ekki í hættu. En ef vind- áttin breytist veit maður aldrei hvað gerist.“ Jörundur segist ekki hafa orðið var við að íbúar væru áhyggjufullir vegna eldanna. „Þeir eru ósköp æðrulausir og rólegir. En það er búið að flytja yfir 600 manns af heimilum sínum, svo að flestir íbú- ar eiga vini eða ættingja sem hafa lent í því.“ hlynur@24stundir.is Jörundur er leiðsögumaður á La Gomera Starfið í hættu vegna skógarelda Einkaskjalasafn Bjarna Bene- diktssonar, fyrrverandi borg- arstjóra og forsætisráðherra, var í gær afhent Borg- arskjalasafni Reykjavíkur til varðveislu og eignar. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Björn Bjarnason, fyrir hönd erfingja, skrifuðu undir samn- ing þess efnis í gær, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna. Í fréttatilkynningu kemur fram að skjalasafnið spannar allt frá æskudögum Bjarna til dauðadags hans. Um er að ræða bréfa- og málasafn frá pólitískum ferli hans, auk tímans þegar hann var rit- stjóri Morgunblaðsins, lög- maður og prófessor. hos Bætist í Borgarskjalasafn Fær einkaskjöl Bjarna Ben.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.