24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 15 Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur - Coffee Hringið og biðjið um mynda- og verðlista HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA - 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 8177 & 553 1400 - www.heimilisprydi.is Baráttudags verkalýðsins varminnst af Agli Helgasyni ívikunni. Hann tengir dag- inn við bernsku sína og pönnu- kökur, því hann fór með ömmu sinni í kaffi hjá Kristni- boðsfélagi kvenna og man enn hvað pönnukökurnar voru góðar. Egill lætur sig þó málefni verkalýðsins varða og spyr: „Getur einhver út- skýrt fyrir mér um hvað deila hjúkrunarfræðinga snýst? Á ég til dæmis að hafa meiri samúð með þeim en vörubílstjórum?“ Ekki stóð á svari því verkalýðsforkólf- urinn Guðmundur Gunnarsson svaraði Agli að bragði og útskýrði fyrir honum grunnþætti í verka- lýðsbaráttunni. Þótt fleiri en Egill Helgasontengi fyrsta maí við annaðen kröfugöngur kunna flestir vel að meta frídaginn. Sú óheppilega tilhögun að hann skuli falla saman við uppstigningardag í þetta skipti gerir mörgum launþeg- anum gramt í geði. En nú flýgur fyrir að dagurinn geti orðið eftirminnilegri en um langt skeið. Beðið er eftir því, að nýr liðsmaður verkalýðsbaráttunnar, Sturla Jóns- son trukkabílstjóri, grípi til frum- legra aðgerða á alþjóðlegum bar- áttudegi verkalýðsins. Spurt er hvort trukkar og hjúkkur steli sen- unni í kröfugöngu dagsins, frá verkalýðshetjunum gömlu sem þraukuðu góðærið fámennar á Ingólfstorgi. Ögmundur Jónasson er í Vestmannaeyjum í dag. Kaupþing og SPRON ætla aðákveða á næstu fjórumvikum hvort hægt er að sameinast. Almennur gálgahúmor hefur gripið um sig í garð íslenskra banka og bloggarar leggja til að nýi bankinn fái nafnið Skaupþing eða Spronþing, Glaumþing, Kron eða Spring. Bún- aðarbanki skal hann ávallt heita segja aðrir. Í gær bárust svo fréttir af niðurskurði í Seðlabankanum, sem hefur keypt sér 7,7 milljóna króna Landcruiser-jeppa til að nota í almennt snatt á vegum bankans. DV útskýrir niðurskurð- inn og segir þetta kreppujeppa af því að hann er ódýrari en Range Rover sem bankinn hefur hingað til notað til snúninga. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Allsherjarnefnd Alþingis fjallaði í gær um atburðina, sem áttu sér stað við Suðurlandsveg þann 23. apríl. Til fundarins var boðað sam- kvæmt ósk þriggja fulltrúa stjórn- arandstöðunnar í nefndinni. Sam- kvæmt þingsköpum ber að verða við slíkri beiðni svo fljótt sem auðið er og var það gert. Tilgangur fund- arins var að upplýsa nefndarmenn um atburðarásina þennan dag, mótmæli vörubílstjóra, tilefni og framkvæmd lögregluaðgerða af því tilefni og önnur atvik sem máli skiptu í þessu sambandi. Málefnið snertir verksvið allsherjarnefndar með þeim hætti, að hún er sú þing- nefnd sem fjallar með almennum hætti um lög og reglur sem varða lögreglu, réttarvörslu og skyld mál- efni. Það liggur hins vegar líka ljóst fyrir að nefndin hefur ekki það hlutverk að rannsaka einstök tilvik, eftir atvikum einstakar lögregluað- gerðir, eða að kveða upp úrskurði í ágreiningsefnum sem af þeim kunna að rísa. Lögreglunni ber auðvitað jafnan sjálfri að fara yfir mál í tilvikum sem þessum, ríkis- saksóknari getur einnig tekið ein- stök mál upp ef ástæða er til að ætla að lögregla hafi gengið lengra í að- gerðum sínum en efni stóðu til og þeim sem telja sig harðræði beitta af hálfu lögreglu með einhverjum hætti er svo auðvitað alltaf heimilt að bera sín mál undir dómstóla, þar sem hin endanlega úrlausn slíkra ágreiningsmála á sér stað. Þá geta borgararnir líka leitað eftir áliti umboðsmanns Alþingis varðandi einstaka þætti mála af þessu tagi. Vera kann að á einhverja þætti at- burðanna við Suðurlandsveg reyni með einhverjum hætti. Það skýrist að öllum líkindum á næstunni. Á fundi sínum í gær hlýddi allsherj- arnefnd á lýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atburða- rásinni og svör varðandi einstök at- vik, lagaheimildir og annað sem nefndarmenn töldu nauðsynlegt að fá fram varðandi málið. Jafnframt hlustaði nefndin á sjónarmið vöru- bílstjóra, en fyrir nefndina komu menn sem verið hafa í forystu fyrir mótmælaaðgerðum af þeirra hálfu að undanförnu. Sýn þeirra á at- burðina 23. apríl er sem kunnugt er talsvert frábrugðin lýsingu lögregl- unnar en þrátt fyrir að mikið hafi borið á milli í frásögnum gesta nefndarinnar var fundurinn upp- lýsandi. Ekki verður um frekari vinnslu málsins að ræða af hálfu allsherjarnefndar, fyrir utan að ósk barst frá einum nefndarmanni um að hún fengi í hendur myndbands- upptökur sem til eru af atburðum. Nefndin mun því ekki skila neinu áliti eða formlegri niðurstöðu af umfjöllun sinni. Það er ekki hennar hlutverk. Það er hins vegar skoðun mín, að fullt tilefni hafi verið til að- gerða lögreglunnar í þessu tilviki og raunar fleirum sem tengjast mót- mælum vörubílstjóra að undan- förnu. Það er jafnframt skoðun mín að atburðarás og aðstæður á vett- vangi hafi í þessu tilviki kallað á meiri viðbúnað og harðari aðgerðir af hálfu lögreglunnar en við eigum almennt að venjast. Ekkert kom fram á fundinum í gær sem breytir þeirri afstöðu minni. Mitt mat er að þessar aðgerðir lögreglu og þær að- ferðir sem hún beitti þoli alla skoð- un en það er auðvitað annarra að kveða endanlega upp úr um það. Í mínum huga er kjarninn þessi: Í lýðræðisþjóðfélagi eins og okkar eiga allir rétt á að tjá skoðanir sínar og mótmæla. Rétturinn til þess er verndaður af stjórnarskrá og ekkert í lögum hindrar menn í slíkri tján- ingu. Það er hins vegar jafnljóst, að reiði einstakra manna í garð stjórn- valda, hagsmunabarátta þeirra eða hver svo sem undirrót mótmæl- anna kann að vera, réttlætir ekki að þeir brjóti lög, virði að vettugi lög- mæt og eðlileg fyrirmæli lögreglu eða reyni að hindra hana í störfum sínum. Lögreglu ber að sjálfsögðu að gæta meðalhófs í öllum aðgerð- um sínum en því alvarlegri sem að- stæður og atburðarás er hverju sinni, þeim mun meira tilefni er til harðra lögregluaðgerða. Hags- munabarátta og stjórnmálabarátta á að fara fram eftir leikreglum lýð- ræðisins, innan ramma laganna, en ekki með ólögmætum aðgerðum á götum úti. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Lögregluaðgerðirnar þola skoðun VIÐHORF aBirgir Ármannsson Það er hins vegar skoðun mín, að fullt tilefni hafi verið til að- gerða lög- reglunnar í þessu tilviki.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.