24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 01.05.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Þetta gerir mann líka að einhverju leyti hugrakkari þannig að maður er miklu hæf- ari til að takast á við daglega lífið auk þess sem það ver mann gegn áreiti í kringum mann. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Daði Guðbjörnsson listmálari hef- ur stundað sahaja-jóga í tæp þrjú ár og finnur mikinn mun á sér. Löngun í áfengi hvarf og það sama má segja um ýmis líkamleg vanda- mál. „Þegar ég var búinn að stunda þetta í tvo mánuði fann ég að mig langaði ekkert lengur í áfengi. Það er eins og þessi löngun hafi bara horfið. Ég var svo sem engin rosa- leg fyllibytta en það hefði mátt vera meira hóf á þeim hlutum,“ segir Daði og bætir við að það hafi ekki verið mjög gott fyrir heilsuna. „Ég hafði líka verið með stoðkerfis- vandamál og vöðvabólgur. Það hef- ur lagast mjög mikið. Ég var á blóðþrýstingsmeðulum en nú er blóðþrýstingurinn kominn í lag,“ segir Daði. Losnar við reiði Reynsla Daða er ekkert eins- dæmi því að læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif sahaja-jóga á ýmsa sjúkdóma allt frá fíknisjúkdómum til þung- lyndis og kvíða. „Maður verður miklu jákvæðari og losnar við þessa innibyrgðu reiði sem maður er með. Þetta gerir mann líka að einhverju leyti hugrakkari þannig að maður er miklu hæfari til að takast á við daglega lífið auk þess sem það ver mann gegn áreiti í kringum mann,“ bætir hann við. Kúndalíni virkjað Sahaja-jóga gengur út á að virkja hina svo kölluðu kundalíniorku sem þekkt er í öllum trúarbrögð- um undir mismunandi nöfnum. „Í fyrsta tímanum finnur maður fyrir mjög djúpri slökun og að manni líður betur. En maður þarf að stunda þetta helst tvisvar á dag til að það fari að virka,“ segir Daði og bætir við að í raun geti menn stundað jóga heima hjá sér en gott sé að mæta á fund einu sinni í viku þar sem maður nái dýpri slökun. Þá hefur hópurinn einnig sín áhrif. „Það er í raun vilji okkar að það séu sem flestir í þessu því að það styrkir kúndalínistreymið ef fleiri taka þátt,“ segir Daði Guðbjörnsson að lokum. Tímar í sahaja-jóga eru án end- urgjalds. Þeir sem vilja kynna sér það betur geta nálgast upplýsingar á vefsíðunum www.sahajayoga.is og www.meditationresearch.co.uk. Sahaja-jóga hefur haft góð áhrif á Daða Guðbjörnsson Verður jákvæðari og losnar við reiði Hætti að drekka Daði Guðbjörns- son missti áhuga á áfengi eftir að hann fór að stunda sahaja-jóga. Daða Guðbjörnssyni finnst hann vera hæfari til að takast á við daglegt líf og verjast áreiti eftir að hann fór að stunda sa- haja-jóga. Löngun í áfengi hvarf og það sama má segja um ýmis lík- amleg vandamál. ➤ Öll námskeið í sahaja-jóga,jafnt byrjenda- sem fram- haldsnámskeið, eru án end- urgjalds. ➤ Hér á landi er hægt að sækjatíma í Reykjavík og á Ak- ureyri. SAHAJA-JÓGA Þeir sem hafa hug á að hjóla sér til heilsubótar í sumar geta mætt á kynningu á íslenskum hjól- reiðafélögum í kvöld. Á annan tug félaga starfar á landinu og kynna þau starfsemi sína í hús- næði Íslenska fjallahjólaklúbbs- ins að Brekkustíg 2. Allir vel- komnir. Hjólað í sumar Indverjinn Shri Mataji Nirmala Devi er upphafsmaður Sahaja- jóga. Hún hefur haldið þúsundir fyrirlestra frá árinu 1970 og kennt milljónum manna að til- einka sér þessa hugleiðsluaðferð. Hún fæddist árið 1923 í Chindw- ara, nam læknisfræði og tók þátt í sjálfstæðisbaráttu Indlands á námsárum sínum. Hún hefur jafnframt stofnað og sett á lagg- irnar fjölda hjálpar- og hjúkr- unarstofnana. Shri Mataji hlaut Friðarverðlaun Sameinuðu þjóð- anna árið 1989 og hefur verið til- nefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín. Upphafsmaður Sahaja-jóga Heilsumeistarinn.is og Young Living á Íslandi verða með kynningu á sýningunni Heilsa, húð og hár í Smáralindinni helgina 3.-4. maí. Boðið verður upp á NigXia Red-safann og ýmis tilboð. Ávaxtasafinn NingXia Red er gerður úr hinum kröftugu úlfaberjum eða goji- berjum frá NigXia-dalnum í Kína. Þetta afbrigði úlfaberjanna býr yfir miklum andoxunarkrafti og inniheldur ýmis efni sem hafa góð áhrif á líkamann, m.a. á sjónina og blóðsykurinn, og styrkir ónæm- iskerfið. Heilsa og hár Lagerstjóri óskast í fullt starf á lager Rúmfatalagersins í Skeifunni. Æskilegt er að umsækjandi sé skipulagður, útsjónasamur, hafi góða þjónustulund og einnig einhverja reynslu af lagerstarfi. Góð laun í boði. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við verslunarstjóra í síma 820-8003. Eða í verslun okkar Rúmfatalagernum Skeifunni 13. FRAMTÍÐARSTARF - LAGERSTJÓRI ATVINNA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.