24 stundir


24 stundir - 01.05.2008, Qupperneq 32

24 stundir - 01.05.2008, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þegar á hótelið var komið reyndist Ronaldo hafa keypt köttinn í sekknum, eða réttara sagt karlinn í kjólnum, því allar vændiskonurnar reyndust vera karlmenn. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Brasilíska knattspyrnugoðið Ronaldo komst heldur betur í hann krappan um síðastliðna helgi eftir að upp úr sauð á milli hans og þriggja vændiskvenna í Rio de Janeiro. Ronaldo, sem er um þessar mundir á heimaslóð- um að jafna sig eftir hnéaðgerð, hitti þrjár föngulegar vænd- iskonur á bar í Rio og eftir stutt- ar samningaviðræður var ákveð- ið að halda upp á hótelherbergi kappans þar sem leikurinn skyldi hefjast. Þegar á hótelið var komið reyndist Ronaldo hafa keypt köttinn í sekknum, eða réttara sagt karlinn í kjólnum, því allar vændiskonurnar reyndust vera karlmenn. Upphófst þá mikið rifrildi sem endaði með því að kallað var eftir aðstoð lögreglu og voru allir deiluaðilar færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Fjárkúgun og fíkniefni Að sögn Ronaldos reyndi hann að borga vændiskörlunum til að fara um leið og hann uppgötvaði rétt kyn til- vonandi bólfélaga sinna. Tveir af þeim þáðu andvirði 45.000 króna fyrir að yfirgefa svæðið og þegja um atburð- inn en þriðji hórkarlinn fór fram á mun hærri fjárhæð, um 2,3 milljónir króna, til að yfirgefa svæðið. Vænd- iskonur sögðu við yfirheyrslu að Ro- naldo hefði neytt fíkniefna með þeim en þeirri fullyrðingu neita talsmenn knattspyrnuhetjunnar alfarið. Ekki sakhæfur Samkvæmt brasilískum lögum er vændisstarfsemi eða kaup á þessar háttar þjónustu ekki refsiverð og því þarf Ronaldo ekki að svara til saka fyrir þetta óheppilega atvik. „Hann vildi bara skemmta sér og hitta fólk sem stæði utan við hans dæmigerða umhverfi. Honum er nokkuð brugðið. Hann sagði mér að hann glímdi við andlega erfiðleika sökum meiðsla sinna,“ sagði lögregluþjónn- inn Carlos Augusto Nogueira þegar hann ræddi við brasilíska fjölmiðla um rannsókn málsins. Hann bætti því við að Ronaldo þyrfti engu að kvíða varðandi rann- sókn málsins en það verður rann- sakað sem tilraun til fjárkúgunar af hálfu vændiskarlanna. Knattspyrnuhetjan Ronaldo í vandræðum með vændiskonur Of margir menn inni á vellinum ➤ Ronaldo hóf atvinnuferil sinní knattspyrnu með liðinu Cru- zeiro Esporte Clube í Brasilíu. ➤ Hann hefur tvívegis orðiðheimsmeistari með brasilíska landsliðinu, 1994 og 2002. ➤ Hann leikur nú með A.C. Mil-an á Ítalíu. RONALDO Knattspyrnugoðið Ro- naldo komst í kast við lögin eftir að lögregla þurfti að hafa afskipti af heiftarlegu rifrildi kapp- ans við þrjár vænd- iskonur. Ástæða rifrild- isins var sú að tilvonandi hjásvæfur reyndust vera karlmenn. Vill enga hórkarla Ronaldo var ekki sátt- ur þegar upp komst um rétt kynferði vændiskvennanna. Mynd/Getty Images Jamie Lynne Spears, litla systir Britney Spears, gengur með stelpu, samkvæmt bandaríska tímaritinu Life & Style. Stúlkan á að koma í heiminn 29. júní. Móð- ir systranna ku vera í skýjunum yfir því að fá litla ömmustelpu, en hún á fyrir tvo litla ömm- stráka. Life & Style segir einnig að kærasti Jamie Lynne Spears sé af einhverjum ástæðum stressaður yfir því að eiga von á stúlku. Litla Spears eignast dóttur Ofurparið Angel- ina Jolie og Brad Pitt lentu í Frakk- landi í vikunni ásamt börnum sínum fjórum. Angelina krafðist þess að barnið sem hún ber und- ir belti kæmi í heiminn í Frakk- landi, en þau dvelja í glæsivillu Pauls Allens, eins af stofnendum Microsoft, meðan á dvölinni stendur. Parið ætlar að láta sjá sig á Cannes-kvikmyndahátíðinni um miðjan maí og ætlar ekki að yfirgefa landið fyrr en barnið fæðist. Ætlar að fæða í Frakklandi MYNDASÖGUR Aðþrengdur Afsakið að ég er til! WATSON KOMDU! ÉG ÞARF AÐ TALA VIÐ ÞIG! GERA ÞESSAR BUXUR MIG FEITARI? Bizzaró Í nútíma heimi, Clark, eru eimreiðar ekki nógu kraftmiklar OG hraði byssukúlunnar er HÆGUR miðað við hraða leiservopna. Ég held að við verðum að endurskoða ímynd þína. UMBOÐSMAÐUR SUPERMANS FYRIR ENSKU, VELDU E INN - EÐA SKI LDU EFTIR SKILABOÐ - EÐA LEGGÐU FRÁ ÞÉR ÞENNAN ASNALEGA S ÍMA OG SNÚÐU ÞÉR VIÐ OG TALAÐU VIÐ MIG. Pause Café Sætir bolir og toppar í sumar Stærðir 34 -52 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Skólavörðustíg 21 – Sími 551 4050 – Reykjavík Sængur og koddar Allar stærðir Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán-lau kl. 11-17 Sendum frítt um land allt NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Nærfatnaður fyrir útivistina Skíði, golf, vélsleða, veiði o.m.fl.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.