24 stundir - 01.05.2008, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Leiðtogahæfileikar felast í
því að segja nei, ekki já. Það
er mjög auðvelt að segja já.
Tony Blairr
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
„Við erum að reyna að búa til
góða skemmtun sem vonandi er
ekki of innantóm. Maður veit hins
vegar aldrei neitt fyrirfram. Sérhver
uppsetning er óvissuferð. En verkið
er búið að fá þriggja ára þróunar-
ferli, frábæran tónlistarstjóra og
ungan og einstakan leikarahóp.
Leikstjórinn hefur gefið þessu 140%
og allir eru að reyna sitt besta. Samt
veit maður aldrei. Það eina sem
maður getur gert er að naga neglur
og vona það besta,“ segir Hallgrím-
ur Helgason, en leikrit hans Ástin er
diskó, lífið er pönk verður frumsýnt
í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í leikritinu
er fjallað um baráttuna milli diskós
og pönks. Rósa, nýkrýnd ungfrú
Hollywood, hittir pönknaglann
Nonna niðri á Hallærisplani og þau
laðast hvort að öðru.
Einmana hellisbúi
Hallgrímur hefur fylgst grannt
með æfingum en bróðir hans,
Gunnar, er leikstjóri sýningarinnar.
„Það er gaman fyrir rithöfund,
þennan einmana hellisbúa, að fá að
komast annað slagið út og hitta
fólk, sitja á æfingum og hlusta á
leikara syngja textana sína,“ segir
Hallgrímur. „Ég er reyndar ekki
mikið fyrir fundarsetur en verð þó
að viðurkenna að í leikhúsvinnu
verður maður annað slagið að
hlusta á sérfræðinga tæta í sundur
verkið manns. Að því slepptu held
ég að fundarhöld séu í raun visst
þjóðfélagsmein. Ég veit vel að Ís-
lendingar þögðu í þúsund ár, og nú
eru þeir loks farnir að tala saman,
en fyrr má nú vera talgleðin. Sjálfur
fæ ég tíu tilboð á viku um að tala á
allskyns málþingum, sem ég neita
öllum nema ég fái hest með öllum
reiðtygjum fyrir og góða köku með
kaffinu. Og í hverjum fréttatíma
blasir við okkur einhver hótelsalur-
inn fullur af fólki sem situr við að
hlusta á einhver erindi. Ég hugsa
alltaf: Hefur þetta fólk ekkert að
gera?“
Hörð stéttaskipting
Hallgrímur segir æfingaferlið
hafa verið einstaklega skemmtilegt:
„Gunna hefur tekist að mynda
þennan vinnuglaða anda sem orð-
inn er sjaldgæfur nú þegar enginn
lyftir hendi án þess að fá borgað fyr-
ir það. Þetta minnir helst á það að
vera í heyskap, eins og hann var í
den. Allir ofurþreyttir á lágum
launum en samt í góðum gír. Allir
að leggjast á eitt. Það er helst að
höfundurinn hafi verið til ama í
hópnum. Ég kann ekki alveg inn á
þessa hörðu stéttaskiptingu sem
ríkir í leikhúsinu og á það til að tala
beint við leikara um mál sem heyra
undir smink- eða búningadeild. Þá
fer allt upp í loft. Og svo hefur
Gunni nokkrum sinnum þurft að
reka mig niður af sviðinu með þeim
orðum að hann sé leikstjórinn en
ekki ég. Ég reyni þá að afsaka mig
með því að ég sé vanari frjálsari
vinnureglum frá mínum vinnu-
stað.“
Snillingurinn Sveppi
Hallgrímur hefur verið að skrifa
og endurbæta verkið allt fram á síð-
ustu stund. „Það er segin saga að
verkið er ekki fullskrifað fyrr en
tjaldið fellur á frumsýningu, og
jafnvel ekki þá, því einhver leikar-
inn gæti hafa gleymt línu. Þannig
að maður er stöðugt að breyta og
bæta. Og þá er gott að hafa snilling
eins og Sveppa í hópnum. Ef maður
er flúinn út í horn með leikara á
hælunum sem biðja um nýja línu
hér, betra tilsvar þar, og er orðinn
alveg andlaus, þá spyr maður bara
Sveppa og hann kemur alltaf með
einhverja snilld. Mikill gleðibrunn-
ur sem sá maður er, hreinræktaður
skemmtikraftur og fallega auð-
mjúkur.“
Hallgrímur Helgason „Það er gaman fyrir rithöf-
und, þennan einmana hellisbúa, að fá að komast
annað slagið út og hitta fólk, sitja á æfingum og
hlusta á leikara syngja textana sína.“
Ástin er diskó, lífið er pönk frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
Óvissuferð Hallgríms
➤ Meðal leikara og dansara ísýningunni eru Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, Þórir Sæmunds-
son, Sara Marti Guðmunds-
dóttir, Þröstur Leó Gunn-
arsson, Selma Björnsdóttir og
Sverrir Þór Sverrisson
(Sveppi).
➤ Danshöfundar eru Birna ogGuðfinna Björnsdætur. Leik-
mynd er eftir Frosta Frið-
riksson.
LEIKRITIЄSérhver uppsetning er
óvissuferð. En verkið er
búið að fá þriggja ára
þróunarferli, frábæran
tónlistarstjóra og ungan
og einstakan leikara-
hóp,“ segir Hallgrímur
Helgason um leikrit sitt
Ástin er diskó, lífið er
pönk.
Á þessum degi árið 1967 gengu Elvis Presley og
Priscilla Anne Beaulieu í hjónaband á Aladdin-
hótelinu í Las Vegas. Elvis var 32 ára og Priscilla 21
árs. Nákvæmlega níu mánuðum síðar fæddist dóttir
þeirra Lisa Marie. Parið hittist fyrst árið 1959 þegar
Elvis gegndi herþjónustu í Þýskalandi en þá bjó Pris-
cilla, einungis 14 ára gömul, í Wiesbaden. Hjónaband
Elvis og Priscillu entist í sex ár.
Priscilla skrifaði bókina Elvis and Me um samband
þeirra. Þar segir hún frá því að Elvis hafi kosið að vaka
um nætur og sofa á daginn. Hún lýsti einnig óhóflegri
lyfjanotkun hans sem færðist sífellt í aukana með ár-
unum og varð honum loks að aldurtila. Síðar kom út
ævisaga Priscillu eftir Suzanne Finstad þar sem farið er
ófögrum orðum um Priscillu og hún sögð hafa ætlað
sér að giftast Elvis til að verða fræg og hefði aldrei
elskað hann. Priscilla fór í meiðyrðamál og vann það.
Elvis í
hjónaband
MENNINGARMOLINN
Laugardaginn 3. maí kl. 15
opnar Pétur Gautur sýningu í
Baksal Gallerís Foldar. Sýn-
ingin stendur til 25. maí.
„Kæruleysi og málaragleði var
útgangspunkturinn fyrir þessa
sýningu,“ segir listamaðurinn.
Ný málverk
Péturs
AFMÆLI Í DAG
Judy Collins
söngkona, 1939
Rita Coolidge
söngkona, 1944
John Woo leikstjóri, 1946
Ray Parker
lagahöfundur, 1954
10. Agnarsmá brot úr eilífðinni
Ólafur Ragnarsson
9. Þúsund bjartar sólir
Khaled Hosseini
8. Maxímús Músíkús heimsækir...
Hallfríður Ólafsdóttir / Þórarinn M.
7. Þórarinn Eldjárn - Kvæðasafn
Þórarinn Eldjárn
6. Kuggur 7 - Gleðilegt sumar
Sigrún Eldjárn
5. Sjortarinn - kilja
James Patterson
4. Steinsmiðurinn - kilja
Camilla Läckberg
3. Dvergurinn Rauðgrani
G.T. Rotman
2. Alfinnur álfakóngur
G.T. Rotman
1. Dísa ljósálfur
G.T. Rotman
Listinn er gerður út frá sölu í Eymundsson
og Bókabúð Máls og menningar 23.04.
2008 -29.04.2008.
METSÖLULISTI
Bækur á íslensku
10. Daring to Dream
Nora Roberts
9. Dexter in the Dark
Jeff Lindsay
8. Stalins Ghost
Martin Cruz Smith
7. 501 Must-See Natural Wonders
Bounty Books
6. 501 Must-See Destinations
Bounty Books
5. Blood of Flowers
Anita Amirrezvani
4. Children of Hurin
J. R. R. Tolkien
3. Witch of Portobello
Paulo Coelho
2. Exit Music
Ian Rankin
1. Bad Luck and Trouble
Lee Child
Listinn er gerður út frá sölu dagana
22.04.2008 - 28.04.2008 í Pennanum
Eymundsson og Bókabúð Máls og
menningar
METSÖLULISTI
Erlendar bækur