24 stundir - 01.05.2008, Síða 26

24 stundir - 01.05.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir Mallorca Fjölskylduparadísin Alcudia Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða frábær sértilboð til Mallorca 4., 11. eða 18. júní. Bjóðum nokkrar íbúðir á á okkar vinsæla gististað Alcudia Pins í Alcudia á frábæru verði. Íbúðahótelið er tilvalið fyrir fjölskyldufólk þar sem eitthvað er að finna við allra hæfi, s.s skemmtidagsskrá á daginn og kvöldin, sundlaugar, rennibrautir, fótbolta-, körfubolta- og tennisvöllur og svo mætti lengi telja. Gengið er beint úr hótelgarðinum og niður á fallega hvíta ströndina. Skelltu þér með fjölskylduna og njóttu lífsins á Mallorca. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð í viku, 18. júní á Alcudia Pins. Brottfarir 4. og 11. júní kr. 4.000 aukalega. Aukavika kr. 14.000. Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð í viku, 18. júní á Alcudia Pins. Brottfarir 4. og 11. júní kr. 4.000 kr aukalega. Aukavika kr. 14.000. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 3 3 44 0 Frábært sértilbo ð - Alcudi a Pins íb úðahóte lið Sértilboð í júní Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Ferðafélag Íslands býður upp á léttar fjallgöngur að morgni til frá mánudegi til föstudags í næstu viku. Þátttaka í göngunum er ókeypis og öllum opin, og verður farið á einkabílum frá húsnæði Ferðafélagsins við Mörkina 1 klukkan 6 alla morgnana. „Að ganga upp á fjöll á morgn- ana er eins og að taka stóran skammt af vítamíni,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson sem verður leiðsögumaður í morgungöngun- um. „Það á ekki síst við á vorin þegar bjart er orðið. Töfrar nátt- úrunnar á þessum tíma dags eru ótrúlegir og ég geri sjálfur mikið af því að vakna snemma á morgn- ana og fara út að skokka eða ganga.“ Byrjendur og lengra komnir Eins og fyrr segir verður þátt- taka í fjallgöngunum öllum opin. Fjöllin eru öll í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins og að sögn Páls Ásgeirs ættu byrjendur jafnt sem lengra komnir að ráða við þau. „Það er heldur engin skylda að mæta í allar fimm göngurnar. Fólk getur látið sér nægja að mæta í eina og sjá svo til.“ Morgunleikfimi Í hverri gönguferð verður sér- stakur gestur sem kemur með innlegg af einhverju tagi til ferð- arinnar. „Fyrsta morguninn, mánudagsmorguninn 5. maí, ætl- ar sjálfur Valdimar Örnólfsson að stjórna morgunleikfimi á bíla- stæðinu við Kaldársel. Margir muna einmitt eftir honum frá því að hann stjórnaði morgunleikfimi í útvarpinu hér á árum áður,“ seg- ir Páll Ásgeir. Þar sem ekki er nauðsynlegt að skrá sig í ferðirnar segist hann ekki hafa hugmynd um hversu margir muni mæta. „Þeir skiptu hundruðum sem fóru í göngurnar í fyrra og þeim hefur farið fjölg- andi með árunum,“ segir hann að lokum. Mikill morgunmaður Páll Ásgeir Ásgeirsson verður leiðsögumaður í morgungöngunum. Fjallgöngur Ferðafélags Íslands í næstu viku Náttúrutöfrar árla morguns Næsta vika verður mikil fjallavika hjá Ferðafélagi Íslands sem býður upp á fjallgöngur árla morguns á hverjum virkum morgni í næstu viku. Leiðsögu- maður verður Páll Ásgeir Ásgeirsson. ➤ Gengið verður upp á Helga-fell í Hafnarfirði, Keili, Vífils- fell, Helgafell ofan Mosfells- bæjar og Úlfarsfell, í þessari röð. ➤ Göngurnar hefjast snemmatil þess að göngufólk geti mætt til vinnu í tæka tíð að þeim loknum. ➤ Nánari upplýsingar má sjá áheimasíðu Ferðafélagsins á fi.is. FJÖLLIN Íbúar og ferðamenn á Norð- austurlandi ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þá fjöl- mörgu útivistarmöguleika sem í boði eru á svæðinu. Fjölmargar gönguleiðir hafa verið kortlagðar og sumar merkt- ar. Sumar þeirra eru stuttar og aðrar lengri og erfiðari. Mögu- leikarnir eru óendanlegir og má nefna sem dæmi að flestum ber saman um að gönguferðir um Mývatnssveit séu óviðjafnanlegar og að Melrakkaslétta, Þistilfjörður og Langanes hafi upp á fleira að bjóða en marga grunar. Fyrir golfara má nefna að einn níu holna völlur er á Húsavík og einn sex holna völlur, Krossdals- völlur, er í Reykjahlíð. Þá er líka góður völlur í Ásbyrgi og pútt- völlur á Kópaskeri. Hestaeign er töluverð meðal þéttbýlisbúa á Norðausturlandi og til sveita er hún almenn. Víða eru hestaleigur þar sem boðið er upp á útreiðatúra fyrir ferða- menn. Í Þingeyjarsýslu eru margar góðar og eftirsóttar lax- og sil- ungsveiðiár. Þar fyrir utan eru fjölmörg önnur vötn í sýslunni, í byggð, inni á milli hárra fjalla og uppi á heiðum, þar sem veiðivon er mikil. Fyrir þá sem kjósa frekar hafið til veiða er í boði sjóstanga- veiði á nokkrum stöðum. Hvað sem fólk kýs að taka sér til dundurs er svo fátt betra en að slappa af í heitu vatni og láta þreytuna líða úr líkamanum. Sundlaugar með heitu vatni úr iðrum jarðar eru í flestum þétt- býliskjörnum og einnig víða til sveita. Sem dæmi má nefna Sund- laug Húsavíkur, en í hana hefur nú verið sett sérstakt heilsuvatn sem lengi hefur verið notað af heimamönnum. Litlu laugarnar hafa einnig sína töfra og að lokum má nefna jarðböðin við Mývatn sem njóta mikilla vinsælda. Töfrandi Norðausturland Þeir sem kjósa að ganga, hjóla eða hlaupa sér til heilsubótar innan höfuðborgarsvæðisins geta fundið út hversu langt þeir fara með hjálp Borgarvefsjárinnar á slóðinni borgarvefsja.is. Þar er hægt að byrja á því að slá inn götunafn og fá þá nákvæmt kort af næsta nágrenni hennar. Út frá því er hægt að þrýsta á „m“ hnappinn og merkja síðan punkta inn á kortið. Vegalengdin frá fyrsta punkti að þeim síðasta er svo gefin upp í metrum. Til þess að fá sem nákvæmasta lengd á gönguleið borgar sig vitaskuld að merkja hana rétt inn í stað þess að mæla eingöngu vegalengd á milli upphafsstaðar og loka- punkts. Sem dæmi má nefna ef merkt er inn gönguleið á milli norðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík niður Lækjargötu, til vinstri á Geirsgötu og meðfram henni niður á Ánanaust og þaðan að bæjarmörkum Seltjarnaress, er samkvæmt Borgarvefsjá rúmir 2900 metrar. Gönguleiðir reiknaðar út LÍFSSTÍLLÚTIVIST utivist@24stundir.is a Töfrar náttúrunnar á þessum tíma dags eru ótrúlegir og ég geri sjálfur mikið af því að vakna snemma á morgnana og fara út að skokka eða ganga.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.