24 stundir - 01.05.2008, Side 29

24 stundir - 01.05.2008, Side 29
24stundir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 29 Og meira um lyfjamál því WADA, samtök sem halda utan um lyfjamælingar í mörgum greinum íþrótta, eru komin í samvinnu við Interpol. Verður nú hart tekið á brotum. Lyfleysa Frá og með árinu 2009 mega nokkrir keppendur á Opna breska meistaramótinu í golfi eiga von á að þurfa að gefa blóðprufu um leið og skor- korti er skilað en reglur þess efnis hafa verið settar. Var hugmyndin að hefja slík lyfja- próf strax á þessu ári en því hefur verið frestað um ár. Lyfjapróf í golfi „Það kann að vera erfitt að trúa því en Öskjuhlíðarmótið okkar er jafnan það langerfiðasta hvert sumar og það helgast af því hversu brautirnar eru þröngar og brattar og mikið um krappar og skyndi- legar beygjur,“ segir Albert Jakobs- son hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur en fyrsta fjallahjólamót ársins á þeirra vegum fór fram í Öskjuhlíð um helgina. Sautján hjólreiðakappar tóku þar þátt og sigraði Hlynur Þor- steinsson með nokkrum yfirburð- um í karlaflokki. Hákon Hrafn Sig- urðarson kom honum næstur en rúmar fimm mínútur voru í næstu menn á eftir þeim. Bryndís Þor- steinsdóttir vann svo kvennaflokk- inn. Aðstæður voru þó ekki fyrsta flokks að mati Alberts. „Eftir á að hyggja fór þetta mót fram of snemma árs með tilliti til tiltölu- lega þungs vetrar því það er ennþá snjór á köflum í Öskjuhlíð og betra hefði verið að fresta því fram í júní.“ Ekki er á allra færi að taka þátt enda krefst brautin um Öskjuhlíð- ina mikillar tækni. Ekki er hjólað um göngustígana eins og margir halda. „Alls ekki heldur er hún öllu torfærari en það. Hún liggur að mestu í skóginum sjálfum og er langt frá því að vera auðveld. Hjól- aðir voru sjö hringir sem hver um sig er 2,9 kílómetra langur og hæð- armunur í hverri ferð er 75 metrar. Í raun má því segja að keppend- urnir hafi hjólað upp hálfa Esjuna í heildina og það er ekki á allra færi á grýttum og ójöfnum slóðum.“ Sumarið hafið hjá fjallahjólafólki með móti í Öskjuhlíð Þrautin þyngri en skemmtileg Hjólað til sigurs Hlynur Þorsteinsson vann fyrsta fjallahjólamót ársins. Hinn mislyndi mark-vörður Santiago Ca-niz- ares brosir nú meira en endranær enda náði hann óvænt stórum áfanga um helgina. Spilaði hann þá sinn 500. leik í spænsku deildinni en í vetur leit út fyrir að ferli hans væri lokið þegar Ronald Koeman tók við stjórn Valencia. Var það hans fyrsta verk að frysta mark- vörðinn úr hópnum og aðeins brottför Koemans gerði Caniz- ares kleift að ná þessum áfanga. Emmanuel Adebayor hjáArsenal er bjartsýnn ein-staklingur. Neitar hann að trúa að Ars- enal sé úr leik í keppninni um enska meist- aratitilinn og segir líkurnar þvert á móti ágætar. Liðið á fræðilega möguleika en ansi merkileg úrslit þurfa að fæðast um þessa helgi og þá næstu til að von sé til að draumur hans rætist. Þrátt fyrir nýjan stjóra ogmjög frambærileganleik- mannahóp eru rósir Totten- ham þessa leik- tíðina fáar og langt þeirra á milli. Juande Ramos und- irbýr nú boð í sóknarjaxlinn David Villa hjá Valencia upp á 2,3 milljarða króna og herma heimildir úr innsta hring stjórnar liðsins að það verði að- eins fyrstu stóru kaup liðsins gangi þau eftir. Gangi allar spár eftirvarðandi Valenciuverður liðið ein rjúk- andi rúst í sumar. Ekki aðeins er talið fullvíst að Villa fari annað heldur einnig hinir tveir leikmenn liðsins sem falla undir að vera lykilmenn og eiga enn mikla framtíð fyrir sér. David Silva og Joaquín finna ekki hamingjuna í hvítum bún- ingi liðsins og sögusagnir gerast háværari um að þeir fari einnig. Er þá fokið í flest skjól hjá lið- inu. Portúgalar standa við bak- ið á sínu fólki. Nú hefur Luis Figo lýstyfir sínum stuðningivið að Jose Mourinho verði næsti stjóri Inter Milan en vangaveltur eru enn uppi um hver tekur við af Roberto Mancini þar á bæ. Stuðningur Figo er meira í orði en á borði enda aldrei leikið undir stjórn Mourinho og mun sjálfur yfirgefa herbúðir liðsins á næstunni. Annars lítur út fyrir aðFigo fari frá félaginusem ítalskur meist- ari en Inter þarf aðeins einn sigur til að vinna deildina enn á ný. Þarf þó að hafa fyrir hlutunum því næsti mótherji er AC Milan. SKEYTIN INN

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.