24 stundir - 01.05.2008, Page 34

24 stundir - 01.05.2008, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Ein öflugasta rokkhljómsveit Ís- lands fyrr og síðar, Egó, kemur saman hinn 17. maí næstkomandi, á tónleikum á Nasa. Með í för verður einn upprunalegur með- limur, Bergþór Morthens, frændi og uppeldisbróðir Bubba Mort- hens, en hann spilaði síðast með sveitinni á afmælistónleikum Bubba hinn 06.06.06. Klæjar í puttana „Það var búinn að safnast upp smáspilagleði og mig var farið að klæja í puttana. Maður fær alltaf fiðring þegar maður spilar með strákunum,“ segir Bergþór, en sveitin fer bráðum að æfa fyrir tón- leikana. „Þetta verða gömlu góðu slagararnir sem eru búnir að hamra sig í tónlistarvitund þjóðarinnar og lifir þar góðu lífi,“ segir Bergþór og alla meðlimi í fantaformi. „Við höfum engu gleymt. Má segja að tíminn hafi staðið í stað frá 1980, við erum ekki einu sinni með nein ný húðflúr eða neitt!“ Bubbi hlakkar til „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá Bergþór í þetta, því þó að við séum frændur á pappírnum, lít ég á hann sem bróðir minn í hjarta mínu, enda vorum við aldir upp sem slíkir,“ segir Bubbi Morthens. „Þetta verða góð og gild Egó lög, eitthvað með Utangarðsmönnum og mér, og jafnvel Joy Division og Doors, eins og þegar lá sérstaklega vel á okkur í gamla daga. Við höf- um nú ekki verið að semja neitt í seinni tíð, en hver veit hvað gerist þegar við komum saman aftur?“ Uppeldisbræðurnir Bubbi og Beggi Morthens saman á svið Egó kemur saman aftur ➤ Sveitin var stofnuð um mán-aðamótin ágúst/september árið 1981. ➤ Nýr trommari leikur meðbandinu á tónleikunum, Arn- ar Geir Ómarsson. ➤ Miðaverð er 2.500 kr. og salafer fram á midi.is. EGÓ Hin goðsagnakennda rokkhljómssveit Egó heldur tónleika á NASA hinn 17. maí næstkom- andi, þar sem uppeld- isbræðurnir Bubbi og Beggi Morthens fara fremstir í flokki. Egóistar Egó tekur lagið í Höll- inni á Hætta!-tónleikunum. 24stundir/Sigurjón Guðjónsson Stórsveit Samúels Jóns Sam- úelssonar, sem inniheldur hvorki fleiri né færri en 17 manns, verður ansi stórtæk á næstunni. Sveitin heldur tónleika á Hótel Borg þann 2. maí næstkomandi og kvöldið eftir kemur hún fram á Ham- mond-hátíð á Djúpavogi. Þá er fyrirhuguð tónleikaferð til Evrópu og útgáfa fyrstu skífu sveitarinnar, Fnyks, í Japan. En hví Japan? „Ég fékk bréf frá Japönum sem höfðu heyrt plötuna okkar á bandarískri tónlistarvefsíðu, dirty- grooves.como og vildu ólmir gefa hana út. Vonandi förum við þang- að til að fylgja plötunni eftir,“ segir Samúel, sem segir lítið mál að halda utan um 17 manna stór- hljómsveit. „Blásarar eru engar prímadonnur, við erum frekar jarðbundnir og stilltir.“ traustis@24stundir.is Stórsveitin stórtæk Stórsveit Samúels J. Samúelssonar spilar vítt og breitt 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Mig var farið að klæja í puttana. Maður fær alltaf fiðring þegar maður spilar með strákunum TOPPUR 1990 TROÐFULLAR VERSLANIR AF NÝJUM VÖRUM EKKI MISSA AF! „Sumir þó þræða einstigin þröng, en aðrir fara meðalveg. Þar á meðal þú og ég“ Óskum að ráða frá 1. ágúst 2008: • grunnskólakennara með umsjón í 4. bekk og annan í 6. bekk • grunnskólakenna ra í íslensku- og enskukennslu á elsta stig • grunnskólakennara í náttúrufræði í 5.-10. bekk • grunnskólakennara í hönnun/smíði • grunnskólakennara í upplýsingatækni • skólaliða til starfa á skólatíma nemenda - tvö 75% störf Frístund- heilsdagsvistun: • skólaliða, stuðningsfulltrúa í tvö 50% störf • starfsmanna með uppeldismenntun í 80-100% starf Álftanesskóli er heilstæður grunnskóla með 480 nemendur í 1.-10. bekk. Skoðaðu aðstæður og vertu með í liði sem byggir upp. Upplýsingar um störfin gefa skólastjóri og aðstoðarskóalstjóri í símum skólans 540 4700, 821 5007, 821 5009 og netfang: sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og gudlaug.erla.gunnarsdottir@alftanesskoli.is Umsóknir sendist Álftanesskóla, 225 Álftanesi. Umsóknarfrestur til 16. maí 2008 Sjá einnig vefina www.alftanesskoli.is og www.alftanes.is ADRIA CLASSICA 613PK hjólhýsi til sölu Til sölu er Adria Classica 613pk hjólhýsi, árgerð 2006. Einstaklega vel með farið. Einstaklega vel með farið. Nývirði kr. 3.700.000 - Verð kr. 2.850.000 Allar nánari upplýsingar í síma 824 1124.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.