24 stundir - 06.05.2008, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
VÍÐA UM HEIM
Algarve 23
Amsterdam 20
Alicante 23
Barcelona 23
Berlín 19
Las Palmas 23
Dublin 16
Frankfurt 20
Glasgow 16
Brussel 19
Hamborg 20
Helsinki 14
Kaupmannahöfn 16
London 15
Madrid 29
Mílanó 19
Montreal 8
Lúxemborg 19
New York 12
Nuuk 5
Orlando 21
Osló 19
Genf 19
París 21
Mallorca 22
Stokkhólmur 14
Þórshöfn 12
Austlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað í
fyrstu, en síðan þykknar upp og fer að rigna
sunnan- og vestanlands. Skýjað með köflum
norðaustantil og þurrt að kalla, en hætt við
þoku við austurströndina. Hiti 5 til 15 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
8
9
5
7 7
Austlæg átt
Sunnan og síðan suðvestan 3-8 m/s og súld
eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands en
víða léttskýjað norðaustan til. Hiti 6 til 15 stig,
hlýjast norðaustanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
7
8
4
7 8
Súld eða rigning
Samtökin Sól á Suðurlandi
sendu Friðrik Sophussyni forstjóra
Landsvirkjunar ábendingu eftir
fund hans og bænda við Þjórsá í
gær.
Þar gagnrýna þau orð hans þess
efnis að hann ætli halda áfram
undirbúningi virkjana í neðri hluta
Þjórsár, þótt níu af hverjum tíu
landeigendum á austurbakka
árinnar hafi lýst því yfir að virkj-
unin sé þeim ekki að skapi.
„Landsvirkjun hefur lengi haldið
því fram að samningaviðræður við
landeigendur við Þjórsá gangi
vel. Yfirlýsing landeigenda sýnir
fram á hið gagnstæða. Enn sem fyrr
treystir Friðrik Sophusson á eign-
arnám á landi. Er það að fara að
lögum?“ spyrja samtökin en benda
á að hreppsnefnd Skeiða- og
Gnúpverjarhrepps hefur hvorki
samþykkt Hvammsvirkjun né
Holtavirkjun inn á sitt skipulag.
Áhugafólk um samfélags- og
umhverfismál í Flóahreppi hélt í
gær fræðslufund um Urriðafoss-
virkjun sem Landsvirkjun gagn-
rýndi harðlega. Segir Landsvirkjun
að þessi fundur sé ekki heppilegur
vettvangur til að koma á framfæri
upplýsingum um Urriðafossvirkj-
un. Fyrirtækið gagnrýnir að hvorki
hönnuði virkjunarinnar né þeim
sem unnu áhættumat vegna henn-
ar sé boðið að kynna sín sjónar-
mið. Þá verði fjallað um lífríki
Þjórsár og laxveiði en fulltrúa sem
unnið hafi rannsóknir á þessu efni,
sé ekki boðin þátttaka. aak
Slær í brýnu milli Landsvirkjunar og þeirra sem ekki vilja virkja
Gagnrýni í báðar áttir
Breiðavíkurnefndin svokallaða,
sem falið var að kanna rekstur vist-
heimilisins á árunum 1950 til 1980,
mun fjalla um rekstur fleiri heimila
sem rekin voru á vegum ríkisins
um miðja síðustu öld.
Samkvæmt erindisbréfi frá Geir
H. Haarde forsætisráðherra á
nefndin að fjalla um rekstur Vist-
heimilanna að Kumbara- og
Knarravogi, Heyrnleysingjaskól-
ans, Stúlknaheimilisins Bjargs,
Heimavistarskólans Reykjahlíð,
Heimavistarskólans Jaðri, Upp-
tökuheimilis ríkisins, Unglinga-
heimilis ríkisins og Uppeldisheim-
ilisins Silungapolls.
Nefndin á að skila áfanga-
skýrslum um könnunina til for-
sætisráðherra næsta sumar og ljúka
í apríl árið 2011. aegir@24stundir.is
Breiðavíkurnefndin heldur áfram störfum
Nefndinni falið að
skoða fleiri heimili
Í dag eru þrjú ár síðan dag-
blaðið 24 stundir, sem þá hét
Blaðið, var stofnað. Á þessum
tíma hefur blaðið gengið í gegn-
um miklar breytingar. Nafna-
breyting varð skömmu eftir að
núverandi ritstjóri, Ólafur
Stephensen, tók við ritstjórn í
júnímánuði 2007. Blaðið fékk
þá heitið 24 stundir og miklar
útlitsbreytingar voru gerðar á
því. Lestur blaðsins hefur tekið
kipp undir ritstjórn Ólafs
Stephensen og er samkvæmt síðustu fjölmiðlakönnun tæp 46 prósent.
24 stundir eru því næstmest lesna dagblað landsins.
Tíð ritstjóraskipti hafa skapað blaðinu nokkra sérstöðu. Sjötti ritstjóri
blaðsins frá stofnun þess, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sest í rit-
stjórastól 2. júní. Núverandi ritstjóri, Ólafur Stephensen, mun þá taka
við ritstjórn Morgunblaðsins. kb
24 stundir þriggja ára
Karlmaður var dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjaness í gær til að
greiða fyrrverandi vinnuveitanda
sínum 1,3 milljónir, vegna brots á
ráðningarsamningi.
Maðurinn braut samningsákvæði
með því að ráða sig til starfa hjá
keppinauti áður en tvö ár voru
liðin frá starfslokum hans.
Greiði fyrrum
vinnuveitanda
Frestur eigenda fimm fasteigna í
iðnaðarhverfum í Garðabæ til að
rýma ólöglegar vistarverur í þeim
rennur út í þessari viku. Að
minnsta kosti tveir eigendur hafa
þegar hætt að leigja út húsnæðið
til búsetu, að sögn Jóns Viðar
Matthíassonar, slökkviliðsstjóra
slökkviliðs höfuðborgarsvæð-
isins. Jónas Helgason, verkefn-
isstjóri hjá slökkviliðinu, greindi
frá því í mars síðastliðnum að í 4
húsum í Miðhrauni byggju 49
manns, einstaklingar og fjöl-
skyldur af bæði erlendum og inn-
lendum uppruna. Ólöglegar vist-
arverur í að minnsta kosti einu
þessara húsa hafa verið rýmdar.
ibs
Ólöglegar vistarverur rýmdar
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Ekki er nokkur vilji landeigenda
við Þjórsá til að semja við Lands-
virkjun um eitt né neitt í þessu
máli. Þetta gengur þvert á fullyrð-
ingar Landsvirkjunar síðustu vik-
ur og mánuði um að samninga-
viðræður gangi vel og samningar
séu langt komnir. Nú vilja bændur
fá frið fyrir ágangi Landsvirkjun-
ar,“ sagði Ólafur Sigurjónsson,
bóndi í Forsæti, en allir landeig-
endur utan einn á eystri bakka
Þjórsár lýsa sig andsnúna Urriða-
fossvirkjun í yfirlýsingu sem færð
var Landsvirkjun í gær. Hún var
jafnframt færð umhverfis-, við-
skipta-, iðnaðar- og fjármálaráð-
herrum.
Lögin Landsvirkjunar
„Það hefur farið fram umhverf-
ismat fyrir þessar virkjanir í neð-
anverðri Þjórsá og það þegar verið
samþykkt,“ sagði Friðrik Sophus-
son forstjóri Landsvirkjunar en
hann tók við undirskriftunum.
Hann sagði auk þess 93% vatns-
réttinda vegna Urriðafossvirkjun-
ar á forsjá ríkisins en Landsvirkjun
hefur umboð til að fjalla um þau.
„Því miður get ég ekki sagt annað
hér en að Landsvirkjun mun að
sjálfsögðu halda áfram undirbún-
ingi þessa verks,“ sagði Friðrik.
Jón Árni Vignisson er bóndi í
Skálmholti. Hann minnti á að fyr-
ir liggur stjórnsýslukæra um það
hvernig Landsvirkjun hefur haft
afskipti af vinnubrögðum sveitar-
stjórnar en Friðrik sagði Lands-
virkjun engu kvíða, hún teldi lög-
in sín megin.
Skýr skilaboð
Þórunn Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra sagði ekki litið hjá
því að valdið sé í höndum sveitar-
félagsins. „Ég tek þetta mér til
upplýsingar og umhugsunar. Þetta
eru mjög skýr skilaboð.“
Björgvin G. Sigurðsson veitti
einnig viðtöku yfirlýsingunni.
Hann sagði fráleitt að málinu væri
lokið: „Ég hef kallað eftir því að
Landsvirkjun taki tillit til and-
stöðu íbúa um þessar sveitir og
byrji á því að koma með aðrar út-
færslur. Fyrsta skrefið er alltaf að
leita sátta, það hafa þeir ekki gert.“
Semja ekki um
eitt né neitt
Landeigendur við Þjórsá andsnúnir Urriðafossvirkjun
Forstjóri Landsvirkjunar segir undirbúning halda áfram
Mótmæli Ólafur og Jón
Árni afhenda Friðrikund-
irskrifalistann.
➤ Fyrirhuguð virkjun við Urr-iðafoss verður um 125 MW að
afli og orkugeta hennar verð-
ur um 930 GWst á ári.
➤ Inntakslón virkjunarinnar,Heiðarlón, verður myndað
með stíflu í Þjórsá við Heið-
artanga og stíflugörðum upp
eftir vesturbakka árinnar.
URRIÐAFOSSVIRKJUN
STUTT
● Vélsmiðja íhugar málsókn á
hendur Vegagerðinni Eig-
endur vélsmiðju Orms og Víg-
lundar segja Vegagerðina enn
skulda sér tugi milljóna vegna
endurbóta á Grímseyjarferj-
unni. RÚV segir vélsmiðjuna
íhuga meiðyrðamál vegna
gagnrýni Vegagerðarinnar á
fyrirtækið í greinargerð um
kaup og endurbætur á ferjunni.
Í greinargerð sem Vegagerðin
sendi frá sér á föstudag er fram-
gangur Vélsmiðju Orms og Víg-
lundar við endurbætur á Sæfara
harðlega gagnrýndur. Skipið
hafi í raun verið í gíslingu verk-
takans sem hafi skort vilja og
getu til þess að klára verkið í
samræmi við samninga.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.