24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 13
Ferðaskrifstofa
Plúsferðir leggja ávallt áherslu á að bjóða utanlandsferðir
á hagstæðu verði. Besta verðið bókast fyrst.
Bókaðu strax á www.plusferdir.is
En þú kemst samt í sólina með Plúsferðum
Verð frá:
43.117kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn á Playa Flamingo íbúðarhótelinu
með 1 svefnherbregi í 7 nætur. Verð frá 53.135 kr. fyrir 2 fullorðna í 7 nætur.
Verðdæmin miðast við brottför 26. ágúst.
Draumaeyjan Lanzarote
Bensíniðásnekkjuna
of dýrt þetta árið?
Relate, helstu samtök hjóna-
bandsráðgjafa á Bretlandi, segjast
merkja breytingu á þeim vanda-
málum sem bresk pör á miðjum
aldri glíma við. Undanfarin ár segja
þeir karlmönnum sem ekki hafi
áhuga á að stunda kynlíf hafa fjölg-
að um 40%.
„Áður fyrr kvörtuðu menn sem
komu til okkar undan getuleysi,“
segir Peter Bell, framkvæmdastjóri
Relate. „Viagra hefur leyst úr flest-
um þeim vandamálum.“ Segir Bell
sífellt fjölga þeim mönnum sem
geti haft mök, en hafi af sálrænum
ástæðum einfaldlega ekki áhuga á
því.
„Þetta eru gjarnan kvæntir
menn á milli þrítugs og sextugs,
sem hafa ekki misst áhugann á eig-
inkonum sínum, heldur kynlífi al-
mennt.“ andresingi@24stundir.is
Hjónabandsráðgjafar taka eftir breytingum
Kyndeyfð karla
Lögregla í Þýskalandi fann á
sunnudag lík þriggja hvítvoðunga í
frystikistu á heimili í bænum
Wenden í Norðurrín-Vestfalíu í
vesturhluta landsins. Talsmaður
saksóknara segir allt benda til sekt-
ar móður barnanna.
Líkin uppgötvuðust þegar 18 og
23 ára systkini kornabarnanna rót-
uðu í frystikistu í kjallara heimilis
síns til að leita sér einhvers mat-
arkyns á meðan foreldrar þeirra
voru að heiman. Í botni kistunnar
komu þau niður á líkin, vafin í
blóðug handklæði og plastpoka.
Þegar foreldrarnir snéru heim
gengu systkinin á þau og fengu þau
til að gefa sig fram við lögreglu.
Lögregla hefur ekki fengið skýr-
an vitnisburð frá móðurinni. Segja
talsmenn lögreglu hana vera í
miklu uppnámi og mjög sakbitna.
Konan segist hafa eignast börnin á
níunda áratugnum og hafa komið
þeim fyrir í frystikistunni.
Þetta er þriðja mál þessa toga
sem þýsk lögregluyfirvöld hafa
rannsakað það sem af er þessu ári. Í
febrúar fannst frosið barnslík í
norðurhluta landsins og í janúar
var móðir kærð fyrir manndráp
eftir að líkamsleifar þriggja barna
fundust á heimili hennar.
andresingi@24stundir.is
Drengur og stúlka fletta ofan af hryllingi
Fann frosin lík systkina sinna
Friðsælt Í kjallara
hússins leyndi móðir
líkum barna sinna.
Til stendur að færa víðfræga
styttu af Saparmurat Niyazov,
fyrrum leiðtoga Túrkmenist-
ans, úr miðbæ höfuðborg-
arinnar. Er þetta liður í til-
raunum arftaka Niyazovs til
að draga úr þeirri miklu per-
sónudýrkun sem forveri hans
kom á.
Hlutleysisboginn, eins og
minnismerkið nefnist, verður
flutt í suðurhluta borgarinnar
þar sem samnefnt breiðstræti
liggur.
Styttan stendur á 75 metra
háum stöpli, er sjálf 12 metra
há og úr skíragulli og snýr
alltaf mót sólu. aij
Túrkmenistan
Styttu stjakað
Abdoulaye Wade, forseti Sene-
gals, hefur lagt til að FAO,
Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, verði lögð niður. Segir
Wade því fé sem veitt sé til
stofnunarinnar vera kastað á
glæ, þar sem hún beri mikla
ábyrgð á hækkun matarverðs.
Wade bendir á að aðrar stofn-
anir SÞ, til að mynda Al-
þjóðasjóður um þróun land-
búnaðar, gegni svipuðu
hlutverki og FAO, en skili
meiri árangri. aij
Forseti Senegals
Út með FAO
Mörg ár gæti þurft til að bæta
upp þurrka sem geisað hafa í
Ástralíu undanfarin ár, segir í
skýrslu veðurstofu Ástralíu.
Undanfarið hefur rignt mikið
í landinu en í tæpan áratug
hefur úrkoma verið undir
meðallagi og mikill hiti.
„Rigning þarf að vera yfir
meðallagi í nokkur ár til að
vinna upp skort undanfarinna
ára,“ segir í skýrslunni. aij
Vatnsskortur í Ástralíu
Langt í land