24 stundir - 06.05.2008, Side 21

24 stundir - 06.05.2008, Side 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 21 Svissneska fyrirtækið Rinspeed hefur núver- ið kynnt nýjustu afurð sína: Bíl sem keyra má neðansjávar. Bíllinn hefur fengið nafnið sQuba og getur bæði keyrt á vegum og 10 metrum undir yfirborði sjávar. Stjórnarformaður Rinspeed, Frank Rinderk- necht, viðurkennir að hugmyndavinna að bílnum hafi kviknað að hluta til vegna James Bond myndarinnar „The Spy Who Loved Me.“ Í henni keyrir Bond Lotus Esprit bifreið neð- ansjávar. Nú þrjátíu árum síðar er svipaður bíll, neðansjávarbíll, orðinn að veruleika. sQuba bíllinn var kynntur almenningi á Genfar-bílasýningunni í lok mars og vakti gíf- urlega athygli. dista@24stundir.is Ökuferð frá Íslandi til Færeyja? Danmerkur? Í anda James Bond Ef þú veist að þú verður of sein/n á fund eða að hitta einhvern skaltu láta viðkomandi vita áður en þú leggur af stað. Það tekur bara smá- stund en er kurteislegt og losar þig við stress undir stýri. Hafir þú lagt tímanlega af stað en lendir í um- ferðarteppu getur þú notað þráð- lausa búnaðinn til að hringja. Ef ekki þá skaltu útskýra málin og af- saka þig kurteislega þegar þú kem- ur á staðinn. Minna stress undir stýri Ef þú ætlar að halda á kortinu og segja bílstjóranum til vegar skaltu hafa allt þitt á hreinu til að þið vill- ist ekki einhvers staðar uppi í sveit. Talaðu skýrt og ekki muldra út í loftið. Ekki gefa leiðbeiningar of seint og segðu bílstjóranum með góðum fyrirvara ef beygja þarf á ljósum. Ef bílstjórinn er á al- gjörlega ókunnum slóðum þá er best að vera vel vakandi og ekki að tala í símann eða spjalla við aðra. Því fylgir ábyrgð að lesa á kort Það er alls ekki góð hugmynd að trufla bílstjóra með alls konar bulli og blaðri. Ekki er heldur gott að skipta sér of mikið af akstrinum eða hrópa upp yfir sig því þá getur bílstjórinn fipast og það boðar aldrei gott. Ef þú situr frammi í skaltu ekki tala við þann, sem er að keyra, um eitthvað sem getur dreg- ið athygli hans frá akstrinum. Pass- aðu líka að skyggja ekki á útsýni hans. Áfram, áfram, áfram bílstjóri Su www.alo Gerum gott úr flessu S am tö k ið na ð ar in s o g S V Þ -S am tö k ve rs lu na r o g þ jó nu st u / S já n án ar u m e nd ur vi nn sl u p re nt m ið la á w w w .s i.i s – H ö nn un H ví ta h ús ið / S ÍA Pappír er frábært efni. Eftir a› hafa fært okkur fréttir og anna› lesefni getur pappírinn ö›last n‡tt hlutverk. fia› eina sem vi› flurfum a› gera er a› flokka hann og skila í næsta pappírsgám e›a endurvinnslutunnu.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.